Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Síða 60

Frjáls verslun - 01.03.1995, Síða 60
FOLK HERMANN OHÓSSON, AUGLÝSINGASTOFU Hermann Ottósson hefur aflað sér ménntunar og reynslu á mörgum sviðum og segir að sá grunnur nýtist vel í markaðsstörfum hjá fyrirtæki sínu. „Auglýsingagstofa Reykjavíkur er ungt og dýnamískt fyrirtæki í stöð- ugri sókn. Við erum fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og leggjum okkur fram um að skilja markaðinn og uppfylla þarfir viðskiptavina okkar. Við höfum sérhæft okkur í gerð markaðs- og kynning- argagna fyrir útflutningsfyr- irtæki sem vilja koma vöru sinni á framfæri á erlendum markaði,“ segir Hermann Ottósson, framkvæmda- stjóri Auglýsingastofu Reykjavíkur. Hermann er 39 ára og lauk stúdentsprófi frá Kenn- araháskóla Islands 1975. Hann var kennari í fjögur ár í Mosfellsbæ og á Kirkjubæj- arklaustri, en hóf nám við Félagsvísindadeild H.í. TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR 1979 og lauk prófi þaðan 1983. Síðan fór hann til Ár- ósa í Danmörku, í fram- haldsnám í félagsvísindum, og lauk embættisprófi 1986 og MBA prófi við verslunar- háskóla Arósa árið eftir. Að því loknu settist Hermann í London City Business School og nam alþjóðavið- skipti. „Ég kom heim 1988 og réði mig til Utflutningsráðs sem markaðsathugunar- stjóri,“ segir Hermann. „1991 tók ég að mér verk- efni fyrir Fagráð bleikju- framleiðenda við að koma íslenskri bleikju á markað erlendis. Sú vinna stóð í þrjú ár og um áramót 1994 stofn- aði ég Auglýsingastofu Reykjavíkur ásamt tveimur öðrum.“ MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON ANDLIT ÍSLANDS Á INTERNETINU Hermann segir að bak- grunnur sinn, blanda af fé- lagsvísindum og viðskipta- námi ásamt þekkingu og reynslu af starfsemi útflutn- ingsfyrirtækja hafi nýst sér vel og veiti sér ómetanlega innsýn í markaðs- og kynn- ingarstörf á erlendum vett- vangi. „Við veitum sérþjónustu fyrir útflutningsaðila og í október 1994 stofnuðum við nýja deild — Nýmiðlunar- deild, og höfum verið í farar- broddi á Intemetinu með markvissa kynningu á ís- landi og íslenskum fyrir- tækjum. Það má segja að ís- landsgáttin okkar (The Ice- landic Connection) sé andlit REYKJAVIKUR Islands á Internetinu og er hún vel kynnt meðal not- enda netsins erlendis. Hægt er að panta vörur og þjónustu frá Islandi en nú eru 22 fyrirtæki og stofnanir vistaðar á gáttinni, t.d. aðil- ar í ferðaþjónustu og er tals- vert um að fólk panti sér ferðir til íslands á þennan hátt. Við vinnum einnig að aug- lýsingagerð fyrir nokkra trausta viðskiptavini og höf- um sérhæft okkur í hönnun sýningarsvæða og bása á erlendum vörusýningum. Við sjáum t.d. um heildar- útlit á íslenska svæðinu á sjávarútvegssýningunni í Brussel.“ UÓSMYNDAR Á GAMLA ROLEIFLEX Eiginkona Hermanns er Jóhanna Guttormsdóttir Þormar, yfirgarðyrkjufræð- ingur í Grasgarðinum í Reykjavík. Þau eiga 18 og 11 ára syni og 7 ára dóttur. „Ég er áhugamaður um ljósmyndun og tek bæði myndir fyrir sjálfan mig og stofuna á eldgamla Roleiflex myndavél sem ég fékk á fomsölu í Þýskalandi," segir Hermann þegar hann er spurður um frítímann. „Ég fékk eiginlega nóg af utan- landsferðum í mínu fyrra starfi, bjó nánast í ferða- tösku í sex ár. Útivera fylgir ljósmyndaáhuganum og ég hef gaman af stangaveiði, helst á urriðasvæðinu í Laxá í Laxárdal. Ég fer daglega í sund að loknum vinnudegi en nota frítímann annars til að vera með fjölskyldunni, vinum og kunningjum. Ég hef gaman af bóklestri, les allt sem ég næ í,“ sagði Her- mann að lokum. 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.