Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 76

Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 76
STJORNUN HINAR SAUTiÁN GULLNU 1. Ef þú ert ekki vanur að taka á móti erlendum viðskiptavinum hafðu þá samband við ferðaskrif- stofur og láttu þær skipuleggja komuna og gera tilboð í verkið. Þær undirbúa komuna í smáatr- iðum og vita hvernig á að standa að málum. Þær bjóða upp á „þetta óvænta“ í skoðunarferð- um sem erlendum viðskiptavin- um finnst svo mikilvægt. 2. Taktu sjálfur á móti gest- um þínum eða láttu taka á móti þeim á Keflavíkur- flugvelli og fylgja þeim að hótelinu. Fyrstumínúturn- ar við komuna skipta sköp- um um það hvort heim- sóknin heppnast. Slæm „fyrstu áhrif“ þýða yfírleitt slæma ferð. Fylgdu gest- um þínum út á flugvöll að lokinni heimsókn. 3. Veldu gott hótel. Erlendir gestir þínir geta verið súrir alla ferðina, og haft allt á hornum sér sé gistingin lé- leg. Láttu ferðaskrifstof- urnar panta fyrir þig hótel og veitingahús. Þær ná hagstæðari kjörum en þú sjálfur vegna samninga við hótelin. 4. Vertu stundvís alla ferðina. ís- lendingar bera kannski ekki virðingu fyrir stundvísi. En mundu: Útlendingar leggja mik- ið upp úr henni. 5. Undirbúðu sjálfan viðskiptafund- inn mjög vel. Hafðu dagskrána á hreinu. Æfðu þig í viðskipta- ensku. Hafðu orð um hugtök, eins og veltu, hagnað, hlutafé, arðsemi eiginfjár, eignir, skuldir og svo framvegis á hreinu á ensku fyrir fundinn. Þannig firrir þú þig vandræðum við riíja upp ensku heitin á sjálfum fundinum. 6. Hafðu samband við málaskóla og æfðu þig í „samtals-ensku“ í hálfan mánuð fyrir komuna. Þessi æfmg virkar eins og ryðol- ía. Flestir eru slarkfærir í ensku. En á íslandi er töluð íslenska og treystu ekki á að enskan komi af sjálfu sér þegar á hólminn er komið. Það sama á við um önnur tungumál, eins og norsku og dönsku. 7. Vertu vel að þér í sögu íslands. í viðskiptakvöldverði spyrja við- skiptavinir mikið um ísland; nátt- úruna, fossana, menninguna, stjórnmálin, forsetann og svo framvegis. Vertu líka vel að þér í heimsmálunum. 8. Ekki vera með þjóðrembu í sam- tölum og að á Islandi sé allt best. Það er stundum stutt í þjóðremb- una eftir nokkur glös af víni. Segðu frekar að á íslandi sé vatn- ið tært, loftið hreint, fiskurinn góður og kjötið gott í stað þess að segja að við eigum tærasta vatnið, fallegustu konurnar, hreinasta loftið, besta fisk í heimi og allra besta fjallalambið. 9. Þú átt ekki að vera með þjóð- rembu en heldur ekki afsakanir. Ekki segja yfir kvöldverðinum að „þeir séu svona þessir íslending- ar“, að „þeir“ séu eftirbátar ann- arra þjóða á ýmsum sviðum, að „þeir“ séu með lélega vegi, hátt matarverð, dýran bjór og svo framvegis. Gleymdu ekki að þú ert íslendingur. Og þetta „hvað skyldu útlendingar halda eða segja“ er merki um minnimáttar- kennd. 10. Hafðu samband við stjórnendur, sem eru vanir að taka á móti erlendum viðskipta- vinum, og þekkja „prótó- kollið", sérstaklega yfir kvöldverðinum. Ekki byrja að borða fyrr en allir við borðið eru búnir að fá mat. Ekki borða hratt og „hest- húsa“ steikina langt á undan gestunum. Ekki verða of- urölvi, það dugir að vera hreifur. Auðvitað eru þetta allt sjálfsagðar kurteisis- reglur. En því miður, þær eru alltof oft brotnar. 11. Viðskiptakvöldverðir fara yfirleitt fram á veitingahús- um. Sumir stjórnendur hafa þó þann sið að bjóða gestum sín- um heim eitt kvöld í heimsókn- inni og telja það gefa góðan áran- gur. Reyndu slílít ef þú hefur að- stöðu. 12. Veldu þjóðlegan, íslenskan rétt, eins og fiskrétt, að minnsta kosti eitt kvöld í ferðinni. Veitingahús- in bjóða upp á góða fiskrétti. Ef kvöldverðirnir eru tveir fara sumir með gesti sína annað kvöldið á veitingahús með alþjóð- lega rétti en hitt kvöldið á veit- ingahús með sjaldgæfa, íslenska fiskrétti. 13. Hikaðu ekki við að nota vana leið- sögumenn í heimsókninni þegar farið er í skoðunarferðir út úr bænum. Þeir eru vanir og þess vegna miklu betri en þú í að fræða gestina urn það sem fyrir 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.