Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Page 61

Frjáls verslun - 01.03.1995, Page 61
FOLK ÓSKAR ÞÓRÐARSON, SKAGSTRENDINGIHF. Óskar Þórðarson hefur unnið við útgerð og fiskvinnslu frá blautu bamsbeini, fyrst heima á Akranesi og hjá Skagstrendingi síðan 1991. „Rekstur Skagstrendings hf. gekk ekki nógu vel árið 1994, þó að tapið verði mun minna en árið á undan. Það ár höfðu miklar afskriftir og gengistap áhrif á afkomuna en við afskrifuðum kvóta fyrir tæplega 100 milljónir á sl. ári. Fjármunamyndun í rekstri félagsins hefur lengst af verið góð en var þó ekki viðunandi árið 1994. Miklar þárfestingar í skipi og kvóta, sérstaklega á ár- unum 1990 til 1992, hafa reynst félaginu þungur baggi á tímum kvótaniður- skurðar og aflasamdráttar. Markmið okkar er að reka fyrirtækið með hagnaði á þessu ári,“ segir Óskar Þórðarson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings hf. Óskar er 35 ára og varð stúdent frá M.R. 1979. Hann fór síðan í viðskipta- fræði í H.í. og lauk prófi af endurskoðunarsviði 1985. „Ég hef unnið við útgerð og fiskvinnslu frá blautu barnsbeini en faðir minn, Þórður Óskarsson, rak út- gerð og fiskverkun á Akra- nesi í fjölda ára. Ég vann ýmis störf í fyrirtækjum hans á meðan ég var í skóla og eftir námið í Háskólan- um. Þá tók ég við rekstri fyrirtækis sem hét ísblik og flutti út ferskan og saltaðan fisk. 1983 stofnaði ég, ásamt skólabróður mínum, Bókhaldsþjónustuna s.f. á Akranesi og vann þar í auka- vinnu næstu árin. 1991 tók ég við bókhaldi og fjármálastjóm hjá Skag- strendingi hf. og um sl. ára- mót varð ég framkvæmda- stjóri fyrirtækisins og sé áfram um fjármálastjórnina. Einnig var ráðinn útgerðar- stjóri sem hefur yfirumsjón TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR með framleiðslumálum," segir Óskar. GENGUTIL LIÐSVIÐ S.H. Árið 1982 keypti Skag- strendingur hf. fyrsta frysti- togarann, Örvar, tillandsins og má segja að það skip hafi byggt fyrirtækið upp. Reksturinn gekk mjög vel og var ákveðið að smíða nýj- an og glæsilegan frystitog- ara sem fékk nafnið Arnar. En þegar skipið var tilþúið, í lok árs 1992, hafði átt sér stað mikill niðurskurður á þorskkvóta og tímarnir orðnir erfiðari. „Skagstrendingur hf. veltir um milljarði á ári og byggir nær eingöngu á sjó- frystingu. Við eigum enn gamla Amar, sem er ísfisk- togari og veiddi í Smugunni í fyrra, en nýi Arnar hefur verið á blönduðum veiðum og hefur gengið mjög vel. Stöðugt er unnið að gæðaátaki hjá okkur þar sem við viljum auka verð- mæti framleiðslunnar á hvert kíló. Einnig er í bígerð að vinna aflann meira, m.a. í smærri pakkningar. Helstu markaðir fyrir sjófrystar af- urðir eru í Bretlandi, Asíu, þ.e. Japan og Taiwan, og Bandaríkjunum. Við höfum séð sjálfir um afurðasöluna en 1. janúar sl. gengum við til samstarfs við Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og væntum góðs af því sam- starfi, m.a. hvað varðar vöruþróun," sagði Óskar. HEIMAKÆR FJÖLSKYLDUMAÐUR Eiginkona Óskars er Rósa Jónsdóttir og eiga þau þrjá syni - 9 ára, 5 ára og 1 árs. „Vinnutími minn er lang- ur og hjá mér fer áhugamálið saman við starfið. Að lokinni vinnu verð ég yfirleitt heimakær fjölskyldumað- ur,“ segir Óskar um líf sitt fyrir utan vinnuna. „Ég hef áhuga á íþróttum, lék fót- bolta á yngri árum og spilaði bridds. Nú stunda ég lík- amsrækt, einu sinni tO tvisvar í viku, í æfingaað- stöðu sem er hér í skólan- um, fyrir utan þá ágætu æf- ingu sem maður fær við snjómokstur við heimili sitt, en hér hefur verið sérlega snjóþungt í vetur. Við höf- um gaman af ferðalögum, bæði utanlands og innan, og skreppum oft suður þar sem fjölskylda okkar beggja býr,“ segir Óskar. 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.