Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Page 20

Frjáls verslun - 01.08.1995, Page 20
FJARMAL ÍSLENDINGAR ÖFLUGIR í framkvæmdastjórninni sitja sex fulltrúar og í fyrsta sinn eiga íslendingar jpar tvo, þá Jón Sigurðsson aðalbankastjóra og Þorstein. Auk þessa eiga Islendingar um þessar mundir stjórnarformanninn, Guðmund Magnússon prófessor. Það er ekki slæmur árangur þar sem íslendingar eiga aðeins 1% hlutafjár í bankanum. Og það vekur líka athygli að rúmlega 10% af heildarútlánum NIB eru til íslenskra fyrirtækja og stofnana. lenskir lántakendur verið níu. Þeim hafi hins vegar fjölgað jafnt og þétt. Þeir séu nú 32 en NIB á alls 75 útistandandi lán hér á landi og heildarupphæðin er rúm- ir 32 milljarðar króna. Með- al lántakenda eru ríkissjóð- ur, fjárfestingalánasjóðir og bankar, opinber fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga, sveitarfélög og í vaxandi mæli einkafyrirtæki. Á síð- asta ári lánaði NIB til dæmis til íslenskra fyrirtækja eins og Heklu, Ferðamálasjóðs, Lánasjóðs sveitarfélaga, Landsvirkjunar, íslenskra sjávarafurða, Myllunnar- Brauðs og Lyfjaverslunar ríkisins. NAUÐSYNLEGT AÐ ÍSLENDINGAR STARFI HJÁ NIB En kemur það ekki til með að gagn- ast íslendingum vel á næstu árum að eiga tvo menn í framkvæmdastjórn bankans? Verður ekki auðveldara að fá lán til verkefna? „Ég held nú reyndar að það sé erf- itt að gera betur. Frá 1986, eftir að íslendingar komu fyrst til starfa hjá Þorsteinn er fæddur og uppalinn á Hofsósi og hóf ungur störf í Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga. bankanum, hafa lánveitingar til ís- lands aukist, bæði í krónum talið, og einnig sem hlutfall af heildarútlánum bankans. Það er hins vegar alveg ljóst að það er mikilvægt að íslendingar eigi starfsmenn í bankanum. Það spillir heldur ekki fyrir að aðalbanka- stjórinn er íslenskur. Ég varð var við það er ég kom fyrst til starfa að þekking á aðstæðum á ís- landi var ekki mjög mikil meðal starfsfólks bankans. Geta bankans til að meta verkefni á íslandi var miklu minni en nú er,“ segir Þor- steinn. Hann segir að möguleikar íslenskra fyrirtækja og stofnana til að fá lán hjá NIB í framtíðinni séu síst verri nú en verið hafi. Og það sama eigi við á alþjóðlegum fjár- málamarkaði. Ástandið á lánamarkaði sé gott fyrir lántakendur um þessar mundir og kjörin hafi verið góð að undanfömu. Það sjá- ist ekki síst á þeim lánum sem ríkissjóður íslands hafi verið að taka að undanfömu. Þorsteinn segir að í byrj- un hafi NIB oftast lánað til ríkissjóðs eða til stofnana með ábyrgð hans. Með breyttum markaðsaðstæðum hin síð- ari ár hafi það færst í vöxt að lánað sé til fyrirtækja. Yfirleitt séu fyrirtækin þó með ábyrgðir banka eða annarra fjármálastofnanna á bak við sig. Bank- inn sé hugsaður sem nokkurs konar „heildsölubanki“. Lánin séu yfirleitt stór og áhættan tiltölulega lítil. Bank- mitá jjósritarogfaxtæki i rremsiu roo HOLL HÚSBÓNDA SÍNUM VEq\\\ Guttormsson-Fjölval hf. Mörkin 1 • 128 Reykjavík • Símar: 581 2788 og 568 8650 • Bréfsími: 553 5821 20

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.