Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Side 21

Frjáls verslun - 01.08.1995, Side 21
KRÓNAN TÓRIR í TÍU ÁR Þorsteinn er á því að íslenska krónan tóri ekki mikið lengur. Hann telur að innan 10 til 15 ára verði íslendingar búnir að finna aðra iausn, og aðra mynt. „Ég tel að það hljóti að fara á þann veg að ísland muni í framtíðinni leita eftir öðrum lausnum í myntmálum og verði hugsanlega þátttakandi í Myntbandalagi Evrópu. “ inn komist þar af leiðandi af með lág- marksmannskap, miðað við fjármagn í umferð, og lága álagningu vegna kostnaðar og áhættu. Til dæmis sé aðeins einn maður í bankanum sem sjái um lán til íslands. Ef færa ætti út kvíamar og lána í auknum mæli til fyrirtækja, án samstarfs við íslenskar ijármálastofnanir, þyrfti bankinn bæði að bæta við sig starfsfólki og hækka álagningu. Viðskiptabankar og íjár- festingalánasjóðir séu miklu betur í stakk búnir til að sinna slíku. Bankinn sé rekinn með það fyrir augum að áhættan sé sem minnst, kostnaður- inn við reksturinn lítill, og álagning því í lágmarki. FJÁRFESTINGARBANKINN AÐ FÆRA ÚT KVÍARNAR NIB hefur verið að færa út kvíamar að undanfömu og lánað á markaði ut- an Norðurlandanna. Nýverið opnaði bankmn til dæmis skrifstofu í Singa- pore. Þorsteinn segir markmiðið að styðja verkefnaútflutning frá Norður- löndunum, til dæmis til Asíu. „Þetta er gert til þess að norræn fyrirtæki geti boðið hagstæða fjármögnun verkefna í samkeppni við fyrirtæki frá öðrum löndum sem oft bjóða mjög góða fjármögnun með tækjum sínum eða búnaði,” segir Þorsteinn. Kína var til dæmis í þriðja sæti í fyrra yfir þau lönd sem bankinn lánaði mest til, á eftir Svíþjóð og Finnlandi. Einnig var lánað tO norrænna verkefna á Indlandi, Malasíu, Tælandi, Indónes- íu, og Filippseyjum. Meðal annars var lánað til hitaveituverkefnis íslenska fyrirtækisins Virkis-Orkint í Kína í fyrra. En í hvaða greinar lánar NIB mest um þessar mundir? „Mikil gróska hefur verið á alþjóða- sviðinu, það er að segja í lánum til landa utan Norðurlandanna. Enn sem komið er eru þessi lán þó ekki nema 15 prósent af heild- arútlánunum, en 20 prósent af nýjum lánum fara nú í þessi alþjóðlegu verk- efni,“ segir Þor- steinn. Hann segir NIB ávallt hafa lánað mikið til orkufra- mkvæmda enda séu norræn fyrirtæki sterk á því sviði. Innan Norðurland- anna hefur aukning verið í lánum til sveitarfélaga. Það tengist aukinni áherslu á umhverfismál í lánastefnu bankans hin seinni ár. Nú sé til dæmis mikið lánað fyrir uppsetningu hreins- ikerfa sem nauðsynlegt þyki að setja upp í þéttbýli vegna umhverfissjónar- miða. Reykjavíkurborg tók slíkt lán fyrir dælustöðvunum sem risið hafa síðustu ár. Á þessu sviði hefur einnig tekist samvinna milli NIB og Lánasjóðs sveitarfélaga á ís- landi. Bankinn hefur lánað sjóðnum, sem síðan hefur endurlán- að til sveitarfélag- anna. Rannsóknir og þróunarstarfsemi, ásamt samgöngum, eru einnig svið sem ákveðið hefur verið að leggja aukna áherslu á. Fjárfestingarbank- BOSCH RAFGEYMAR BRÆÐURNIR DJ ŒMSSCMHF Lágmúla 9 - Sími 553 8825 braut 21

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.