Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Page 29

Frjáls verslun - 01.08.1995, Page 29
búðimar opnuðu. Síðan liðu 15 ár þar til veitingastaður opnaði undir sér- leyfi en eftir það fjölgaði þeim hægt en stöðugt. „Gríðarleg samkeppni ríkir í við- skiptum og atvinnurekendur standa frammi fyrir margs konar vandamál- um. Slæmt fjárhagsástand getur staðið í vegi fyrir því að áhugasamt og duglegt fólk fari út í sjálfstæðan at- vinnurekstur. Einnig getur hræðsla við sjálfstæðan rekstur komið í veg fyrir að fólk láti draum sinn um að verða sjálfs sín herrar rætast. Pen- ingaskortur getur einnig hijáð þá sem þegar eru komnir út í avinnurekstur en vantar að ná til stærri markhóps með því að opna útibú á nýjum mörk- uðum. í slíkri stöðu er sérleyfi einn vænlegasti kosturinn sem býðst. Ein- staklingurinn er þá hluti af kerfi og nýtur góðs af þeirri samvinnu sem af kerfinu stafar. Sérleyfi auðvelda ekki aðeins stofnun nýrra fyrirtækja held- ur eru minni líkur á að þessi fyrirtæki verði gjaldþrota. Reynslan hefur sýnt að um 70 prósent af nýjum sjálfstæð- um fyrirtækjum í Bandaríkjunum enda með gjaldþroti á fyrstu fimm rekstrarárunum en aðeins 4 prósent sérleyfisfyrirtækjanna. Sérleyfi er ein sú öruggasta og um leið áhættuminnsta leið sem til er fyrir fyrirtæki að stækka við sig og einnig fyrir fyrirtæki að lifa af harða samkeppni. Einstaklingar, sem vilja kaupa sérleyfi, vita yfirleitt að hveiju þeir ganga. Samningi milli sérleyfisgjafa og sérleyfistaka á að vera þannig háttað að báðir aðilar hagnist af honum. Sér- leyfisgjafi hagnast á því að vörur hans og þjónusta komast til viðskiptavina á markaðnum og á móti hagnast sér- leyfistaki á því að selja vörur eða koma þjónustu til viðskiptavina. Það, sem gerir þetta samband sérstakt og um leið árangursríkt, er að báðir aðil- ar þurfa að leggja sig fram til að árang- ur náist. Starfi sérleyfisgjafans er ekki lokið þegar hann skrifar undir samning við sérleyfistaka heldur þurfa báðir aðilar að vinna í samein- ingu til að árangur náist. Gott sam- starf og atorkusemi af beggja hálfu eru grundvallarforsendur velgengni," segir Guðrún. FREKARIÚTBREIÐSLA MARGREYNDS KERFIS Kostimir við viðskiptasérleyfi þykja augljósir, bæði fyrir sérleyfis- gjafa og sérleyfistaka. Með því að selja sérleyfi fyrir rekstri sínum er sérleyfisgjafi að stuðla að frekari útbreiðslu á vöru eða þjónustu sinni á hagkvæman hátt og með sem minnstum tilkostnaði og áhættu. Vexti fyrirtækisins er hraðað án þess að sérleyfisgjafi þurfi að leggja vinnu eða fjármagn í hann sjálf- ur. Sérleyfistaki fjármagnar rekstur- inn að öllu leyti og er eigandi rekst- ursins. Meiri líkur eru á að sérleyfis- taki sem eigandi helgi sig rekstrinum og leggi sig meira fram en ef hann væri launaður starfsmaður sérleyfis- gjafans. Loks skilar sérleyfissamn- ingur reglulegum greiðslum og hagn- aði til langs tíma. Fyrir sérleyfistaka eru helstu kost- imir þeir að hann veit að hverju hann gengur. Hann fær heildarkerfi sem búið er að þróa, reyna og staðla. Búið er að markaðsreyna vömna/þjónust- una og sýna fram á að hún virkar. Þá nýtur sérleyfistaki góðs af ímynd og viðskiptavild sem er til staðar hjá neytendum og birgjum. Ekki þarf að eyða dýrmætum tíma og fjármagni í að byggja upp ímynd og auglýsa sig og sérleyfistaki nýtur góðs af beinu og óbeinu auglýsingaefni sem sérleyfis- gjafi eða aðrir sérleyfistakar láta frá sér. Þá skiptir verulegu máli að sér- þínmiðstöð í INN- DG ÚTFLUTNIN GI Sérhæfð þjónusta á öllum sviðum inn- og útflutnings ■stvg TOLLVÖRUGEYMSLAN HF. Héðinsgata 1-3. 105 Reykjavík. sími: 5813411. fax: 5680211

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.