Frjáls verslun - 01.08.1995, Page 31
Skúli Sigfússon í Subway:
LOSNAÐIVIÐ AÐ FINNA UPP HJÓUÐ
ubway er nýjasta sérleyfis-
keðjan hér á landi, byrjaði
1993, en tveir staðir hafa
þegar opnað í Reykjavík. Subway
sérhæfir sig í sölu samloka sem
þykja mjög hollar af skyndibitafæði
að vera. Skúli Sigfusson, eigandi
Subway, kynntist keðjunni í Banda-
ríkjunum, þar sem hún er þekktust,
þegar hann var þar við nám. Hann
hafði aldrei komið nálægt rekstri
matsölustaða en sóttist eftir sér-
leyfissamningi.
„Það hafði töluvert að segja að ég
var menntaður í Bandaríkjunum og
þekkti Subway sem viðskiptavinur.
Hugmyndin varð til úti en varð fyrst
að alvöru hér heima þegar ég hafði
unnið hjá Landsbréfum í 2 ár. Það er
allt staðlað í okkar framleiðslu, enda
kæri ég mig ekki um allt of mikið
svigrúm. Þá er aðhaldið mjög gott
sem mér finnst kostur. Það eru um
11 þúsund Subway veitingastaðir í
Sérleyfistaki verður að standa und-
ir settum gæðakröfum varðandi vör-
ur og þjónustu og sýna fram á það í
gæðaeftirlitskönnun sérleyfisgjafa.
Þá þarf sérleyfistaki að láta af hendi
ákveðna peningaupphæð og regluleg-
ar greiðslur á meðan á samningstíma-
bilinu stendur. Sérleyfistaki gerir sér
ekki alltaf grein fyrir hvað hann er að
greiða ef framlag sérleyfisgjafa er
ekki mikið. Þá er sérleyfistaki stund-
um skyldaður til að kaupa vörur eða
þjónustu í gegnum sérleyfisgjafa á
kjörum sem eru ekki endilega þau
hagstæðustu á markaðnum. Loks
getur gott orðspor fyrirtækis eða
ímynd breyst vegna atburða sem sér-
leyfistaki hefur enga stjórn á, t.d.
vegna stefnumörkunar, pólitískrar af-
stöðu, misheppnaðrar auglýsingaher-
ferðar eða vegna stuðnings sérleyfis-
gjafa við sérhagsmunasamtök.
25 ÞÚSUND - 5 MILUÓNIR
Einstakir sérleyfissamningar eru
mismunandi hvað varðar réttindi og
skyldur sérleyfistaka og hversu sjálf-
Skúli í Subway. Það eru 11 þúsund
Subway veitingastaðir í heiminum.
heiminum og útbreiðslan byggir öll á
sérleyfi. Ég gekk beint inn í þróað
og margreynt ferli og losnaði við að
finna upp hjólið. Hefði ég ekki geng-
ist inn á öll skilyrði samningsins
hefði ég alveg eins getað opnað mitt
eigið. En það er mun áhættusam-
ara.“
Skúli segist mjög ánægður með
árangurinn hér heima. Samnings-
tíminn sé langur og það líki honum
vel. Þá sé þetta ekki bindandi á neik-
væðan hátt. „Ég get selt þegar mér
sýnist.“