Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Qupperneq 39

Frjáls verslun - 01.08.1995, Qupperneq 39
TIU NAUÐSYNLEGIR EIGINLEIKAR LEIÐTOGA INNRI STYRKUR: Hugsýn: Snúa metnaði í veruleika Sjálfstraust: Trúa á sjálfan sig Arangur: Einblína á út- komuna Hugrekki: Hvernig taka eigi áhættu Heilindi: Skapa trú- verðugleika ROBERT HELLER Bókin The Way to Win. YTRI STYRKUR: Hópvinna: Árangursrík samvinna Sýnileiki: Sýna gott for- dæmi Samskipti: Opnar boðleiðir Athygli: Hlusta og svara Skuldbinding: Fallast á velgengni ritstjóri tímaritsins „Management Today“ og skrifar nú sitt eigið við- skiptafréttabréf, Letter to Thinking Managers og kemur það út í hverjum mánuði. Will Carling er fyrirliði enska lands- liðsins í ruðningi (rugby), hann hefur próf frá háskólanum í Durham og þjálfun frá hernum, en er nú fram- kvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Insight Ltd. sem sérhæfir sig í starfsmanna- stjórnun. Will Carling er reyndar einn umtalaðasti Bretinn um þessar mund- ir (og þá er Hugh Grant meðtalinn!), en hann er meintur fylgisveinn Díönu prinsessu og hefur verið sagður einkaþjálfari hennar í líkamsrækt!!! UPPBYGGING OG EFNISTÖK Hugmyndin að bókinnni kemur frá útgefandanum, sem datt í hug að leiða saman þessa tvo „afreksmenn“ sem hafa ólíkan bakgrunn en eiga það sam- eiginlegt að hafa skarað fram úr á sínu sviði. Robert Heller leggur til dæmin úr viðskiptaheiminum en Will Carling tekur viðtölin við íþróttamennina og sameiginlega setja þeir kenningarnar saman. Rauður þráður bókarinnar er hvatinn og hugsunarhátturinn, sem liggur til grundvallar árangri afreks- manna og hvernig hann hefur verið nýttur í viðskiptaheiminum. Hér fáum við raunverulegar sögur úr viðskipt- um og íþróttum og kynnumst sameig- inlegum aðferðum íþrótta- og við- skiptamanna til að skara framúr og ná árangri, enda er undirtitill bókarinn- ar: Strategies for success in business and sport. Það eru 5 innri og 5 ytri þættir (sjá ramma með bókarkápu) sem hafa allt að segja um það hvernig þeir sem skara fram úr hafa nýtt þessa þætti. Þannig skiptist bókin í 10 efnis- flokka og samtals 30 kafla og eru þannig 3 kaflar í hverjum flokki; sá fyrsti segir sögu frægs íþróttamanns, annar tekur dæmi úr viðskiptaheimin- um og sá þriðji er hugleiðingar um efnisatriðin sem eru til umfjöllunar hverju sinni. Bókin segir frá þekktum mönnum með raunverulegum dæmum úr við- skiptaheiminum, um hugsunarhátt fýrirtækja um allan heim og hvað það var sem gerði það að verkum að þau náðu lengra en keppinautamir. Úr heimi íþrótta má nefna tug- þrautakappann Daley Thompson, hlauparann Sebastian Coe og knatt- spyrnusnillinginn Gary Lineker. Úr viðskiptaheiminum eru tekin dæmi af fyrirtækjum og þeim sem annað hvort hafa stofnað þau og/eða hafa veitt þeim forstöðu eins og Hewlett Pack- ard, Honda og Sir John Harvey-Jones og ICI (Imperial Chemical Indust- ries). Þrátt fyrir góða bók er hægt að finna veikan blett á henni og hann verður til þess að efnistökin verða einlit: Aðeins 1 kona er nefnd til sög- unnar, Tracy Edwards fyrir siglingar. Það er í raun furðulegt að svo sé þar sem konur hafa verið mjög áberandi í heimi afreksíþrótta um margra ára- tuga skeið og einnig er mjög auðvelt að fmna konur sem skara fram úr í viðskiptaheimi Breta, í anda bókar- innar, og skal þar nefna stofnanda The Body Shop, Anitu Roddick. UMFJÖLLUN Hugmyndin að bókinni er bráð- snjöll, þar sem að ljóst er að ekki eru eingöngu fjölmargir sameiginlegir þættir að baki velgengni á þessum tveimur sviðum (íþróttum og við- skiptum) heldur eru mjög margir í viðskiptaheiminum miklir áhugamenn um íþróttir. Þannig eiga lesendur mjög auðvelt með að sjá samhengið og hafa skoðun á efnistökum og dæmisögunum. Bókin er eins og best skrifuðu stjórnunarbækur geta verið; þær hafa „teoretískan“ grunn, skrifaðan á mannamáli af sérfræðingum, síðan eru nefnd raunhæf dæmi úr viðskipta- lífinu og loks, til þess að stór hluti almennings (alla vega í íþróttaóðum löndum eins og Bretlandi og íslandi) geti haft af henni einhvem skilning, er stuðst við heim íþróttana. Allir ættu þannig að hafa af henni einhverja skemmtun. 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.