Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.08.1995, Qupperneq 42
STJORNUN AD TILEINKA SÉR SKAPANDIHUGSUN Hugsuðurinn heimsþekkti, Edward de Bono, kemur til íslands og kennir stjórnendum að tileinka sér skapandi hugsun riðjudaginn 28. nóvember nk. verður dr. Edward de Bono með námsstefnu á vegum Stjómunarfélags íslands á Scandic Hótel Loftleiðum, frá kl. 9 til 16. Dr. Edward de Bono er talinn helsti hugs- uður heims á sviði skapandi hugsun- ar. Hann er höfundur 45 bóka á því sviði sem margar hafa náð metsölu og verið gefnar út á ijölmörgum tungu- málum. Óhætt er að segja að það sé sannkallaður hvalreki á ijörur ís- lenskra stjómenda að eiga þess nú kost að sækja námsstefnu dr. de Bono sem líklega er þekktasti fyrir- lesari sem til íslands hefur komið. Hann er afar eftirsóttur og háttlaun- aður fyrirlesari og ráðgjafi enda þykja námsstefnur hans með þeim allra bestu sem þekkjast. Meðal þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa sér þjónustu hans eru mörg stærstu og þekktustu fyrirtæki heims eins og British Airways, Exxon, Ford, General Foods, General Mot- ors, Ford, Bank of America, Citi- bank, Barclays, Heineken, Ericsson, IBM, Kodak, Procter & Gamble og Shell. NÝJAR LAUSNIR Á GÖMLUM VANDAMÁLUM Á námsstefnunni þann 28. nóv- ember n.k. mun dr. Edward de Bono ijalla um mannauð og virkjun hugvits — hvernig stjómendur geta leyst hugvitið úr læðingi. Skilaboð dr. Edwards de Bono eru þau að þörfin fyrir nýjar lausnir aukist í sama hlut- falli og samkeppnin í viðskiptalífinu. Það er ekki lengur nóg fyrir stjórn- endur að gera sömu hlutina betur. Dr. Edward de Bono verður á Hótel Loftleiðum þann 28. nóvember næstkomandi. „Ekki erfiðara að til- einka sér skapandi hugsun en að stunda íþróttir.“ Það er ekki heldur nóg fyrir þá að vera skilvirkir og leysa vandamál. Kröfur til þeirra eru orðnar miklu meiri. Stjórnendur í nútíma fyrir- tækja- og stofnanarekstri þurfa að til- einka sér ný vinnubrögð til að geta dafnað og mætt nýjum væntingum og breyttum þörfum viðskiptavinanna. ALLIR GETA TILEINKAÐ SÉR SKAPANDIHUGSUN Ætla mætti að skapandi hugsun sé aðeins á færi útvalinna einstaklinga. Því til staðfestingar er bent á öfga- kennd dæmi um einstaklinga sem höfðu gríðarlega sköpunargáfu, hver á sínu sviði: Einstein, Michelangelo eða Newton eru dæmi um slíka ein- staklinga. Þá eru aðrir sem telja að skapandi hugsun ætti að tengjast listaheiminum en ekki menntun á neinn hátt. En þessar staðhæfmgar eru ekki réttar að mati Dr. de Bono. Skapandi hugsun er svarið fyrir fyrirtæki því nærri hvert einasta stór- fyrirtæki í Bandaríkjunum auglýsir sig sem skapandi fyrirtæki. Dr. de Bono telur hins vegar að slíkt sé meira í orði en á borði. Sköpunargáfu sé ekki fylgt nægilega eftir innan fyrirtækja þrátt fyrir áhuga stjómenda. Svipað er upp á teningnum í Evrópu. Ekki er langt síðan að í álfunni var að finna vaxtar- brodda í tækninýjungum. Nú er öldin önnur og Evrópubúar verða í auknum mæli að sætta sig við yfirburði Asíu- landa, og einnig Bandaríkjanna, á sviði viðskipta og tækni. Er þá ein- hver munur á hugviti Vesturlandabúa og Austurlandabúa? VANDAMÁLIN LEYST Á ÓLÍKAN HÁTT Að áliti Dr. de Bono er skapandi hugsun notuð í þeim tilgangi að finna betri leiðir eða úrbót, á þeim vanda- málum sem þarf að leysa. Vandamálin geta verið margvísleg. Til að mynda standa íslensk fyrirtæki oft frammi fyrir því hve markaðurinn heima fyrir er lítill. í vestrænum löndum er sífellt verið að leysa vandamál, sýna fram á að einhver hafi rangt fyrir sér, leið- rétta mistök og svo framvegis. r þá sem leita nýrra leiða. Flest fólk getur þróað með sér skapandi hugsun og hana er auðvelt að læra. Dr. Edward de Bono telur að ekki sé erfiðara að tileinka sér skapandi hugsun en að læra stærðfræði eða stunda íþróttir. 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.