Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Page 44

Frjáls verslun - 01.08.1995, Page 44
Hlutabréfavísitala VÍB. „Dalurinn djúpi“ var 14. janúar 1994. Þá náði hlutabréfavísitalan lágmarki eftir stöðuga lækkun frá um miðju ári 1991. Hlutabréfamarkaðurinn: HAMPIÐJUBRÉFIN HÆKKA MEST FRÁ „DALNUM DJÚPA“ Hlutabréf í Hamþiðjunni hafa hækkað mest í verði á hlutabréfamarkaði frá því hlutabréfavísitala VÍB náði lágmarki 14. janúar 1994. Hækkunin nálgast þreföldun Hjárfesting í hlutabréfum er af flestum talin vera langtíma- fjárfesting. Oft er það þó svo að fjárfestar kaupa og selja hlutabréf með skammtímasjónarmið í huga. Þeir reyna að kaupa hlutabréf þegar verðið er lægst og selja þegar það er í hámarki. Slík kaupmennska hefur gjaman verið nefnd spákaup- mennska. íslenski hlutabréfamarkaðurinn er ungur að ámm og sveiflur á honum spanna ekki yfir langt tímabil. Fyrsta hlutabréfavísitalan, sem birt var á ís- landi, var hlutabréfavísitala VÍB. Byrjað var að skrá hana reglulega í byrjun ársins 1987. Þess vegna er stuðst við hana hér í þessari grein. Þegar VÍB-hlutabréfavísitalan er skoðuð sést að hún hækkaði samfellt fyrstu árin, eða allt fram á seinni hluta ársins 1991. Þá kom vendipunktur, hún byrjaði að lækka. Hún lækkaði síðan nær stöðugt fram í janúar 1994. Að vísu kom kippur upp um miðjan desember 1993 en hann fjaraði tiltölu- lega fljótt út. Vísitalan náði lágmarki hinn 14. janúar 1994. Þann dag var „dalur“ vísitölunnar lægstur. Síðan hefur leiðin legið til „fjalla", upp á við. Og hlutabréfavísitalan er enn að hækka. Miðað við þá hugsun spákaup- manna að kaupa hlutabréf þegar verð- ið er í lágmarki og selja aftur þegar verðið er í hámarki er fróðlegt að skoða hækkun hlutabréfa í fyrirtækj- um á íslenska hlutabréfamarkaðnum frá því hlutabréfavísitala VÍB náði lág- 44

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.