Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 46
NÆRMYND Gunnar M. Hansson, forstjóri Nýherja, í nærmynd Frjálsrar verslunar: FÁGAÐUR HARÐJAXL Gunnar þykir gífurlega fyiginn sér í viðskiptum og stefnufastur. Sem stjórnandi er hann sagður kunna öðrum mönnum betur að „kalla menn inn á teppiðu ánþess að undan svíði unnar M. Hansson, forstjóri fyrirtækisins Nýherja, hefur um árabil verið meðal áber- andi manna í íslensku viðskiptalífi. Hann hefur stýrt stórum fyrirtækjum og látið nokkuð til sín taka í félagslífi tengdu viðskiptalífmu. Nú síðast ber- ast þær fréttir að Nýherji sé einn stærsti þátttakandinn í Stöð 3, nýrri sjónvarpsstöð sem fer senn að birtast á skjám landsmanna. Gunnar Magnús Hansson fæddist 13. júlí árið 1944 og telst því fæddur undir áhrifum Krabbamerkisins. Þann dag er Margrétarmessa sem kennd er við heilaga Margréti frá Antiokkíu sem komst í tölu dýrlinga fyrir dyggðir og hreinlífi. Himnarýnar segja að það sé viðkvæmt og skiln- ingsríkt fólk, greint og gáfað en hlé- drægt. Það er sagt um Krabbafólk að það, í líkingu við einkennisdýr merk- isins, fari ekki alltaf beina leið að settu marki heldur gangi jafnvel aftur á bak og út á hlið en þótt stefnan virðist skrýtin veit Krabbinn ávallt hvert hann ætlar sér. Gunnar Magnús er af íslenskum embættismannaættum. Móðir hans var Guðrún Hafstein fædd 1919 í Þórshöfn í Færeyjum. Foreldrar hennar voru Gunnar Magnús Haf- MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON Nafn: Gunnar Magnús Hansson. Starf: Forstjóri Nýfierja. Aldur: 51 árs. Fjölskylduhagir: Kvæntur Gunnhildi Sigurbjörgu Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. Foreldrar: Hans fldolf Hjartarson og Guðrún Hafstein. Áhugamál: Hestamennska og tónlist. Stjórnandi: Fylginn sér og stefnufastur. stein, bankastjóri í Þórshöfa, og Nielsina Hafstein húsmóðir en Gunn- ar Hafstein var bróðir Hannesar, ráð- herra og skálds. Faðir Gunnars var Hans Adolf Hjartarson, framkvæmdastjóri í Reykjavík en hann lést þegar Gunnar var aðeins sex ára og það kom því í hlut móðurinnar að ala bömin upp. Gunnar á einn bróður, tveimur ár- um yngri, sem heitir Hjörtur og er verkfræðingur. Gunnar Magnús NÆRMYND eftir Pál Ásgeirsson gekk menntaveginn til stúdentsprófs í Verslunarskólanum og útskrifaðist þaðan 1965. Þaðan lá leiðin í Háskóla íslands til náms í viðskiptafræði sem lauk 1969. Þaðan lá leið Gunnars til IBM á íslandi. Árið 1973 var haldið utan til starfsþjálfunar og síðan starfa hjá risafyrirtækinu IBM sem aðallega er frægt fyrir framleiðslu á tölvum og var á þessum tíma í fararbroddi á því sviði í heiminum. Fyrst dvaldist Gunnar í höfuð- stöðvum IBM í Danmörku í eitt ár en þá lá leiðin til Parísar þar sem hann starfaði í höfuðstöðvum IBM í Evrópu hjá IBM í rúm tvö ár, frá 1974 til 1976, en þá fluttist hann aftur heim til íslands og gerðist sölustjóri hjá IBM á íslandi. Því starfi gegndi hann til 1982. IBM á íslandi var upphaflega stofnað 1967 og fyrsti forstjóri þes var Ottó A. Michelsen en fyrirtæki hans Skrifstofuvélar hafði áður verið umboðsaðili fyrir IBM. Gunnar varð síðan forstjóri IBM á íslandi 1982 og stýrði því fyrirtæki allt til 1992. Þá urðu þáttaskil í rekstrinum sem tengdust endurskipulagninu IBM um allan heim. 2. aprfl 1992 var Nýherji hf. stofnaður. Hluthafar voru IBM í Danmörku, Draupnissjóðurinn, Vog- un hf. nokkrir stjómendur IBM á ís- 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.