Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Síða 48

Frjáls verslun - 01.08.1995, Síða 48
NÆRMYND SLEPPIR EKKI GÓÐRI HUGMYND „Gunnar er fylginn sér og fær oft góðar hugmyndir sem hann sleppir ekki hendinni af fyrr en hann sér þær verða að veruleika. Hann er traustur og áreiðanlegur, kröfuharður á sjálfan sig og aðra og metnaðargjarn fyrir hönd þess fyrirtækis sem hann vinnur fyrir. “ - Hjörtur Hansson, bróðir Gunnars. Eftir nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands árið 1969 hóf Gunnar störf hjá IBM á íslandi. Árið 1973 hélt hann utan til starfsþjálfunar og síðar starfa hjá IBM. Fyrst var hann í eitt ár hjá IBM í Danmörku en þaðan lá leiðin til Parísar þar sem hann starfaði í höfuðstöðvum IBM í Evrópu í rúm tvö ár, frá 1974 til 1976. Þá fluttist hann til íslands og gerðist sölustjóri hjá IBM á Islandi. landi og síðast en ekki síst Óli Kr. Sigurðsson heitinn, sem oftast var kenndur við Olís, en hann hafði eign- ast Skrifstofuvélar Gísla J. Johnsen hf. þegar það fyrirtæki varð gjald- þrota. Þar lágu leiðir Skrifstofuvéla og IBM saman á ný og hringurinn lokaðist aftur. Nýherji er afar öflugt fyrirtæki sem hefur keypt nokkur önnur fyrirtæki á undafömum árum og er starfrækt á fjórum stöðum í Reykjavík. Gunnar er kvæntur Gunnhildi Sig- urbjörgu Jónsdóttur skólasafnskenn- ara. Hún er dóttir Brynhildar Þor- steinsdóttur húsmóður og Jóns S. Loftssonar forstjóra en þau Gunnar kynntust þegar þau voru saman í Verslunarskólanum. Þau eiga saman tvö böm. Guðrún Björk f. 1967 er kerfisfræðingur og Hilmar f. 1971 við- skiptafræðingur. Gunnar hefur látið nokkuð til sín taka í félagsmálum. Hann sat í stjóm Körfuknattleikssambands íslands en hann þótti liðtækur körfuboltamaður á yngri árum, enda hávaxinn í rúmu meðallagi. Hann var í stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga 1972 til ’73 og sat í stjóm íslensk- Ameríska við- skiptaklúbbsins frá 1984 og í vara- stjórn Verslunarráðsins frá 1984 til ’86 og í framkvæmdastjórn sama ráðs 1986 til 1988. Hann var gjaldkeri Krabbameinsfélags íslands 1986 til 1991. Gunnar hefur skrifað tvær kennslubækur í bókfærslu fyrir grunn- og framhaldsskóla ásamt Jóni G. Zoega og einnig skrifaði hann kennslubókina Hvað er tölva? sem kom út 1977 og margir þekkja. Enn er ótalið að Gunnar hefur verið varaformaður Styrktarfélags ís- lensku Óperunnar frá 1988 en hann hefur tekið mjög virkan þátt í lista- og menningarlífinu á undanfömum árum og er ótvírætt í hópi þess fólks sem stundum er í gamni kallað „Frumsýn- ingarmafían. “ Eins og nafnið bendir til er þetta sá hópur fólks sem jafnan 48

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.