Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Page 49

Frjáls verslun - 01.08.1995, Page 49
mætir á frumsýningar stóru leikhús- anna og Óperunnar og er tíðir gestir á hvers konar tónleikum, málverka- sýningum og yfirleitt alls staðar þar sem listagyðjan er dýrkuð í einni eða annarri mynd. Heimildir Frjálsrar verslunar herma að af listgreinunum sé tónlist, nánar tiltekið óperur, í hvað mestu uppáhaldi hjá Gunnari og hafa á síðari árum aðrar listgreinar vikið fyrir henni. ALINN UPP Á MELUNUM Gunnar Magnús ólst upp vestur á Melum á árunum eftir stríðið þegar glæsileg íslandsmet og afrek voru unnin í frjálsum íþróttum á Melavell- inum og kalda stríðið geisaði í heimin- um eins og Þórbergur gerði ódauð- legt í Sálminum um blómið en sögu- svið þeirrar bókar er einmitt við Hringbraut og Mela. Gunnar ólst upp við leiki í fjöru og dúfnarækt eins og dæmigert borgarbam en á sumrum var hann áhvítbotna gúmmískóm í sveit að Hurðarbaki í Reykholtsdal í Borgarfirði hjá Bjarna bónda Þor- steinssyni og Sigríði Sigurjónsdóttur í Verslunarskólanum lauk fékkst hann lítiUega við kennslu í Hagaskóla. Tónlistin varð Gunnari snemma hugstæð en hann lagði stund á píanó- nám í æsku og þótti nokkuð liðtækur píanónemandi þótt enginn hafi hann heyrt snerta píanó nú um árabil. Hann var og virkur meðlimur í Lúðrasveit Vesturbæjar, einni fyrstu drengja- lúðrasveitinni sem sett var á stofn, og lék þar á túpu og vakti verðskuldaða athygli fyrir tök sín á þessu háværa og dimmraddaða liljóðfæri. Úr Lúðra- sveit Vesturbæjar fóm Gunnar og túpan upp í Lúðrasveit Reykjavíkur þar sem hann lék um nokkurra ára skeið. Tómstundir Gunnars fara að stór- um hluta í tónlist og hesta. Tónlistar- innar nýtur hann í Óperunni og víðar en eins og fram hefur komið er hann virkur óperugestur á fleiri en einn hátt.Hann og kona hans eiga fjóra hesta og hesthús í Víðidal sem taka mikinn tíma. Þau hjónin eru félagar í óformlegum klúbbi hestamanna sem farið hefur í nokkrar lengri hestaferð- ir á summm, einkum í slagtogi við Jóhannsson athafnaskáld, sem oft er kenndur við Ásmundarstaði, og Þor- stein Ingólfsson, sendiherra í Bmss- el. Þessir eru allir aldavinir. „Gunnar er fylginn sér og fær oft góðar hugmyndir sem hann sleppir ekki frá sér af fyrr en hann sér þær verða að veruleika. Hann er traustur og áreiðanlegur, kröfuharður á sjálfan sig og aðra og metnaðargjam fyrir hönd þess fyrirtækis sem hann vinnur fyrir,“ sagði Hjörtur Hansson, bróðir hans, í samtali við blaðið. „Hann Gunnar er ákaflega sjarmer- andi maður og kúltíveraður í allri framkomu. En það er rétt að láta það ekki villa sér sýn því hann er mjög ákveðinn og kröfuharður. Ég myndi segja að hann væri afar fágaður harð- jaxl. Hann kann öðmm betur að skamma menn þannig að undan svíði án þess að vera persónulega ósvíf- inn,“ sagði maður sem hefur þekkt Gunnar lengi á vettvangi viðskipta- lífsins. Gunnar er sagður góður mann- þekkjari í vinnu og óragur við að láta menn bera ábyrgð á einstökum verk- LÆRÐI SNEMMA AÐ BJARGA SÉR Gunnar varð snemma liðtækur í viðskiptum enda átti sonur einstæðrar móður í Vesturbænum ekki alltaf vasapening og lærði því snemma að bjarga sér. En Gunnar missti föður sinn þegar hann var aðeins 6 ára. Þeir bræður bjuggu til póstkort og seldu í búðir og Gunnar leigði tækjasal í Tívolíinu í Vatnsmýrinni þegar hann var aðeins sextán ára og rak fyrir eigin reikning. sem voru kunningjar foreldra Gunn- ars. Gunnar lagði stund á íþróttir í æsku og á unglingsárunum. Hann lék knattspyrnu og körfubolta með KR og þótti nokkuð efnilegur körfubolta- maður en lagði iðkun þeirrar skanka- löngu íþróttar á hilluna eftir meiðsli. Gunnar varð snemma liðtækur í viðskiptum enda átti sonur einstæðr- ar móður í Vesturbænum ekki alltaf vasapening og lærði því snemma að bjarga sér. Þeir bræður bjuggu til póstkort og seldu í búðir og Gunnar leigði leikjasali í Tívolíinu í Vatnsmýr- inni þegar hann var aðeins sextán ára og rak fyrir eigin reikning. Meðfram skólanum á sumrin fékkst Gunnar við margvísleg störf bæði síldarat á Seyðisfirði, vann í banka, seldi bíla og fékkst við margt fleira. Þegar náminu hinn rómaða hestamann Einar Bolla- son, frumkvöðul ferðamennsku á hestbaki. Helstu kunningjar Gunnars í röðum hestamanna eru t.d. Valur Valsson bankastjóri og Eggert Hauksson, forstjóri í Plastprent og Sveinn R. Eyjólfsson stjómarformað- ur Frjálsrar fjölmiðlunar. Þau hjónin hafa áhuga á útiveru og ferðalögum og eiga sumarhús á Þing- völlum sem þau sækjast eftir að dvelja í. Þar iðka þau gönguferðir um nágrennið og slaka á fjarri skarkala borgarlífsins. Gunnar Magnús er félagi í Rotary- klúbbi Reykjavíkur og hefur mætt nokkuð reglulega þar á fundi. Meðal helstu vina Gunnars má nefna Ólaf Baldur Ólafsson útgerðar- mann í Miðnesi í Sandgerði, Gunnar efnum og gefa þeim lausan tauminn en fylgjast samt með án þess að það líti út eins og afskipti. Þetta kunna margir að meta en þó eru ekki allir sem þola slík vinnubrögð. Það fylgir nefnilega sá böggull skammrifi, að rétt eins og Gunnar Magnús gleymir aldrei að hrósa mönnum fyrir það sem honum finnst vel gert, þá er hann óhræddur við að láta menn hafa það óþvegið ef þeir standa ekki undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin. Við slík tækifæri segir hann mönnum til syndanna skýrt og skorinort og lýsir fufiri ábyrgð á hendur þeim. Þetta þola ekki allir og því eru menn mis- jafnlega hrifnir af Gunnari sem yfir- manni eins og við er að búast. Samstarfsmenn Gunnars segja að hann sé gífurlega fylginn sér og

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.