Frjáls verslun - 01.08.1995, Síða 52
ERLENDIR FRETTAMOLAR
SKOÐUNARFERDIR UM BANDARÍSK FYRIRTÆKI
Bandarísk fyrirtæki eru farin að
bjóða upp á „skoðunarferðir“, þar
sem tilgangurinn er að kynna starf-
semi fyrirtækjanna fyrir utanaðkom-
andi aðilum. Framkvæmdastjórar
annarra fyrirtækja t.d. sitja þá meðal
„áhorfenda“ á fundi æðstu stjómenda
fyrirtækisins, þar sem tölur og önnur
mál reksturs eru rædd. Fyrirtæki
eins og Walt Disney býður upp á fjór-
ar „ferðir“ um hinar ýmsu hliðar
rekstursins, þar sem verðið er 2.295
doOarar fyrir þrjá og hálfan dag. Önn-
ur fyrirtæki eins og AT&T, Federal
Express, Motorola, o.fl. bjóða upp á
„ferðir" í sama tilgangi.
Fyrirtæki eins og Walt Disney býður
upp á fjórðar „ferðir“ um rekstur
sinn.
FLEIRI
Gianfranco Donati hjá
Ferðamálaráði Rimini á
Ítalíu, segir íbúa Austur-
Evrópu flykkjast á strendur
Adríahafsins og 300% aukn-
ingu hafa orðið frá fyrra ári.
Slegin hafa verið seinni ára
met í fjölda ferðamanna í Bret-
landi, Ítalíu og á Spáni í sumar.
Ferðamannastraumur eykst frá
löndum Austur-Evrópu og Asíu
til Vestur-Evrópulanda.
F
FERÐAST
Flugfélög hafa tOkynnt metfjölda far-
þega og hótelgisting hefur vaxið um
5% í Evrópu almennt. Robert A.
Hollier hjá Ferðmálaráði Evrópu seg-
ir met í fjölda erlendra ferðamanna
verða líklega slegið í ár, en það var 20
miOjónir á sl. ári. Þróunin er þó sú að
tekjur Evrópu af ferðamannaiðnaði
heimsins hafa minnkað úr 53% fyrir 5
ámm í 47% nú, eða í 150 milljarða
doOara á sl. ári. Vöxturinn í Evrópu í
framtíðinni er talin verða í ferða-
mönnum frá löndum Asíu, eins og
Suður-Kóreu, Kína, o.fl., auk þess
sem Japanir hafa þegar sett mark sitt
á strauminn þaðan.
MALSVARI FJARFESTAI ÞYSKALANDI
Hinn 43 ára gamli Ekkehard Weng-
er, prófessor í banka- og fjármála-
fræðum við Wurzburgarháskóla í
Þýskalandi, fór af forvitni á fyrsta
ársfund sinn hjá fyrirtæki 1987. Síðan
þá hefur hann gerst málsvari fjárfesta
því „það ergir mig að sjá hversu mOdð
af peningum hluthafa er kastað á glæ,
og það neyðir mig tO að bregðast við“,
TEXTI: STEFÁN FRIÐGEIRSSON
segir hann. Deutsche Bank og Daiml-
er Benz m.a. hafa fengið tóninn frá
Wenger, og um árabO reri hann einn í
þessum efnum, en hefur nú fengið
stuðning annarra hópa fjárfesta, sem
sett hafa þrýsting á stjómendur
þýskra fyrirtækja um bætta við-
skiptamenningu.
52