Frjáls verslun - 01.07.1996, Page 20
Jón Ólafsson, stjórnarformaður íslenska útvarpsfélags-
ins, mun leiða baráttu Stöðvar 2 við Stöð 3 í vetur.
stofu sem styrkir ímyndina því íslendingar eru fréttaþyrst
þjóð. Á móti kemur að mjög dýrt er að halda úti góðri
fréttastofu. Þá hefur Stöð 2 nýlega endumýjað samninga
við sex stórfyrirtæki í kvikmyndaheiminum um einkarétt á
sýningum í áskriftarsjónvarpi á íslandi. Það er því ljóst að
herbragð íslenska útvarpsfélagsins á næstu mánuðum
verður fyrst og fremst vamarleikur, að missa ekki áskrif-
endur - halda sínu striki.
LYKLAMÁL STÖÐVAR 3 ERU MEÐ ÓLÍKINDUM
Það verður að segjast eins og er að myndlyklamál
Stöðvar 3 síðastliðna tíu mánuði eru með ólíkindum. Þau
er farsi. Stöðugt hefur verið sagt að myndlyklarnir væru
að koma en ekkert hefur gerst. Bandaríska fyrirtækið
Veltech hefur svikið samninga. Það hefur kostað stöðina
stórfé þar sem ekki hefur verið hægt að innheimta áskrift.
Fyrir vikið hefur mikill taprekstur síðustu mánuða gengið
mjög á hlutafé stöðvarinnar. Vissulega má spyrja sig hvers
vegna Stöð 3 hóf rekstur af fullum krafti í fyrrahaust án
þess að myndlyklamálin, sjálft lykilatriðið, væru á hreinu -
áður en myndlyklarnir væm í hendi og komin reynsla á þá.
Bandaríska fyrirtækið Veltech er með myndlykil sem
gengur upp í Bandaríkjunum, fjölrásalykil með Pay per
view kerfi. Veltech hefur hins vegar ekki tekist aðyfirfæra
lausnina á PAL-kerfið sem notast er við í Evrópu. í upphafi
töldu Veltech-menn það hins vegar auðvelt. Það hefur
Jafet Ólafsson hætti skyndilega í byrjun þessa árs sem
framkvæmdastjóri íslenska útvarpsfélagsins.
bara ekki gengið upp - og fyrir það hefur Stöð 3 sviðið.
Á dögunum rifti síðan Stöð 3 öllum samningum við
Veltech og samdi við evrópskt fyrirtæki um myndlykla.
Þeir lyklar eru ekki ijölrása. Engu að síður em þeir með
Pay per view kerfi sem býður upp á sérstaka bíómynda- og
þáttasölu, „myndbandaleigu með heimsendingarþjón-
ustu“. Þetta gefur Stöð 3 kost á aukatekjum. Stöðin aug-
lýsir þær bíómyndir, sem hún ætlar að sýna í þessu kerfi,
og áskrifendur panta síðan í gegnum myndlykilinn þá bíó-
mynd sem þeir ætla að sjá. Þessi þjónusta kemur til
viðbótar við hefðbundna dagskrá Stöðvar 3.
Vert er að minna á að goggunarröð bíómynda er sú að
fyrst er hún sýnd í bíó. Síðan líða sex mánuðir áður en
hægt er að setja hana á myndbandaleigu og síðan aðrir sex
mánuðir áður en hún getur farið í þáttasölu, Pay per view.
Loks líða aðrir sex mánuðir áður en hún fer til sýnis í
áskriftarstöðvum eins og Stöð 2 og Stöð 3.
Ætla má að það komi tiltölulega fljótt í ljós hvort fólk
gleypi við þáttasölu Stöðvar 3, Pay per view kerfmu, en
ætlunin er að opna fyrir sölu hennar í desember. Forráða-
menn stöðvarinnar hafa hins vegar sagt að samkvæmt
markaðsrannsóknum sé mikill áhugi á Pay per view kerf-
inu og það verði sterkt vopn í því stríði sem blasi við. Engu
að síður hefur samkeppnisforskot Stöðvar 3 minnkað til
muna við að geta ekki boðið upp á fjölrásamyndlykla. En
slíkir lyklar gefa færi á að horfa á mismunandi stöðvar á
PAY PER VIEW MYNDLYKILL
Helsta vopn Stöðvar 3 virðist liggja í fjölbreyttari myndlykli, svonefndum Pay per view
myndlykli, sem gefur færi á sérstakri bíómynda- og þáttasölu þar sem notandinn
greiðir fyrir hverja sýningu. En fjölbreyttari myndlykill dugir vart til. Stöð 3 þarf að vera
hagkvæmari og betur rekin en Stöð 2 - hafa hlutfallslega færri starfsmenn, betri
tæknibúnað og svo framvegis - ætli hún að bíta frá sér af einhverri alvöru.
20