Frjáls verslun - 01.07.1996, Side 21
Úlfar Steindórsson hætti nýlega sem sjónvarpsstjóri
Stöðvar 3. Hann heldur út til Spánar til að stýra dóttur-
fyrirtæki SÍF.
Eyjólfur Sveinsson, íyrrum aðstoðarmaður Davíðs
Oddssonar, tók formlega við sem framkvæmdastjóri DV
um síðustu áramót.
sama tíma, - hægt er að horfa á margar stöðvar í einu á
heimilinu svo fremi sem nægilegur fjöldi sjónvarpstækja
er fyrir hendi.
Þrátt fyrir að Stöð 3 hafi ekki getað ruglað dagskrá sína
og innheimt áskriftargjöld frá því hún fór í loftið sl. haust
hafa um 28 þúsund heimili fengið aðgang að loftneti frá
stöðinni, auk þess er áætlað að um 10 til 15 þúsund heimili
til viðbótar hafi aðgang að örbylgjuloftneti og geti náð
sendingum stöðvarinnar. Þetta kemur stöðinni mjög til
góða í stríði komandi mánuða, sem og að margir hafa horft
á dagskrá hennar í marga mánuði - og því þarf ekki að
kynna hana jafn mikið.
STÖÐ 2 MUN SVflRA AF HÖRKU
Ætla verður að íslenska útvarpsfélagið, Stöð 2 og Sýn,
með Jón Ólafsson í fararbroddi, muni örugglega ekkert
gefa eftir í slagnum við Stöð 3. Tekið verður á af öllu afli.
Raunar setti félagið strax í fluggírinn í fyrrahaust, þegar
Stöð 3 byrjaði útsendingar, og setti Sýn á fullt skrið. Réð
félagið Pál Magnússon tO að stýra Sýn en Páll er með mikla
reynslu af sjónvarpsrekstri. Söfnun áskrifta að Sýn sl.
vetur var með miklum blóma og ævintýri líkust á tímabili -
þegar nokkur þúsund manns gerðust áskrifendur vegna
keppni um heimsmeistaratitilinn íþungavigt í hnefaleikum.
Á boxaramáli má segja að íslenska útvarpsfélagið hafi
unnið fyrstu lotuna í fyrrahaust.
Sýn og Stöð 3 eru með tiltölulega keimlíkar dagskrár.
Þær bjóða upp á skemmtiþætti, bíómyndir ogíþróttir, auk
þess sem áskrift að gervihnattastöðvum er innifalin. Fleiri
gervihnattastöðvar fylgja hins vegar Sýn en Stöð 3. Stöð 3
PRÓFANÁM - FRÍSTUNDANÁM
Öldungadeild á grunn- og framhaldsskólastigi. Fjölbreytt tungumálanám.
Verklegar greinar og myndlistarnámskeið. Námsaðstoð fyrir skólafólk.
Kennsla fyrir börn í dönsku, norsku, sænsku, þýsku og leiklist.
Sérkennsla í lestri og skrift.
Upplýsingar ísímum: 551 2992 og 551 4106.
Kennsla fer fram í Miðbœjarskóla, Fríkirkjuvegi 1 og í Mjódd.
SVO LENGl LÆRIR SEM LIFIR!
21