Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Síða 46

Frjáls verslun - 01.07.1996, Síða 46
segja að hið pólitíska eðli forseta- kosninga hafi komið fram á þann hátt, að þá hafi þjóðin jafnan hafnað þeim frambjóðendum sem stóðu næst ráð- andi öflum í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Jón Baldvin orðar þetta þannig: „í forsetakosningum fær þjóðin útrás fyrir þá þörf sína að setja valdaklík- unni í þjóðfélaginu stólinn fyrir dyrn- ar, þannig að hún sölsi ekki allt undir sig. Þá getur þjóðin gert uppreisn, vegna þess að forsetakosningar snúast ekki um raunveruleg völd. Þá fær hún tækifæri til að segja þeim, sem fara með völdin, að þessu ætli hún að ráða.“ HIÐ SÖGULEGA SAMHENGI Þessi tilgáta virðist standast vel ef skoðaðar eru þær forsetakosningar sem fram hafa farið frá lýðveldisstofn- un. Kosning Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins, fellur að En hafi forsetakosningar 1952 verið uppgjör gegn ríkjandi valdakerfi og flokksræði, þá voru næstu for- setakosningar 1968 það enn frekar. Gunnar Thoroddsen bauð sig þá fram til forseta, en varð að sæta því að lúta í lægra haldi fyrir Kristjáni Eldjám þjóðminjaverði, sem helst hafði verið orðaður við stuðning við Framsókn- arflokkinn en hafði þó lítt haft sig í frammi í stjómmálum. Kristján sigr- aði með algerum yfirburðum og fékk 65,6 % atkvæða, en Gunnar aðeins 34,4%. Gunnar hefur vafalítið goldið þess að margir sjálfstæðismenn höfðu ekki fyrirgefið honum að hafa vikist undan flokksmerkjum í forseta- kosningunum 1952, en hitt hefur þó ráðið meiru að þjóðin var ekki hrifin af þeirri tilhugsun að innleiða einskonar ættarveldi að Bessastöðum, með því að láta hann taka við forsetaembætt- inu af tengdaföður sínum. Þá hefur árs 1980, í andstöðu við vilja for- manns Sjálfstæðisflokksins og meiri- hluta þingflokksins. Fylgi sjálfstæðis- manna dreifðist því ýmist á Albert, Pétur Thorsteinsson sendiherra eða Guðlaug Þorvaldsson, fyrrum Há- skólarektor. En það var á endanum sá frambjóðandi sem stóð fjærst öllum valdaöflum, Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri, sem sigraði með naum- um meirihluta. Vigdís fékk 33,8 % atkvæða og munaði aðeins tæpum 2 þúsund atkvæðum á henni og Guð- laugi. HVERJU BREYTTU FYRRIKOSNINGAR? En þá liggur næst fyrir að spyrja hvort þessar pólitísku kúvendingar þjóðarinnar í forsetakosningum hafi skilað sér í þeim alþingiskosningum sem á eftir komu. Þegar litið er á meðfylgjandi mynd af úrslitum þing- kosninga á þessum tíma, er augljóst ÚRSLITIN G-LISTA EKKITIL FRAMDRÁTTAR? Fátt bendir til að úrslit forsetakosninganna verði Alþýðubandalaginu til mikiis framdráttar heldur er þvert á móti ýmislegt sem bendir til hins gagnstæða. Framboð Ólafs Ragnars ýfði til að mynda upp ágreininginn innan flokksins. vísu ekki undir þetta, þar sem hann var fyrst kjörinn af Alþingi á lýðveldis- hátíðinni 1944, en sat síðan sjálfkjör- inn í embætti þar til hann lést. Þjóðin fékk því fyrst að velja forseta í kosn- ingunum 1952 og þá voru atkvæða- mestu frambjóðendumir annars veg- ar Ásgeir Ásgeirsson sem verið hafði þingmaður fyrir bæði Framsóknar- flokk og Alþýðuflokk og um skeið for- sætisráðherra, en hins vegar séra Bjami Jónsson Dómkirkjuprestur. Þótt Ásgeir væri vissulega hluti valdakerfisins, eins og bakgmnnur hans bendir til, var séra Bjarni það enn frekar, því hann var opinberlega studdur til embættisins af bæði Sjálf- stæðisflokki og Framsóknarflokki sem þá sátu saman í ríkisstjóm. Gunnar Thoroddsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem var tengda- sonur Ásgeirs, rauf þó samstöðu flokksins í þessu máli og barðist fyrir kjöri tengdaföður síns. Sá klofningur átti vafalaust mikinn þátt í að Ásgeir sigraði með naumindum og hlaut 46,7% atkvæða, en séra Bjami fékk 44,1%. það heldur ekki orðið honum til fram- dráttar að samstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, eða svonefnd Viðreisnarstjóm, hafði þá setið að völdum í samfleytt 9 ár. Gunnar hafði áður verið fjármálaráðherra þeirrar stjómar og hafði því enn frekar á sér ímynd fulltrúa þeima sem með völdin fóm. Klofningur sjálfstæðismanna í kringum Gunnar Thoroddsen var reyndar einnig afgerandi þáttur í for- setakosningunum 1980, sem voru að því leyti flóknari að þar stóð baráttan á milli fjögurra frambjóðenda. Einn frambjóðenda, Albert Guðmundsson þá heildsali, borgarfulltrúi og þing- maður Sjálfstæðisflokksins, reyndi sérstaklega að draga upp mynd af sér sem talsmanni hins almenna borgara gegn valdakerfinu eða „vini litla mannsins" eins og hann orðaði það gjarnan. En sú mynd virkaði ekki sannfærandi fyrir landsbyggðarfólk. Auk þess hafði Albert glatað trausti stórs hluta sjálfstæðismanna með því að styðja ríkisstjórn sem Gunnar Thoroddsen hafði myndað í byrjun að mjög erfitt er að sjá þannig fylgni þama á milli að hægt sé að segja að forsetakosningar gefi einhverja for- spá um kosningahegðun almennings. Breytingar á fylgi gömlu flokkanna fjögurra í kjölfar forsetakosninganna 1952 eru óverulegar og það kemur Alþýðuflokknum að litlum notum þótt Ásgeir Ásgeirsson hafi verið þing- maður hans. Að sama skapi boðar það engan ávinning fyrir Framsóknar- flokkinn þótt Kristján Eldjám hafi verið talinn eiga með honum pólitíska samleið. Á hinn bóginn hefur Sjálf- stæðisflokkurinn misst fylgi í kjölfar mikilla átaka um forsetaframbjóðend- ur úr hans röðum. Hins vegar er vert að gefa því gaum að línuritið sýnir að nýjum fram- boðum hefur vaxið mjög ásmegin í kjölfar undangenginna forsetakosn- inga. Þetta er ekki síst umhugsunar- efni vegna þess að slík framboð hafa jafnan átt mjög erfitt uppdráttar og orðið lítt ágengt í að raska hinu hefð- bundna flokkakerfi að nokkru marki. Þarna er hins vegar um að ræða áber- andi sveiflur í öll skiptin og þær hafa 46

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.