Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Page 58

Frjáls verslun - 01.07.1996, Page 58
Bjarney Harðardóttir, markaðsstjóri Póstgíró hjá Pósti og síma. „Eurógíró ábyrgist að greiðsla sé ekki nema þrjá daga á leiðinni og á fjórða degi sjáist hún á yfirliti viðkomandi. Kostnaður beggja, greiðanda og viðtakanda, er þekktur. Það kemur sér vel í viðskiptum milli fyrirtækja þegar ákveða á hver eigi að bera kostnaðinn af millifærslu greiðslunnar.“ urógíró er hlutafélag, sem póstbankar og gíróbankar í Evrópu hafa sett saman, sem miðast við að senda greiðslur milli gíróreikninga. Allar greiðslur eru raf- rænar og tímasetning er mjög örugg. Eurógíró ábyrgist að greiðsla sé ekki nema þrjá daga á leiðinni og á fjórða degi sjáist hún á yfirlitinu þínu. Annað er að kostnaður beggja, greiðanda og viðtakanda, er þekktur. Það kemur sér vel í viðskiptum milli fyrirtækja þegar ákveða eigi hver á að bera kostnaðinn af millifærslu greiðslunn- ar, — segir Bjamey Harðardóttir markaðsstjóri fyrir Póstgíró. Euró- gíró er nýjung hér á landi en hefur verið starfrækt í Evrópu síðan 1992. Þetta er hlutafélag í eigu póstbanka og póststjóma í Evrópu, Norðurlönd meðtalin, og eru aðildarlöndin 17 tals- ins. Á þessu ári hefur Japan bæst við og Chase Manhattan bankinn og bandaríska póstþjónustan munu ger- ast aðilar að Eurógíró á árinu. „Þjónustukerfi Chase Manhattan er mjög víðtækt og nær um Banda- ríkin og víðar. Með innkomu Chase Manhattan bætast við milljónir reikn- ingshafa, austan- og vestanhafs,“ segir Bjamey. Það, sem gerir þjónustu Eurógíró sérstaka, er að tölvukerfi póstbank- anna og gíróbankanna í aðildarlöndun- um er tengt saman svo allar greiðslur og upplýsingar fara skjalalaust á milli. Einnig fara þær oftast beint til viðtak- Rætt vib Bjarneyju Harðardóttur, markaðsstjóra hjá Pósti og síma: EURÓGÍRÓ FLYTUR FÉ ÁN MILLILIÐA Eurógíró er nýjung hér á landi Tölvukerfi þóstbanka oggíróbanka í aðildarlönd- unum eru tengd saman svo allar greiðslur og uþþlýsingar fara skjalalaust á milli TEXTI: JÓHANNA Á. H. JÓHANNSDÓTTIR MYNDIR: KRISTÍN BOGADÓTTIR 58

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.