Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Page 68

Frjáls verslun - 01.07.1996, Page 68
STJORNUN tjórnendur fyrirtækja ræða oft við mig um stefnumótun fyrirtækja sinna. Þegar ég spyr þá hvað þeir eigi við með hug- takinu, þá fæ ég oft óljós svör, auk þess sem sumir viðurkenna að þeir viti hreinlega ekki hvað það sé. Algengast er að heyra skilgreining- ar, sem falla í þrjá flokka. í fyrsta lagi mótun samkeppnisáætlunar (e. strategic planning). í öðru lagi mót- un stefnu, þ.e. ritun yfirlýsingar um áform og leiðir sem virka stjómend- um til leiðbeiningar við ákvarðana- töku (e. policy formulation). í þriðja lagi ákvörðun eða endurskoðun við- skiptahugmyndar fyrirtækisins. Eins og í síðustu grein höfum við ólíkar grunnhugmyndir sem reynt er að kalla sama nafni - stefnumót- un. Fæstum dytti í hug að nota sama orðið yfir götu, símalínu og tölvupóst. í síðustu grein í Frjálsri verslun var dreginn fram munurinn á milli mark- miða og stefnumiða og bent á kosti þess að nota hugtökin rétt. Viðskipta- hugmynd, samkeppnisáætlun og stefna eru allt hugtök sem notuð eru í ólíkum tilgangi og hafa ólík áhrif á fyrirtækið og starfsmenn þess. Hér verða þessi hugtök skoðuð og hvemig þau virka á ólíkan, en sam- verkandi hátt, til eflingar fyrirtækis- ins. VIÐSKIPTAHUGMYND Þættir, sem tengjast viðskiptahug- mynd fyrirtækis, eru hlutverk, til- gangur, endurskoðun grunnhug- myndar og sameiginleg sýn. Talið er mikilvægt að viðskipta- hugmynd fyrirtækisins sé skýr í hug- Greinarhöfundur, Höskuldur Frímannsson, er sjálfstæður rekstrarráðgjafi og lektor við viðskiptadeild Háskóla íslands. um allra starfsmanna þess. Ástæðan er að flestir, ef ekki allir starfsmenn, vilja vita tilgang verka sinna. Hlut- verk og tilgangur fyrirtækisins skiptir þá einnig miklu máli vegna þess að flestir vilja tilheyra heild sem þeir skilja og eru í sátt við. Sameiginleg sýn er framtíðarmynd eða hugsjón sem fyrirtæki leitast við að ná. Reynslan hefur sýnt að sam- eiginleg sýn auðveldar starfsmönnum að taka virkari þátt í starfsemi fyrir- tækisins. Jafnframt er sameiginleg sýn mjög öflugt verkfæri til þess að leysa sköpunarkraft starfsmanna úr læðingi. Endurskoðun grunnhugmyndar (e. reconceptualization) getur haft afger- andi áhrif á viðskiptahugmynd fyrir- tækis. Gott dæmi um þetta er þegar Eimskip endurskoðaði grunnhug- mynd fyrirtækisins í kringum 1980. Þá færði fyrirtækið áhersluna frá skipaflutningum yfir í flutningastarf- semi. Hugsanlegir viðskiptavinir gátu séð þetta t.d. í sjónvarpsaug- lýsingum þannig að í upphafi auglýs- ingar sást gámabíll á leið frá söluað- ila til hafnar, skip á leið milli hafna og í lokinnannar gámabíll á leið til kaup- anda. Áður hafði áherslan verið á skipin sjálf og athafnir í kringum þau. Þessi litla breyting á grunnhug- mynd fyrirtækisins breytti verulega samkeppnisstöðu þess og virkjaði starfsmenn á nýjan hátt. Samskonar breytingar má sjá hjá fleiri fyrirtækj- um og rétt er að geta þess að Eimskip hefur endurskoðað þessa grunnhugmynd a.m.k. einu sinni síðan. Þegar viðskiptahugmynd fyrir- tækis er breytt, leiðir það oftast til nýrrar samkeppnisáætlunar, þar sem ný tækifæri eru nýtt til hins ýtrasta. Tækifærin sköpuðust vegna þess að stjórnendur fyrirtækisins breyttu leikreglunum á markaðnum og komu keppinautunum á óvart. SAMKEPPNISÁÆTLUN Samkeppnisáætlun er tilraun til þýðingar á strategic plan. Enska orð- ið strategy er dregið af gríska orðinu strategos sem merkir list herforingj- ans og fjallar um hvemig herforinginn getur nýtt sér aðstæður, styrkleika eigin hers og veikleika andstæðings- ins til sigurs. Að mati margra erlendra höfunda eru helstu þættir í samkeppnisáætlun sem hér segir: Stefnumið, markmið, stefnur og áætlanir (e. goals/objec- tives, policies, plans). STEFNUMÓTU Nýlega mótaði fyrirtæki stefnu sína í umhverfismálum. Starfsmenn fenguþar MYNDIR: SIGURJÓN RAGNAR SIGURJÓNSSON 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.