Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Qupperneq 68

Frjáls verslun - 01.07.1996, Qupperneq 68
STJORNUN tjórnendur fyrirtækja ræða oft við mig um stefnumótun fyrirtækja sinna. Þegar ég spyr þá hvað þeir eigi við með hug- takinu, þá fæ ég oft óljós svör, auk þess sem sumir viðurkenna að þeir viti hreinlega ekki hvað það sé. Algengast er að heyra skilgreining- ar, sem falla í þrjá flokka. í fyrsta lagi mótun samkeppnisáætlunar (e. strategic planning). í öðru lagi mót- un stefnu, þ.e. ritun yfirlýsingar um áform og leiðir sem virka stjómend- um til leiðbeiningar við ákvarðana- töku (e. policy formulation). í þriðja lagi ákvörðun eða endurskoðun við- skiptahugmyndar fyrirtækisins. Eins og í síðustu grein höfum við ólíkar grunnhugmyndir sem reynt er að kalla sama nafni - stefnumót- un. Fæstum dytti í hug að nota sama orðið yfir götu, símalínu og tölvupóst. í síðustu grein í Frjálsri verslun var dreginn fram munurinn á milli mark- miða og stefnumiða og bent á kosti þess að nota hugtökin rétt. Viðskipta- hugmynd, samkeppnisáætlun og stefna eru allt hugtök sem notuð eru í ólíkum tilgangi og hafa ólík áhrif á fyrirtækið og starfsmenn þess. Hér verða þessi hugtök skoðuð og hvemig þau virka á ólíkan, en sam- verkandi hátt, til eflingar fyrirtækis- ins. VIÐSKIPTAHUGMYND Þættir, sem tengjast viðskiptahug- mynd fyrirtækis, eru hlutverk, til- gangur, endurskoðun grunnhug- myndar og sameiginleg sýn. Talið er mikilvægt að viðskipta- hugmynd fyrirtækisins sé skýr í hug- Greinarhöfundur, Höskuldur Frímannsson, er sjálfstæður rekstrarráðgjafi og lektor við viðskiptadeild Háskóla íslands. um allra starfsmanna þess. Ástæðan er að flestir, ef ekki allir starfsmenn, vilja vita tilgang verka sinna. Hlut- verk og tilgangur fyrirtækisins skiptir þá einnig miklu máli vegna þess að flestir vilja tilheyra heild sem þeir skilja og eru í sátt við. Sameiginleg sýn er framtíðarmynd eða hugsjón sem fyrirtæki leitast við að ná. Reynslan hefur sýnt að sam- eiginleg sýn auðveldar starfsmönnum að taka virkari þátt í starfsemi fyrir- tækisins. Jafnframt er sameiginleg sýn mjög öflugt verkfæri til þess að leysa sköpunarkraft starfsmanna úr læðingi. Endurskoðun grunnhugmyndar (e. reconceptualization) getur haft afger- andi áhrif á viðskiptahugmynd fyrir- tækis. Gott dæmi um þetta er þegar Eimskip endurskoðaði grunnhug- mynd fyrirtækisins í kringum 1980. Þá færði fyrirtækið áhersluna frá skipaflutningum yfir í flutningastarf- semi. Hugsanlegir viðskiptavinir gátu séð þetta t.d. í sjónvarpsaug- lýsingum þannig að í upphafi auglýs- ingar sást gámabíll á leið frá söluað- ila til hafnar, skip á leið milli hafna og í lokinnannar gámabíll á leið til kaup- anda. Áður hafði áherslan verið á skipin sjálf og athafnir í kringum þau. Þessi litla breyting á grunnhug- mynd fyrirtækisins breytti verulega samkeppnisstöðu þess og virkjaði starfsmenn á nýjan hátt. Samskonar breytingar má sjá hjá fleiri fyrirtækj- um og rétt er að geta þess að Eimskip hefur endurskoðað þessa grunnhugmynd a.m.k. einu sinni síðan. Þegar viðskiptahugmynd fyrir- tækis er breytt, leiðir það oftast til nýrrar samkeppnisáætlunar, þar sem ný tækifæri eru nýtt til hins ýtrasta. Tækifærin sköpuðust vegna þess að stjórnendur fyrirtækisins breyttu leikreglunum á markaðnum og komu keppinautunum á óvart. SAMKEPPNISÁÆTLUN Samkeppnisáætlun er tilraun til þýðingar á strategic plan. Enska orð- ið strategy er dregið af gríska orðinu strategos sem merkir list herforingj- ans og fjallar um hvemig herforinginn getur nýtt sér aðstæður, styrkleika eigin hers og veikleika andstæðings- ins til sigurs. Að mati margra erlendra höfunda eru helstu þættir í samkeppnisáætlun sem hér segir: Stefnumið, markmið, stefnur og áætlanir (e. goals/objec- tives, policies, plans). STEFNUMÓTU Nýlega mótaði fyrirtæki stefnu sína í umhverfismálum. Starfsmenn fenguþar MYNDIR: SIGURJÓN RAGNAR SIGURJÓNSSON 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.