Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 5
EFNISYFIRLIT
6 Leiðari.
8 Fréttir: Ovænt útgáfa. Trygginga-
miðstöðin gefúr út matreiðslubók!!
10 Fréttir: ísland á kortið.
20 Forsíðuefni: Salan mikla. Sala
Eignarhaldsfélags Brunabótar á
helmingshlutnum í VIS er söguleg
sala. Þetta eru stærstu einstöku
viðskipti með hlutabréf hér á landi.
Hér er aðdragandi sölunnar rakinn
og sagt frá því hverjir lögðu á ráðin
um kaupin.
28 Fjölmiðlun: Skemmtilegt viðtal við
Maríönnu Friðjónsdóttur, hina
kunnu sjónvarpskonu í
Kaupmannahöfn. Hún starfar hjá
TV-Danmark - Kanal 2.
JON A KROPPI
Það er ekki á hverjum degi sem kunnur verðbréfasali, sem starfað
hefur meðal annars í bankaheiminum í Sviss í um 15 ár, vendir
skyndilega kvæði sínu í kross, kaupir býli - og gerist kúabóndi í
Borgarfirði. En þannig er Jjetta einmitt með Jón Kjartansson, bónda
32 Markaðsmál: Það brakar í
snakkmarkaðnum á íslandi.
Samkeppnin er firnahörð og það er
ekkert gefið eftir. íslendingar borða
snakk fyrir um hálfan milljarð á ári.
38 Ferðalög: Ekki er allt sem sýnist í
ferðakostnaði. Saga Class fargjöld
eru í mörgum tilvikum ódýrari fyrir
fyrirtæki þegar upp er staðið.
á Stóra-Kroppi í Borgarfirði. Hann hætti að selja verðbréf og gerðist
kúabóndi. Núna er hann einn helsti mjólkurframleiðandi landsins
og rekur myndarleg kúabú á Stóra-Kroppi í Borgarfirði og Artúni á
Rangárvöllum.
Sjá viðtal á bls. 42.
40 Kynning: Fyrirtækið Sorpa.
42 Fjármál: Verðbréfasalinn Jón
Kjartansson gerðist skyndilega
bóndi. Hann býr á Stóra-Kroppi í
Borgarfirði og er einn helsti
mjólkurframleiðandi landsins.
50 Kynning: Fyritækið SET á Selfossi.
EIRÍKUR í 1041
Eiríkur Sigurðsson, kaupmaður í
verslanakeðjunni 10-11, getur vel
við unað. Engin verslnakeðja jók
veltu sína jafh mikið á síðasta árí
og 10-11. Eiríkur hyggst reka um
16 verslanir á höfúðborgar-
svæðinu innan tveggja ára. Hér fer
dugnaðarforkur sem náð hefúr sér
aftur á flug eftír erfiðleikaárin í
kringum 1989.
Sjá viðtal á bls. 58.
SALAN MIKLA
Sala Eignarhaldsfélags Bruna-
bótar á helmingshlut sínum í VIS
til Landsbankans á 3,4 milljarða
eru stærstu einstöku viðskiptí
með hlutabréf hérlendis. Aðdrag-
andinn er ekki síður fréttnæmur.
Sú saga er rakin hér nákvæmlega
- og sagt er frá því hveijir lögðu á
ráðin um kaupin.
Sjá forsíðugrein á bls. 20.
52 Markaðsmál: Saga á bak við
Fríkortið. Þetta kort fékk óvæntan
mótbyr þegar það kom á markað.
En síðan hefur það náð sér á strik.
54 Fjármál: Margur verður af aurum
api. Þegar faðir á sér uppáhaldsson,
sem á að taka við fyrirtækinu, geta
skapast erjur á milli systkina.
58 Verslun: Eiríkur í 10-11.
Skemmtilegt viðtal við þennan eitil-
harða dugnaðarfork sem náð hefnr
til sín stóraukinni sölu á matvöru-
markaðnum.
64 Veitíngarekstur: Staðirnir sem
stjörnurnar eiga. Það færist í vöxt að
þekkt fólk úr heimi skemmtikrafta
og íþrótta fari út í veitingarekstur.
68 Veitingahús: Sigmar B. Hauksson
fjallar að þessu sinni um ítalska
veitingastaðinn La Primavera við
Austurstræti.
70 Fólk.
5