Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 48
■*&&£&&***£
vinnuhagræftmg go kýr á Kropp'-
aðbygSanyttSosiy
púlsinum. Þetta gæti ég aldrei
gert héðan úr Borgarfirði
þrátt fyrir alla nútímatækni."
NÝR BURSTABÆR í
FORNUM STÍL
Það er gott að heimsækja
þau Jón og Regulu á Stóra-
Kroppi. Húsakynnin eru glæsi-
leg en fyrsta verk Jóns og
Regulu var að byggja íbúðar-
hús. Það er byggt í
burstabæjarstíl og fellt við
eldri hluta bæjarins frá 1900 og
1925. Þar er gott að sitja við
eldhúsborðið yfir kaffi og
kökum að íslenskum sveitasið.
Yiðbyggingin hefur tekist svo
vel að gestir telja hana hluta af
gamla bænum en hann verður
gerður upp í framtíðinni.
Jón gengur með gestum
um öll útihús og sýnir búpen-
ing, vélar og tæki. Hann
bendir á aðferðir við vinnu-
hagræðingu og hvernig spara
megi vinnu og líkamlegt
erfiði sem hann segir stefna
heilsu stéttarbræðra sinna í
voða. Það er greinilegt að
búskapurinn á hug hans allan
og þegar hann klórar kúnum
og skeggræðir um heilsufar
þeirra er erfitt að sjá hann
fyrir sér í jakkafötum í stress-
uðu andrúmslofti kauphallar-
viðskipta.
MJOLKURIÐNAÐUR
í NOKKRUM TÖLUM
Mjólkurframleiðsla á landinu öllu er 102
milljónir lítra á yfirstandandi verðlagsári. Miðað
við 160 krónur pr. lítra, sem er algengt gangverð
í viðskiptum með kvóta, er verðmæti alls
mjólkurkvóta landsmanna 16.3 milljarðar. Fyrir
fáum árum, þegar verð á kvóta var um 100
krónur var heildarverðmætið rúmir 10 milljarðar.
Mjólkurframleiðendur á landinu voru 1.290 á
síðasta verðlagsári og hafði fækkað um 17% eða
úr 1.559 árið 1990. 476 lögbýli framleiddu 90
þúsund lítra eða meira á síðasta ári en 90 þúsund
lítrar eru nálægt því að vera það sem kallað er
vísitölubú. Örfáir bændur framleiða meira en 200
þúsund lítra en mjólkurbú, sem framleiðir meira
en 150 þúsund lítra, telst meðal þeirra stærri.
Allra stærstu búin ráða yfir um 300 þúsund lítra
kvóta.
Verðmæti mjólkurkvóta vísitölubús er
samkvæmt þessu tæpar 16 milljónir og hefur
hækkað úr 9 milljónum fyrir fáum árum.
Verðmæti kvóta hinna stærstu mjólkurbúa er 35-
45 milljónir.
Mjólkurverð til bænda er um 52 krónur sem
þýðir að árlegar tekjur þeirra af mjólkur-
framleiðslu eru um 5.3 milljarðar. Samanlögð velta
Mjólkursamsölunnar, Osta- og smjörsölunnar og
Mjólkurbús Flóamanna var rúmir 9 milljarðar árið
1995.
Einn starfsmaður er tímabundið á Stóra-Kroppi
og hann ekur skarni á hóla að fornum sið þegar
okkur ber að garði. Annars sinna Jón, Regula og tvö
uppkomin börn þeirra alfarið bústörfunum en í
Artúni sjá hjónin Sigurlaug og Olafur, starfsmenn
Jóns, um búreksturinn.
Það er vor í lofti og allt er blautt og rakt og
gróandi. Á hlaðinu sitja tveir St. Bernharðs-
hundar, einhver svissneskustu þjóðartákn sem
hægt er að hugsa sér, og minna húsfreyjuna á
heimaland sitt. Þetta eru hundurinn Barri og
Stubbur, sonur hans, og gæta þeir feðgar gæta
bús og bæjar þegar það á við.
Jón kemst virkilega á flug í hagræðingar-
umræðunni við eldhúsborðið og við erum
farnir að sjá fýrir okkur kúabú sem framleiðir
milljón lítra af mjólk og selur beint til verslana eða sjálf-
stæðra mjólkurbúa sem keppa innbyrðis. Við sjáum fyrir
okkur aukið vægi umhverfisvænna þátta, meiri eftirspurn
eftir vistvænum og lífrænt ræktuðum afurðum og útflutn-
ing á mjólkurvörum til þeirra iðnríkja sem ekki hafa lengur
vaxtarmöguleika á sviði
hreinnar framleiðslu. Við sjá-
um fyrir okkur 80 kúa Ijós i
túnfætinum sem kostar mun
minna en hefðbundin ijós
vegna þess að það er minna
einangrað.
En grunntónninn í allri
framtíðarsýn Jóns bónda er
samt frelsi. Það er hans
bjargföst sannfæring að með
því verði íslenskur landbún-
aður og íslenskir bændur
leystir úr þeim ijötrum sem
hann fullyrðir að áratuga
miðstýring hafi hneppt þá í.
FJ0LSKYLDA J0NS
Jón Kjartansson er
kvæntur Regulu Brem. Þau
eiga saman tvö börn, Ernu
f. 1974 og Kjartan f. 1977.
Foreldrar Jóns voru Kjartan
Jónsson, lögfræðingur og
bóndi á Guðnabakka, og
Þorbjörg Pétursdóttir frá
Gilsbakka í Borgarfirði.
Systkinin voru alls sjö og
þau eru auk Jóns: Pétur lög-
fræðingur f. 1948, Magnús
verkamaður f. 1950, Guð-
mundur hagfræðingur
f. 1955, Sigrún húsmóðir
f. 1957, Margrét húsmóðir
f. 1960 og Kjartan guðfræði-
nemi f. 1963 - d. 1996.
48