Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 29
FJOLMIÐLUN
íyrir hvern dagskrárlið, hverja mín-
útu, allan sólarhringinn. Til þess að
mæla það er TV-Danmark, ásamt
hinum dönsku stöðvunum, í samstarfi
við Gallup fyrirtækið. Gallup tekur
úrtak sem á að sýna þversnið dönsku
býfte
breytir ekki aðeins v;S' "P® tekni ö'ör-
nrverðaþæ;,^nnslnfréttaheld-
fe sem hægt verður Þ,ann,S sParast
sjónvarpsefni/1 nyta tyrir annað
Maríanna Friðjónsdóttír, sjónvarpskona í Kaupmannahöfn. Hún vann lengi á
Ríkissjónvarpinu og síðar á Stöð 2. Síðan vatt hún kvæði sínu í kross og flutt-
ist út tíl Danmerkur. Hún hefur verið framkvæmdastjóri hjá Kanal 2 í
Danmörku frá árinu 1990.
□ anir eignuðust nýverið sjón-
varpsstöðina TV-Danmark.
Stöðin er samstarfsverkefni
sjö landshlutastöðva og mun ná til
rúmlega sjötíu af hundraði lands-
manna. Maríanna Friðjónsdóttir, fyrr-
verandi starfsmaður Sjónvarpsins og
Stöðvar 2, er framkvæmdastjóri fram-
leiðslu- og tæknideildar TV-Danmark -
Kanal 2 í Kaupmannahöfn. Það hefur
mikið mætt á Maríönnu að undan-
förnu og með samstarfmu mun
innlend dagskrárgerð aukast allveru-
lega, enda meira fiármagn í umferð.
Alls heyra 56 fastráðnir starfsmenn
undir deild Maríönnu og í mánuði
hverjum starfa þar að auki um 40 laus-
ráðnir undir hennar sfiórn. Maríanna
hefur starfað sem framkvæmdastjóri
hjá Kanal 2 frá árinu 1990.
TV-Danmark er auglýsingasjón-
varp og er þriðja stærsta sjón-
varpsstöðin í Danmöku. Eina inn-
koma fyrirtækisins kemur í gegnum
auglýsingar. Því miðast allt við það að
mæla áhorf og finna markhópa.
Stöðin stefnir að því að verða komin
með 25% auglýsingamarkaðarins um
aldamót. Talið er að
auglýsingum í sjón-
varpi í Danmörku eigi
eftir að fiölga verulega
á næstu árum því
TEXTI0G MYNDIR
Ari Sigvaldason
Danir eru nokkuð á
eftir nágrannaþjóðunum í því efni.
Auglýsingar í sjónvarpi eru aðeins um
17% af heildarauglýsingamarkaðnum.
Auglýsingarnar hjá TV-Danmark eru
verðlagðar eftir áhorfi og þvi þarf að
vera hægt að sýna fram á áhorfstölur
þjóðarinnar og mælir þannig hvernig
sjónvarpsgláp dönsku meðalfiölskyld-
unnar skiptist. Þannig er hægt að
áætla hversu vinsælt dagskrárefnið er
hjá ákveðnum aldurshópum, stétt,
kyni og öðru slíku.
DANiR GETA NÚ VALIÐ UM
FJÓRARINNLENDAR STÖÐVAR
„Hvað vilja áhorfendur sjá? Hvað
vilja til dæmis húsmæður, sem eru
heima með börn á morgnana, sjá í
sjónvarpinu? Hvað vilja börnin sjá? A
hvaða tíma dagsins og hjá hvaða
markhópi nær auglýsandinn bestum
árangri með auglýsingu sinni? Þetta
eru þær spurningar sem við þurfum
að glíma við á hverjum degi. Við
veljum okkur markhópa og reynum
að sjá út hvað fólk úr þeim hópum vill
horfa á. Hvar sé mestar
tekjur að fá,” segir
Maríanna. Hún segir
mikla samkeppni á milli
einkareknu stöðvanna í
Danmörku sem keppa
um auglýsingatekjurnar. „Þessar stöð-
var hafa engum “skyldum” að gegna,
eins og margar ríkisreknar stöðvar,
heldur eru þær reknar fyrst og síðast
með vonina um hagnað í huga. Og það
á einnig við um TV-Danmark,“ segir
29