Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 30
ALLIR ÞEKKISETT MARKMIÐ „Það er náttúrlega grundvallaratriði í stjórnun að allir hafi skilning á markmiðinu og að fólkið, sem á að sjá um framkvæmd verksins, sé með á nótunum - og sé sátt.“ Maríanna mcð tveimur starfsfélögum sínum hjá TV-Danmark - Kanal 2. Maríanna. „Stöðin er rekin sem fyrir- tæki sem skila á góðum hagnaði.“ Með tilkomu TV-Danmark getur meirihluti Dana nú valið á milli flög- urra sjónvarpsstöða: Danska ríkissjón- varpsins (sem rekur tvær rásir),TV 2, TV 3 og svo TV-Danmark. Auk þess- ara fjögurra eru nokkrar litlar stöðvar. Landshlutastöðvarnar sjö, sem standa að TV-Danmark, samsenda, eins og kallað er, þannig að dreifingin fer í gegnum gervihnött á milli stöðvanna. Lagabreyting, sem gerð var í Dan- mörku á síðasta ári, opnaði fyrir þenn- an möguleika sem á ensku kallast „networking”. Það er Kanal 2, stöð Maríönnu, sem sendir út efiiið á net- inu til hinna stöðvanna og sér um sam- sendinguna. HREIN BYLTING Á NÆSTUNNI í SJÓNVARPSVINNSLU Maríanna segir það sjaldan hafa verið jafii spennandi að vinna við sjón- varp og einmitt nú. Tækninni fleygi svo ört fram og bjóði upp á svo spenn- andi hluti. Hún segir hreina byltingu standa fyrir dyrum í vinnslu sjón- varpsefnis með tilkomu „digital” tækninnar, hins stafræna sjónvarps. Tæknin muni gjörbreyta starfsaðferð- um við sjónvarpsgerð. Stór hluti hinn- ar hefðbundnu vinnukeðju fellur út. Með þessu móti geti fréttamenn, til dæmis, sjálfir gengið frá efninu í mun ríkari mæli en áður. Þessi tækni gjör- breyti ekki aðeins fréttaframleiðslunni heldur geri hana mun ódýrari og losi þannig fé til annarrar framleiðslu. Fréttir og íþróttir, sem Maríanna kallar að hluta „einnota sjónvarpsefni” hafi fram að þessu verið dýrir dagskrárliðir í framleiðslu. Það muni breytast og því verði kannski meiri peningar eftir til annarrar innlendrar dagskrárgerðar, eða „fjölnota” efnis, sem hægt er að sýna oftar en einu sinni. „Alveg frá upphafi sjónvarpsút- sendinga hefur verið sagt að sjónvarpið sé fQölmiðill framtíðarinnar. Þessi full- yrðing hefur kannski aldrei verið réttari en einmitt núna, sérstaklega þegar við horfum á þá þróun sem kemur til með að eiga sér stað í sambandi við sam- runa sjónvarps, Internetsins og ann- arra upplýsingamiðlunarforma. Sjón- varpsrásum og öðrum boðleiðum á eftir að fjölga gífurlega. Öll upplýsinga- leit, í hvaða formi sem hún er, verður miklu auðveldari en nú er og einnig miklu betri.” Maríanna segir að þegar hún líti fram yfir aldamótin sjái hún fyrir sér að sjónvarpsnotandinn sitji heima hjá sér fyrir framan tölvuna og panti sér sjón- varpsefni nákvæmlega eftir eigin óskum um það hvenær hann vilji horfa á það. Þá þurfi menn ekki stöðugt að vera að fylgjast dagskránni í blöðum. ÁKVARÐANATÖKUFERLIÐ í DÖNSKUM FYRIRTÆKJUM EINSTAKT En hvernig líst Maríönnu á framtíð íslensks sjónvarps? Hvert stefnir? „íslenskt sjónvarp er í raun mjög gott. íslendingar eiga mjög hæft fólk á sjónvarpsstöðvunum. Vandamálið er bara það að íslenska markaðssvæðið er svo lítið. Það er ekki pláss fyrir mikla samkeppni. Það vantar líka réttu verk- færin á íslandi til þess að hægt sé að nota miðlana á réttan hátt. Það vantar þann möguleika að geta haft stöðugar áhorfsmælingar í gangi í sjónvarpi. Það er eina leiðin til þess að reka sjónvarp í dag á viðskiptagrundvelli. Það þarf að mæla horfun og taka ákvarðanir út frá því. Það hjálpar mjög til að efla sam- vinnu markaðarins og sjónvarpsstöðv- anna þannig að hægt sé að framleiða það efiii sem fólkið vill sjá. Það þarf að endurskipuleggja það hvernig fjár- magnið er notað í íslensku sjónvarpi.” Maríanna hefur nú starfað í Dan- mörku í sjö ár og kynnst dönsku viðskiptaumhverfi og stjórnunarhátt- um vel. Hver skyldi munurinn vera á Islandi og Danmörku að þessu leyti? „Þegar ég kom hingað út fyrst átti ég mjög erfitt með að skilja eitt atriði sem er mjög fastgróið í danskri menn- ingu og stjórnun. Það er hugtakið „próblem” sem þeir nota alltaf þegar mál eru skoðuð. Próblem í skilningi Dana þýðir í raun viðfangsefni en ekki vandamál. Munurínn á Islendingum og Dönum stjórnunarlega séð er sá að Danirnir eru þjálfaðir í því sem heitir “próblemstilling” allt frá barnaskóla, það er að segja, að skoða mál frá sem flestum hliðum. Það er aldrei tekin ákvörðun um viðfangsefnið fyrr en búið er að skoða það frá öllum hliðum, hvaða afleiðingar ákvörðunin getur haft. Þegar hins vegar er búið að velja einhveija leið þá standa allir að baki ákvörðuninni. Það eru margir kallaðir til til þess að koma með skoðanir sínar þannig að það fer í þetta mikill tími. Það, sem síðan gerist er að þegar ákvörðunin er tekin þá er hún fram- kvæmd og allir hafa skilning á mark- miðinu. Og það er náttúrlega grund- vallaratriði í stjórnun að hafa fólkið, sem á að sjá um framkvæmdina, með á nótunum og sátt,” segir Maríanna að lokum. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.