Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 45
FJARMAL skynsemi í ijárfestingu þá ræðst það af afkomu búsins. Ég tel almennt að gerðar séu of háar kröfur á íslandi til arðsemi fjár- festinga. Mér finnst út í hött að ætlast til þess að framleiðslu- réttur borgi sig upp á fáum árum eins og ég heyri menn tala um. Mér finnst raunhæft að þessi íjárfesting borgi sig upp á 15-20 árum en varanlegri Ijárfestingar á mun lengri tima eða 50-80 árum.“ I ljósi þess hve verðið hefúr hækkað hratt er þetta þá ekki gríðarleg góð ávöxtun? „Þetta er vissulega góð ávöxtun. Þegar ég var að byrja að kaupa þá fussuðu úrtölumenn mikið og sögðu að rúmlega 100 krónur væru alltof mikið og ég væri að sprengja upp verðið á kvótanum. Um þetta gilda nákvæmlega sömu reglur og lögmál og um annan markað. Þetta er hefðbundinn markaður sem á að geta þróast eins og hver annar hlutabréfamarkaður. Það fylgir því alltaf áhætta að kaupa hlutabréf. Verðið getur farið úr 100 í 0 á augnabliki. Mér fannst ég ekki kaupa kvót- ann á háu verði. Ég taldi að verðið myndi hækka sem hefur reynst rétt. Ég var að kaupa af bænd- um sem áttu 20-30 þúsund lítra og voru að bregða búi. Þessum bændum er að fækka jafnt og þétt og því mat ég það svo að framboðið myndi minnka þegar fram í sækti. Þá hækkar verðið þar sem þetta er takmörkuð auðlind." HEF TRÚ Á VÖRUNNI Hvert er þitt álit á þeirri verðþróun sem orðið hefur. Nú sýnist vera tölu- vert framboð á kvóta um þessar mundir. Mun verðið fara lækkandi eftir þetta eða hækka enn frekar? „Ég vil aðeins segja það að mín ákvörðun byggði fyrst og fremst á þeirri trú sem ég hef á framleiðslu- vörunni sjálfri. Ég tel að okkar mjólk hér á Islandi sé vara sem stendur framar sambærilegri framleiðslu í Evrópu og muni standast samkeppni í framtíðinni. Þess vegna taldi ég þetta góða íjárfestingu. Ég geri nákvæm- lega sömu kröfur til þess, sem ég er að gera hér, hvað varðar arðsemi og afkomu eins og ég gerði þegar ég var að kaupa hlutabréf fyrir hönd bankans sem ég starfaði hjá.“ BÆNDUR EIGA AÐ KAUPA KVÓTA „Hvað varðar verðþróun kvótans þá er óhjákvæmilegt þegar verðið hækkar að þá komi seljendur inn á markaðinn. Það er einnig óhjákvæmi- legt að verðið lækki aftur. Ég er samt ekki viss um að verðið lækki strax. Sá skattafrádráttur, sem bændur fá við kvótakaup, ásamt reglum um bein- greiðslur gera það að verkum að bú, sem skila hagnaði, eiga tvímælalaust að auka við kvóta sinn. Sá, sem kaupir t.d. 10 þúsund lítra, þarf ekki að framleiða nema 80% en fær beingreiðslur á 100%. Þetta auðveldar þeim, sem geta keypt, að stækka við sig. Þetta gerir það að verkum að eftir- spurn eftir kvóta mun halda verðinu uppi enn um sinn.“ Jón segir að mjög margir bændur hafi einfaldlega ekki áttað sig strax á því að við núverandi aðstæður sé hagkvæmt að stækka við sig en muni gera það við aukna umræðu um málið. „Það er dapurlegt að heyra bændur tala um það í kjölfar kvótaviðskipta að það þurfi að koma í veg fyrir að þau eigi sér stað. Slíkt væri alger firra og með því væri verið að stíga skref mörg ár aftur á bak í tíma. I fyrsta skipti í marga áratugi átta bændur sig á því að þeir eru með verðmæti í höndunum önnur en fasteignir og vélar. Verðmæti sem hægt er að kaupa og selja. Réttast væri að láta Verðbréfaþingið taka við þessum viðskiptum og gera þennan markað þannig skilvirkan og mynda rétt Ykkar oriof ESTHUS Gesthús v/Engjaveg, 800 Selfoss Sími: 482 3585, Fax: 482 2973 e-mail: guesthus@smarf.is Gesthús eru hlýleg sumarhús á Selfossi. I hverju húsi er gistirými fyrir 2-4, eldunaraðstaða og baðherbergi með sturtu. í þjónustumíðstöð er framreiddur morgunverður, kvöldverður og léttir ostaráttir auk léttvíns og áfengs öls. Við miðstöðina eru tveir heitir pottar til afnota tyrir gesti. Tjaldsvæðið er eitt það fallegasta á landinu með stórt þjónustuhús, útigrill, salerni og sturtur. Frá Selfossi er stutt til allra helstu ferðamannastaða íslands. Afþreying: Gönguferðir, hestaferðir, útsýnisflug, veiði, sigling á bátum og kajak, jeppaferðir, fjósaskoðun, söfn, sund og skoðunarferðir. , TEXTI Páll Ásgeir Ásgeirsson 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.