Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 62
Hann minnir á að 10-11 hafi á sínum tíma verið fyrst { matvöruversl- un til að fara út í vaktavinnu meðal starfsfólks og gera sérsamninga við VR en það síðarnefnda gerðist einmitt í bynun þessa árs. Hann segir að 10- 11 vilji fá gott fólk tíl starfa og borgi hærri laun en tíðkist. Enginn yfir- maður sé ráðinn að utan heldur verði starfsmenn að vinna sig upp. Launa- jafnrétti sé algjört og bæði kvenmenn og karlmenn hafi sömu möguleika á yfirmannsstöðum. Það sé undir hæfni hvers og eins komið hversu langt hann nær. „Verslunarstjóri í fyrirtækinu kem- ur inn sem óbreyttur. Hann byrjar og lærir, verður vaktstjóri og heldur svo áfram. Hann þarf að fara gegnum rútínuna áður en hann verður yfir- maður. Þá veit hann kosti og galla starfanna, hvernig hann á að taka á móti sínu fólki og hvernig hlutirnir voru þegar hann byijaði. Hver og einn starfsmaður hefur mikla reynslu innan fyrirtækisins. Við leggjum ekkert frekar upp úr því að fólk hafi unnið mikið í verslun áður. Við viljum alveg eins fá fólk og kenna því,” segir hann. GÍFURLEG VELTUAUKNING Rekstur 10-11 hefur gengið mjög vel eins og þensla fyrirtækisins ber með sér. Eins og fram kom í síðasta tölublaði Frjálsrar verslunar jókst velta fyrirtækisins um 31 prósent milli árannal995-'96. Eiríkur segir að á fyrsta ársíjórðungi þessa árs hafi veltan aukist um 65 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þessi tala hefur hækkað við opnun tveggja verslana í apríl og mun hækka enn frekar þegar búið er að opna nýju verslanirnar í maí og júní. Fyrirtækið verður því með gífurlega veltuaukningu á þessu ári. Eiríkur leggur áherslu á sjálfstæði 10-11 og segist hafa gert það frá upphafi. Fyrirtækið megi ekki vera háð bönkum eða birgjum. Það verði að byggja sig upp algjörlega sjálfstætt og megi ekki fara hraðar en það hafi efni á á hverjum tíma. Fyrirtækið verði að ganga vel og skila hagnaði svo að hægt sé að byggja upp. „Við byggjum fyrirtækið líka upp á því að borga vörur fljótt og velta lagernum hratt. Eg hef ekki trú á þvi að mörg fyrirtæki í verslunarrekstri velti lagernum jafn oft og 10-11 eða 48 til 52 sinnum á ári,” segir hann. -En hvernig skyldi framtíðin líta út hjá 10-11? Er endalaust hægt að opna nýjar búðir? „Menn töldu ekki ráðlegt hjá mér að opna búð í kílómetra fjarlægð frá annarri búð, eins og ég gerði í Hafnarfirði, og óttuðust að veltan myndi minnka og rekstrarkostnaður aukast en það hefur komið í ljós að búðin kemur algjörlega sem viðbót í Hafnarfirði. Við ögruðum sjálfum okkur í Grafarvogi og opnuðum aftur búð í kílómetra fjarlægð frá okkar eigin búð. Nýja búðin var líka algjör viðbót. Þetta þýðir að það er mikið pláss fyrir 10-11 verslanir á Stór- Reykjavíkursvæðinu,” svarar hann. 10-11FERÚTÁLAND Takmark Eiríks er að vera með minnst 16 verslanir á Stór-Reykja- víkursvæðinu innan tveggja ára. Áhug- inn er þó ekki einskorðaður við höfúð- borgarsvæðið. Eiríkur hefur mikinn hug á þvi að færa sig út á landsbyggð- ina og vill þá selja heimamönnum rekstrarleyfi. Hann hefur farið á nám- skeið í sölu rekstrarleyfa í Banda- ríkjunum og setur markið hátt - 16 verslanir, sem eru reknar á nákvæm- lega sama hátt og 10-11 á höfuðborg- arsvæðinu. Fyrsta verslunin opnar strax á næsta ári. „Eg tel ekki rétt að reka sjálfur verslanir úti á landi. Það er marga heimamenn sem vantar betra skipulag hjá sér og eru tilbúnir til að vinna eftir þessum reglum. Þeir eiga verslunina en fara algjörlega eftír okkar reglum, okkar vöruvali, okkar útsöluverði og fara gegnum okkar innkaupanet sem þýðir að við sköffum þeim þessa hugmyndafræði. Ég tel að það sé rétt- ara að heimamenn eigi og reki þessar búðir heldur en að það komi menn frá Reykjavík tíl þess,” segir hann. „Ég væri ekki að opna búðir ef neyt- endurnir tækju ekki við okkur. Við þurfum viðskiptavini tíl að þetta gangi og bætí við búðum ef þeir vilja versla við okkur. Ég veit ekki hvar við endum en hugsunin er 16 búðir. Það getur farið upp í 20 búðir. Við fáum símhringingar víða að. Viðskipta- vinirnir spyrja hvenær við komum upp í Árbæ? Vesturbæinn? Breiðholtið? Það er pressa á okkur að opna búðir í hverf- unum og mér finnst það jákvætt. Það sýnir að við erum á réttri braut,” segir Eiríkur Sigurðsson hjá 10-11 að lokum. ÉG ÁTTI REYNSLUNA „Menn fá engan happdrættisvinning eða þess háttar. Ég átti reynsluna - það var það eina sem ég átti - og það vissi ég. Svo á ég góða og duglega konu sem hefur reynst mér mikil stoð og stytta. Hún hefur veitt mér styrk. ” 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.