Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 65
í eigu þriggja þekktra kvikmyndaleikara sem allir hafa orðið milljarðamæringar á því að leika ósigrandi harðjaxla og vöðvabúnt sem ekkert bítur á. Þetta eru steramennin Arnold Schwarzenegger, Sylvester Stallone og Bruce Willis. Þessi lifandi tenging við skemmtanaiðnaðinn gefur veitingastöðunum enn aukið gildi og færir þá nær nútímanum. Hugmyndin er sú að ljóminn, sem stafar af stjörnunum .auglýsi staðinn og laði fólk að. Stjarnan auglýsir staðinn og staðurinn stjörnuna. Þetta hlýtur að vera pottþétt. Fleiri heimsfrægar stórstjörnur, sem orðaðar hafa verið við rekstur skemmti- staða, má nefna, eins og til dæmis Ron Wood. gítarleikara Rolling Stones, kvikmyndaleikarann Michael Caine og fýrirsæturnar Naomi Campbell og Claudiu Schiffer. Þetta iýrirbæri rekur sig í rauninni allt aftur til Parísar á síðustu öld þegar hefðarfrúr kepptu um hver þeirra héldi glæsilegasta saloninn og reyndu að laða til sín fallegasta og ríkasta fólkið. Þegar salonmenningin leið undir lok tóku skemmtistaðir við þeirra hlutverki. ÍSLENSKA ÚTGÁFAN Hér á Islandi er ekki búið að opna Planet Hollywood enn sem komið er en íslenskir stéttarbræður þeirra Stallones, Schwarzeneggers og Willis hafa ekki látið sitt eftir liggja þótt með smærra sniði sé en hjá fýrirmynd- unum. Þannig er einn efnilegasti leikari landsins í dag, Baltasar Kormákur, virkur þátttakandi í skemmtanalífinu á fleiri sviðum en leiksviðinu. Hann á, ásamt Ingvari Þórðarsyni Ijárfesti, Kaffibarinn á Klapparstíg sem er vin- sæll og eftirsóttur bar. Þangað hópast leikarar, blaðamenn, popparar og Baltasar Kormákur leikari, leikstjóri og hestamaður er trúlega þekktasti skemmtistaðaeigandi í Reykjavík en Baltasar á hlut i Kaffibarnum. Meðal félaga hans þar er Damon Albarn poppari og íslandsvinur úr bresku hljóm- sveitinni Blur. FVmynd: Sigurjón Ragnar. aðrir sem eru eða vilja vera hluti af skemmtanaiðnaðinum. Kaffibarinn er nefnilega, eins og Planet Hollywood, hluti af skemmtanaiðnaðinum í fleiri en einum skilningi. Baltasar á einnig hlut í Loftkastalanum með öðrum en þar er rekið leikhús með töluverðri drift. Kaffibarinn treysti enn ítök sín í skemmtanaiðnaðinum þegar Damon Albarn, söngvari í bresku hljómsveitinni Blur og rómaður Is- landsvinur, gerðist hluthafi þar. „Það er alltaf gott að eiga h'tinn bar,“ er sagt að Ingvar Þórðarson hafi sagt þegar hann var spurður hvers vegna hann og Baltasar hefðu keypt barinn. Ingvar á einnig helminginn í Hótel Búðum og hlut í kaffihúsinu Einari Ben í Veltusundi sem nýlega var opnað. HALLBJÖRN, RÚNAR JÚL OG HELGIBJÖRNS En Baltasar og Damon eru ekki einu stjörnurnar á Islandi sem hafa áttað sig á því að það getur verið hap- pasælt að standa í rekstri veitinga- staða af einu eða öðru tagi. Popp- söngvarinn Helgi Björnsson var einn þeirra sem hleyptu veitingastaðnum Astro í Austurstræti af stokkunum á sínum tíma og tróð stundum upp þar þótt hann hafi gert minna af því í seinni tið. Félagi hans í því ævintýri var framkvæmdastjórinn og barna- stjarnan Hallur Helga- son úr Hafnarfirði sem allir unglingar þekktu þegar hann lék Andra í Punktur, punktur, komma strik. Hallur er einn aðstandenda Loftkastalans. Þórarinn Ragnarsson veitingamaður hefúr keypt þá Helga og Hall út úr Astro og Helgi dvelur nú TEXTI Páll Ásgeir Ásgeirsson 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.