Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 6
RITSTJORNARGREIN LEIKSVIÐIÐ ER LEIÐTOGANS! Þótt Verkamannaflokkurinn hafi sigrad í nýafstöðnum kosningum í Bretlandi var frekar um sigur sterks leið- toga að ræða en flokks. Vissulega voru Bretar orðnir þreyttir á átján ára valdasetu íhaldsflokksins en þeir skiptu fyrst og fremst um foringja vegna þess að þeim leist betur á Blair en Major. Þeir tóku sterkan leiðtoga fram yfir málefni - þ.e. ágætan árangur Majors í efna- hagsmálum. Major var einfaldlega of lit- laus. Slíkt var yfirburðafylgi Tony Blairs þegar kosningaslagurinn hófst að hann gætti þess eingöngu að tala ekki af sér í baráttunni. Hann lagði þess vegna áherslu á að hann væri leiðtogi nýs Verkamannaflokks sem ætlaði ekki að kúvenda stefnu íhaldsflokksins - og snúa klukkunni við - heldur gera gott betra. Með sigri Tony Blairs og hins nýja Verka- mannaflokks hefur endanlega verið gengið frá hugtökunum vinstri og hægri í stjórnmálum!! Bilið milli flestra stórflokka um allan heim er að minnka. Flestir flokkar leggja áherslu á svipaða hluti. Þeir vilja draga úr ríkisafskiptum og efla einkageirann. Sífellt fleiri eru að átta sig á að aukin atvinna liggur í gegnum umsvif fyrirtækja - og að arðsemi þeirra er forsenda aukinna umsvifa. Fyrirtæki sem tapa segja frekar upp fólki en þau sem hagnast. Þess vegna snúast kosningar núna fyrst og fremst um sterka leiðtoga fremur en málefni - þau eru orðin það keimlík hjá flest- um flokkum. Sigurvegarar kosninga eru núna þeir sem hafa fallegustu framkomuna, flytja bestu ræðuna og eru mest heillandi - æ minna máli skiptir hvar í flokki þeir standa. Stjómmál eru núna leiksvið leiðtogans!! Þótt Tony Blair eigi algerlega eftir að sanna sig í embætti eru miklar líkur á að hann sitji sem forsætis- ráðherra næstu tvö kjörtímabilin, næstu tíu árin. Slík- an byr fékk hann í kosningunum. Hann þarf beinlínis að klúðra málum eftirminnilega til að undan honum fjari. Eða þá að íhaldsflokkurinn eignist foringja að hætti Thatchers. Vert er að minna á að með minnkandi ríkis- afskiptmn dregur úr völdum og áhrifum stjómmálafor- ingja. Af því leiðir að kjósendur beina kastljósi sínu meira að hæfileikum þeirra sem leiðtoga en ella. Hér á landi hafa hugmyndir manna um sameiginlegt framboð „vinstri flokk- anna“ gegn Sjálfstæðisflokknum magn- ast eftir sigur Tony Blairs. Hins vegar er hæpið að ætla að Framsóknarflokkur fari í bandalag með Alþýðuflokki og Alþýðu- bandalagi gegn Sjálfstæðisflokknum nema þá aðeins að metnaður Halldórs Ás- grímssonar standi til þess að verða for- sætisráðherra í slíku bandalagi. Hitt er líklegra að þessi ríkisstjóm Davíðs Odds- sonar sitji áfram til ársins 2003. Rökin em ekki síst þau að Davíð er, líkt og Tony Blair, hinn sterki leiðtogi. Það er orðinn tiltölulega lítill munur á málefnum D-, B- og jafnvel G-lista í stjómmálum. Að minnsta kosti er sá munur alltaf að minnka. Það er einna helst að A-listi skeri sig úr í málefnum Hins vegar er nokkur munur á leiðtogum þessara flokka. Davíð er ennþá sá karlinn í brúnni sem fiskar mest - hvað sem síðar verður. Minnisstætt er þegar Davíð Oddsson stýrði Sjálf- stæðisflokknum í kosningum árið 1991. Þá var það spá flestra að hann hefði ekkert að gera í foringja hinna flokkanna, eins og Steingrím Hermannsson, Jón Bald- vin Hannibalsson og Ólaf Ragnar Grímsson. Núna em Steingrímur og Ólafur Ragnar hættir í pólitík og Jón Baldvin að kveðja hana. Það er breytt leiksvið. Jón G. Hauksson Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 58. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir — BLAÐAMAÐUR: PáU Ásgeir Ásgeirsson - LJÓSMYNDARI: Geir Ólafsson - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Borgartún 23,105 Reykjavík, sími 561-7575, fax 561-8646 — RITSTJÓRN: Sími 561-7575. — AUGLÝSINGAR: Sími 561-7575 ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. -10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. DREIFING í bókaverslanir og sölutuma á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími GSM 89-23334. UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafik hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — ÖU réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.