Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 69
VEITINGAHUS
Piemonte búa. Þó svo að veitinga-
mennirnir á La Primavera leiti fanga
víða í eldamennskunni þá eru norður-
ítölsku áhrifin hvað augljósust.
La Primavera var um nokkurn tíma
til húsa í Húsi verslunarinnar. Stað-
urinn var á einhvern óskiljanlegan hátt
út úr og því ekki nógu vel sóttur af
íslenskum sælkerum. Nú er sem sagt
Primavera flutt í miðbæ Reykjavíkur,
nánar tiltekið í Austurstræti 9, á efri
hæð í húsi verslunar Egils Jakobsen.
Húsið er einstaklega skemmtilegt og
hefur vel tekist til um hönnun veitinga-
stofunnar. Spegill er í enda salarins og
virðist hann því mun stærri en hann er
í raun og veru. Gluggarnir eru stórir
og er því þægileg birta í salnum.
Gestirnir eiga hægt um vik að fylgjast
með mannlífinu í Austurstræti.
Leifur Kolbeinsson matreiðslu-
meistari og lið hans hafa hlotið þjálfun
sína á Italíu og fengið gesta-
matreiðslumenn frá Italíu í heimsókn.
Matseðillinn er ekki of fjölbreyttur og
haganlega samansettur. I hádeginu er
í boði ódýr matseðill, óvenjulega ódýr
miðað við gæði. Hvað segið þið,
lesendur góðir, um matarmikla linsu-
súpu eða ferskt salat með ætiþistlum í
forrétt? Og steiktan skötusel með
rósapiparsósu eða kalkúnasmásteik
með capers og hvítlauk í aðalrétt og
salvíusmjöri, og grillað,
ostafýllt ravíolí borið
fram með tómatbasil-
sósu. Pastaréttirnir
kosta á bilinu 1270 til
1480 krónur.
Fiskréttirnir eru
flórir á seðlinum. Ofn-
bökuð tindabikkja með
capers og hvítlauk er
afar bragðgóð og
steiktur saltfiskur með
gremolata og grilluðu
polenta er hreint út
sagt frábær. Fiskrétt-
irnir kosta frá krón-
um 1380 og upp í
1560 krónur.
Kjötréttirnir eru
fimm. Kálfasteik
með sítrónu, jurtum
og hvítvíni er hreint
afbragð, sömuleiðis
rósmarínkrydduð
lambariijasteik,
borin fram með ætiþistlum.. Því miður
hefur greinahöfundur ekki bragðað á
nautalund með kjúklingalifirarmousse
og truflusósu, sem hlýtur að vera afar
ljúffeng, en hún kostar 2.490 og er
dýrasti kjötrétturinn á seðlinum, sá
ódýrasti er á 1790 krónur.
Eftirréttirnir eru ljórir. Þar á með-
lega samansettur og eru þar nokkur
ítölsk öndvegis vín.
La Primavera er án efa einn af
áhugaverðustu veitingastöðunum í
Reykjavík í dag. Fyrst og fremst er
hann öðruvísi en allir aðrir og þar er
að finna ekta gott ítalskt eldhús. Það
ætti því enginn að verða íýrir von-
HJARTA REYKJAVÍKUR
kotasælutertu í eftirrétt. Þetta allt á kr.
1240. Hægt er að velja á milli þriggja
forrétta og þriggja aðalrétta.
Meðal áhugaverðra forrétta á aðal-
matseðli er steikt kálfalifur með rauð-
lauk og marsalasósu og rauðvínsbætt
fiskisúpa með fennel. Vinsæll forrétt-
ur er hrátt nautakjöt „carpaccio” með
fersku salati og Parmigiano osti. Verð
á forréttunum er frá kr. 590 og upp í
1060. Tilvalið er að panta nokkra for-
rétti í staðinn fýrir forrétt og aðalrétt.
Á seðlinum eru nokkrir pastaréttir.
Hægt er að mæla með kastaníufylltu
ravíolí með reyktum Provolone osti og
al hin fræga terta Tiramisu. Helsti
gallinn við þennan annars svo ágæta
matseðil er að það mætti hafa spenn-
andi grænmetisrétt á meðal aðalrétt-
anna. Af nógu er að taka í því sam-
bandi í ítalska eldhúsinu. Og eftir-
réttírnir mættu vera meira spenn-
andi, þó svo að þeir, sem á seðlinum
eru, séu ljómandi. Italir eru hrein-
lega slíkir snillingar í gerð sætra
eftírrétta.
Helstu kostirnir við La Primavera
er að verðlag er þar mjög hagstætt
miðað við gæði. Matreiðslan er fagleg
og fyrsta flokks. Vínseðillinn er hagan-
brigðum að mæta vorinu kvöldstund á
La Primavera við Austurstræti.
Það er viss galli að ekki er bar á
staðnum eða setustofa þar sem gestír
gætu fengið sér fordrykk og beðið
eftír borði. Því það er vel þess virði að
doka við eftír borði á La Primavera.
Það er þó bót í máli að eftir góða
máltíð er hægt að fá bolla af góðu
espressokaffi og glas af Grappa.
La Primavera • Austurstræti 9
Sími: 561 85 55
69