Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 22
TRYGGVIBAUÐ UPPIDANSINN Sagt er að það hafi verið Tryggvi Gunnarsson lögmaður sem tók fyrsta skrefið og bauð upp í dansinn. Hann mun hafa haft samband við Hilmar Pálsson, forstjóra Eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins, og leitað hófanna um hvort einhver jarðvegur væri fyrir viðræðum um sölu á eignarhlut Brunabótar í VÍS. Þetta mun hafa verið um miðjan janúar sl., eða skömmu eftír fréttaflutning Morgunblaðsins hinn 11. janúar sL um að hlutur Brunabótar kynni að vera tíl sölu. Einhver samtöl eru sögð hafa farið á milli þeirra i febrúar en það var hins vegar ekki fyrr en fyrstu vikuna í mars sem dró til tíðinda. Þeir héldu þá daglega leyni- fundi í fimm daga. Þetta voru þreifin- gar, tveggja manna tal án nokkurra skuldbindinga. I þessum viðræðum mun hins vegar hafa komið á daginn að það væri möguleiki í stöðunni. í framhaldi af því hófst þriggja daga samningslota og úr varð salan mikla; þær 453 milljónir, sem Brunabóta- félagið hafði lagt í VÍS og Líftryggingafélag Islands, höfðu rúmlega sjöfaldast í verði á aðeins um 8 árum; þær voru orð- nar að 3,4 milljörðum. Eignin bólgnaði því um rúma 2,9 millj- arða á tímabilinu. Það er ávöxtun upp á um 28% á ári í átta ár. Þess má geta að bankinn kaupir hlutinn í nokkrum áföngum á tveimur árum. Innan þess tímabils greiðir bankinn vexti af þvf sem hann á eftir ógreitt á hveijum tíma. Þessir vextir munu nema um 300 milljónum króna á tímabilinu. Því má segja að 3,4 milljarðarnir tifi á vöxtum þegar frá fyrsta degi. ÖRFÁIR VISSU AF VIÐRÆÐUNUM -ENDA LAK EKKERT ÚT UM ÞÆR Eitt það skemmtilegasta við söluna miklu er sú ótrúlega leynd sem hvíldi yfir viðræðunum - það lak bókstaflega ekkert út um þær. Enda var þess gætt að aðeins örfáir vissu um þær. Til dæmis hafði bankaráðið ekki vitneskju um málið fyrr en samningsuppkast lá fyrir. Þreifingar Tryggva eru sagðar hafa farið fram með vitund bankastjóra en eftir því sem næst verður komist vissi enginn starfsmaður bankans neitt um viðræðurnar - nema auðvitað Jakob Bjarnason, framkvæmdastjóri Hamla. Hjá Brunabót hvíldi sama ofurleyndin yfir málinu. Þar vissi enginn neitt fyrir utan stjórnarformann Brunabótar, Valdimar Bragason á Dalvík. Aðrir stjórnarmenn í Eignarhaldsfélagi Brunabótar höfðu ekki vitneskju um málið. Báðum megin borðsins ríkti því mikil þögn og leynd um þreifingarnar. Það er líka afar mikilvægt í svona málum! FRÉn í MORGUNBLAÐINU HREYFÐIVIÐ MÁLINU Með fréttinni í Morgunblaðinu í janúar komst Hilmar Pálsson, forstjóri Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Islands, ekki hjá því að vera spurður af mönnum í viðskiptalífinu hvort hlutur Brunabótar í VIS væri til sölu. Enda mun Tryggvi hafa haft samband við hann fljótlega eftir að fréttin birtist til að hreyfa við málinu - og leita eftir því hvort Brunabót vildi selja, að hluta eða að fúllu. Síðan munu nokkur símtöl hafa átt sér stað á milli þeirra í febrúar. Hluthafar í VÍS Hluthafar Eignarhluti Ehf. Brunabótafélags íslands 44,2% Ehf. Samvinnutrygginga 23,2% Olíufélagið hf. 13,4% Líftryggingafélag íslands hf. 11,6% Samvinnulífeyrissjóðurinn 4,6% Samvinnusjóður íslands hf. 2,9% VÍS á eignarhlut í um 30 hlutafélög- um fyrir vel á annan milljarð króna. Eftir kaupin er Landsbankinn orðinn óbeinn eigandi að þeim félögum. Líftryggingafélag íslands H/uthafar Eignarhluti Ehf. Brunabótafélags íslands 44,4% Ehf. Andvaka gf. 44,4% Vátryggingafélag íslands hf. 11,2% Hluthafar í Ijftryggingafélagi íslands. Afkoma VÍS á meðalverðlagi '96. Milljónir króna. 231 160 121 70 80 Arðsemi eigin fjár -43% 10% 10% 15% 18% 21% 23% 1 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 Arðsemi eigin fjár VÍS á árunum 1991 til 1996. Hún hefúr verið talsvert minni en sú árlega 28% ávöxtun sem Brunabót fékk á hlut sínum í VIS með sölunni til Landsbankans. Afkoma Landsbankans á árunum 1989 til 1996 á meðal- verðlagi ‘96. Ennfremur sést hvernig arðsemi eigin fjár bankans hefúr verið á þessu timabili. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.