Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 53
Það kom í hlut íslensku auglýsinga-
stofunnar að hanna auglýsinga-
herferðina sem kynnti kortið og hófst
vinna við það í júli á síðasta ári.
Fremstur í flokki þar fór Frímann
skælbrosandi á sjónvarpskjánum tril-
landi með körfuna í Hagkaup, úti að
borða með kærustunni eða í flugvél-
inni glaðbeittur á leiðinni í fríið.
„Frímann er ímynd stóra draums-
ins,“ sagði Olafur Ingi Olafsson á Is-
lensku auglýsingastofunni í samtali
við Frjálsa verslun. „Naihið Frímann
og lagið, sem flestir þekkja sem Eg
fer í fríið sem Þorgeir Astvaldsson
söng um árið, minna fólk á að fríið,
ferðalagið er stóri draumurinn. Yið
notum ekki textann heldur aðeins
lagið.“
Gunnar Helgason, sem flestir
þekkja úr Stundinni okkar, var valinn
til að leika Frímann og að sögn Olafs
var leitað að góðum leikara sem ijöl-
skyldur þekktu sem ekki hefði leikið
mikið í auglýsingum til þessa. Frí-
mann er aðeins notaður í sjónvarpi en
aðrar leiðir farnar í blaðaauglýsingum
þar sem meiri áhersla er lögð á
upplýsingar en ímynd.
SAGANABAK
VIÐ HERFERÐINA
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Stærsti hluti verkefnisins var þó
útsending kortanna og er þetta
stærsta verkefni af þessu tagi sem Is-
lenska auglýsingastofan hefur unnið.
Kortið var sent til fólks um land allt,
ekki bara á suðvesturhorninu. Ólafur
Ingi sagði að mönnum hefði þótt betra
að senda til allra. Þótt vissulega hefði
verið hægt að skipta markaðnum þá
væri allt landið einn markaður týrir öll
íýrirtækin sem stæðu að kortinu.
Ekki er hægt að segja að viðtök-
urnar við Fríkortinu hafi verið ein-
róma fagnaðarlæti. Þvert á móti má
segja að harkalega hafi blásið í
fangið á Frímanni lyrstu vikurnar.
Samkeppnisaðilar þeirra> sem stóðu
að Fríkortinu, fóru hamförum, lýstu
alla útreikninga frat og hótuðu að
hætta viðskiptum við Islandsbanka.
Forsvarsmenn neytenda, bæði
Jóhannes Gunnarsson í Reykjavík
og Vilhjálmur Árnason á Akureyri,
brugðu reiknivélinni hátt á loft og
lýstu því yfir að þetta væri allt saman
svindilbrask og moldviðri. Punkta-
söfnun tæki mörg ár og vísitölufjöl-
skyldan yrði að minnsta kosti sjö ár
að komast til útlanda. Fríkortið væri
staðfesting þess að risafyrirtæki
hefðu sameinast um að plata alþýð-
una. Allar línur Þjóðarsálarinnar log-
uðu glatt og Spaugstofan tók málið
fýrir og skopaðist að Frík-kortinu
eins og þeir félagar kölluðu það.
Aðstandendum Fríkorts var nokkuð
brugðið og Kristinn Björnsson,
forstjóri Skeljungs, sagði á Stöð 2 að
menn skyldu ekki halda að stór-
fyrirtæki sem væru búin að liggja
yfir hlutunum í 2 ár létu taka sig í
bólinu eftir tveggja tíma útreikning.
„Við bjuggumst við árásum frá
samkeppninni en illa grundaðar árásir
forsvarsmanna neytenda komu okkur
í opna skjöldu,“ sagði Kristinn í sam-
tali við Fijálsa verslun.
Fyrirfram var reiknað með því að
25 þúsund kort yrðu orðin virk eftir 2
mánuði frá kynningu en árangurinn
mun hafa orðið nokkru betri en það
og virk Fríkort eru orðin langt á
fimmta tug þúsunda.
Erlendar fyrirmyndir að Frí-
kortinu eru nokkrar og mjög
áþekkar að uppbyggingu. í Hollandi
er kort sem heitir Dutch Air Miles í
notkun á 25% heimila og í Kanada er
líkt kort með 37% útbreiðslu. í
Noregi er nýlega búið að taka í
notkun slík kort og hið stærsta
þeirra heitir Trumpf og hefur náð
góðri útbreiðslu.
Eftir að sex fyrirtæki til viðbótar,
Ikea, Flugleiðir innanlands, Tækni-
val, Toyota, Virgin Megastore og
Kodak, tilkynntu aðild sína að
Fríkortinu hafa mótmælin nær
þagnað og ljóst að þrátt fyrir áföll í
fyrstu er Fríkortið komið til að vera.
Eða eins og Páll Þór Armann,
framkvæmdastjóri Fríkorts ehf.,
sagði í samtali við Fijálsa verslun:
„Þetta er ekkert vikutilboð sem
kemur og fer. Þetta er vandlega
undirbúið markaðsátak sem menn
leggja ekkert frá sér aftur. Ágeng
markaðssetning eins og þessi kallar
óhjákvæmilega á harkaleg viðbrögð
en þau eru hverfandi."
Frímann hinn glaðbeitti brunar með
kerruna í Hagkaup og safnar punktum...
I \
-%
■•x
, *»• •
. 0g svífur ofar skýjum á leið í fríið.
Hann fæddist með
Fríkortinu og heitir Frímanr
Hanner notaður til að kynn
kortið. „Frímann er ímynd
stóra draumsins. Nafnið
Frímann og lagið Ég fer í
fnið eiga að minna fólk á ac
frrið - ferðalagið - er stóri
draumurinn. Við notum
ekki textann
heldur aðeins lagið. “
53