Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 35
MARKAÐSMAL
milljónum í auglýsingar í sjónvarpi,
dagblöðum og tímaritum. Arið á
undan var þessi tala miklu lægri, eða
um 7,5 milljónir og aðeins um 4,9
milljónir árið 1994.
Af 18,7 milljóna króna auglýsinga-
kostnaði á snakki árið 1996 var
Maarud með rúmar 4 milljónir, Kims
með rúmar 3 milljónir, Pringles með
tæpar 2 milljónir og Olw með tæpar
3,8 milljónir.
Birtar hafa verið auglýsingatölur
fyrstu þriggja mánaða ársins 1997 og
hafa snakkfýrirtækin þegar eytt um
4.1 milljón króna í auglýsingar. Hæsta
upphæðin er fyrir Pringles, um 1.2
milljónir, Maarud um 775 þúsund og
Kims um 745 þúsund krónur. Mestum
upphæðum hefur jafnan verið eytt í
auglýsingar í kringum jól og áramót
og því stefnir i að auglýst verði meira í
ár en í íýrra.
RÚMUR HÁLFUR MILLJARÐUR
Talið er að neysla á snakki sé 2-2,5
kíló á mann á ári hérlendis.íslending-
ar eru samt ekki hálfdrættingar á við
Norðmenn og Bandaríkjamenn. I
Noregi er ársneyslan á milli 4 og 5 kíló
á mann og um 8 kíló á mann í
Bandaríkjunum. „Utlendingar eru oft
með aðrar neysluvenjur en við
Islendingar því þeir borða oft flögur
með mat, til dæmis í staðinn íýrir
venjulegar kartöflur,” segir Jón Axel
Pétursson.
Engar tölur virðast vera til um
stærð snakkmarkaðarins í krónum
talið. Þó má sjá grófa heildarmynd út
frá þessum tölum. I hveijum poka af
snakki eru oftast 200-250 grömm. Því
má gera ráð íýrir að hver íslendingur
kaupi að meðaltali 10 poka á ári, gróft
reiknað. Meðalverð á poka er um 200
krónur og því er meðaleyðslan um
2.000 krónur. Ef miðað er við að lands-
menn séu um 270.000 talsins, þá eyða
Islendingar um 540 milljónum króna í
snakk á ári. Fyrir þá upphæð væri
hægt að kaupa 30 glæsileg ein-
býlishús.
Til að ná sölu verða fyrirtækin að
selja snakk á sem víðast,
eins og í stórmörkuðum,
myndbandaleigum, sölu-
turnum og bensín-
stöðvum. „Það eru ekki
margar verslanir sem
bjóða upp á allar eða
nánast allar tegundir
snakks sem eru á mark-
aðnum. Það eru helst
verslanir eins og 10-11 og
Fjarðarkaup sem reyna að
hafa á boðstólum mestallt
snakkið.
Mjmdbandaleigurnar
eru yfirleitt aðeins með
snakk frá einum fram-
leiðanda. Það gerir mönn-
um erfitt íýrir þegar verslun að binda
sig við eina tegund. Afleiðing þessa er
sú að undirboð eru mikil á
markaðnum og snakkfyrirtækin kosta
oft miklu til að koma sinni vöru að.
„Fórnarkostnaðurinn er oft svo mikill
að varan er seld á fjölmörgum stöðum
án nokkurs hagnaðar vegna
undirboða,” segir Októ Einarsson hjá
Danól.
Innflytjendur á erlendu snakki telja
sig ekki standa jafnfætis íslenskum
framleiðendum. „Það verður að taka
tillit til þess að íslenska framleiðslan
nýtur verndar gagnvart erlendri fram-
leiðslu. Stóru erlendu íýrirtækin hafa
mikla burði í vöruþróun og eru sífellt
að koma með einhveijar nýjungar. En
erlenda framleiðslan er tolluð veru-
lega. Það eru 80% tollar á innflutta
snakkinu. Með lægri tollum væri
hægt að lækka verðið töluvert,” segir
Jón Axel hjá Maarud.
FITUSNAUTT GENGUR EKKI
Ungt fólk eru helstu neytendur á
snakki. ,Amma og afi eru ekkert að
borða snakk. Slagurinn um fólkið sem
borðar helst snakk, fólk á aldrinum 15-
45 ára, er auðvitað harður. En ég er
ekkert viss um að hann sé harðari en
til dæmis í kaffinu eða mestallri versl-
un í dag. Að vísu var síðasta ár mjög
viðburðaríkt í snakkinu vegna þess að
inn komu nýjar tegundir. Ein ný
tegund virðist hafa haslað sér völl á
markaðnum, Pringles-flögur sem seld-
ar eru í staukum. Astæðan gæti meðal
annars verið sú að Pringles er að vissu
leyti frábrugðið öðru snakki, ekki síst
vegna umbúðanna,” segir Jón Axel.
Landanum virðist ekki líka fitulítið
snakk. „Fituinnihald snakks á Islandi
fer hæst upp í 35% en er yfirleitt á bil-
inu frá 20% upp í 35%. Ég held að það
sé svipað fituinnihald hjá flestum
framleiðendum. Það má benda á að
skólaosturinn er með áþekkt fituinni-
y
Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi
fyrir vélvædd vörugeymsluhús
sem minni lagera.
Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar.
Aðeins vönduð vara
úr sænsku gæðastáli.
Mjög gott verð.
Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki.
Leitið ráða við skipulagningu
og byggingu lagerrýma.
Þjonusta - þekking - ráðgjöf. Áratuga reynsla.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
Stí&umur
Sundaborg 1 • 104 Rvk • Sími 568 3300 • Fax 568 3305
Frá hvaða framleiöanda er það snakk
sem keypt er á heimilinu?
Könnun Hagvangs sem tekin var í endaðan
janúar síðastliðinn, eða á svipuðum tíma og
Gallup-könnunin. Þar er minni munur á milli
Maarud og Þykkvabæjarsnakks.
35