Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 72
stofnanir. Opinber innkaup eru annar málaflokkur þar sem pappírslaus viðskipti þyrftu að komast á.“ STJÓRNMÁLAFRÆÐI, BLAÐAMENNSKA OG SUND Jakob Falur varð stúdent frá Menntaskólanum á ísa- firði 1986 og næstu fjögur árin gegndi hann ýmsum störfum og vann meðal ann- ars í Verslun Björns Guð- mundssonar á ísafirði, var blaðmaður á Bæjarins Besta og kom að útgáfu ýmissa rita. 1990 fór hann til náms við University of Kent í Kantara- borg í Bretlandi og útskrif- Jakob Falur Garðarsson berst íyrir útbreiðslu pappírslausra viðskipta á íslandi. Hann hefúr mikinn áhuga á stjórnmálum og lærði stjórnmálafræði og starfaði við blaða- mennsku. FV-mynd: Kristín Bogadóttír. JAKOB FALUR GARÐARSSON, EDIFÉLAGINU Hsjöundu hæð í Húsi verslunarinnar er rekin skrifstofa sem heitir Viðskiptavakinn. Framkvæmdastjóri skrifstof- unnar er Jakob Falur Garðarsson. Skrifstofan er rekin í samvinnu ICEPRO og EDI félagsins á íslandi. ICE- PRO, sem er nefnd um bætt verklag í viðskiptum, stendur fyrir Icelandic Committee on Trade Procedures en EDI er skammstöfun fyrir Elec- tronic Data Interchange, þ.e. skjalaskipti milli tölva. „Munurinn á þessu tvennu er sá að ICEPRO er að nokkru leyti hálfopinber nefnd, þar eð nefndinni er tryggt fé á fjárlögum og aðil- ar að nefndinni eru opinberir aðilar, svo sem ráðuneyti og opinberar stofhanir, svo og ýmis samtök atvinnulífsins. EDI-félagið hinsvegar er félag fýrirtækja og einstakl- inga. Rekstur skrifstofu Við- skiptavakans skiptist milli ICEPRO (75%) ogEDI (25%). Anægjulegt er að við síðustu fjárlagagerð var ICEPRO TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON 72 tryggður fastur tekjustofn, sem er 0.001% af trygginga- gjaldi, sem var nefndinni mikilsverð viðurkenning af hálfu Alþingis á þvi starfi sem unnið er á vegum hennar," sagði Jakob Falur í samtali við Fijálsa verslun. STUNDA TRÚBODASTARF Skrifstofa Viðskiptavak- ans berst fyrir pappírslausum viðskiptum á Islandi og að sögn Jakobs má segja að starfið sé nokkurs konar trúboðsstarf. Samræming og stöðlun pappírslausra við- skipta er nauðsynlegt til þess að að afla þeim nauðsynlegs trausts. Starfið fer einkum fram með kynningu á starfs- reglum um pappírslaus við- skipti, útgáfú fréttabréfs og ráðstefnu- og fundahöldum. En þótt miklar framfarir hafi orðið í pappírslausum við- skiptum hérlendis undan- farin ár eiga íslendingar samt langt í land með að standa jafnfætis öðrum þjóðum á þessu sviði. „Við erum að breiða út nýjan hugsunarhátt og breiða út alþjóðlegan stað- al sem er EDIFACT stað- allinn um pappírslaus við- skipti." Sem dæmi um framfarir á þessu sviði nefnir Jakob að á síðasta ári var komið á stóru verkefni hjá Búr ehf. Búr er innkaupafyrirtæki Nóatúns- verslananna og kaupfélag- anna og það hefur öll sam- skipti við verslanir sem tengj- ast því með pappírslausum viðskiptum samkvæmt EDI- FACT staðlinum. Síðasta ár var fyrsta heila sfarfsár Búr. Búr veltir um 1.600 mill- jónum á ársgrundvelli, en hefur aðeins fjóra starfsmenn og augljóst að EDI hefur ski- lað umtalsverðri hagræðingu fyrir fyrirtækið. „Það bíða okkar gríðar- lega stór óleyst verkefni víða í samfélaginu, sérstaklega í opinbera geiranum. Heil- brigðiskerfið gæti sparað stórar upphæðir með papp- írslausum viðskiptum. Sem dæmi má nefna rafræna lyf- seðla og tölvuvædda skrán- ingu sjúklinga inn á sjúkra- aðist þaðan sem stjórn- málafræðingur árið 1994. „Ég hef alltaf haft áhuga á stjórnmálum og var um tíma formaður Fylkis, félags ungra Sjálfstæðismanna á Isafirði.“ Fyrst eftir útskrift starfaði Jakob hjá íslensk Ameríska en hefur verið starfsmaður Viðskiptavakans frá ársbyij- un 1996. Jakob er í sambúð með Vigdísi Jakobsdóttur leikstjóra. í tómstundum sínum stundar hann líkams- rækt í Mætti, sund og lestur góðra bóka. Hann sækir kaffihús og skemmtistaði og er með tveimur vinum sínum í útgáfufélagi sem enn hefur þó ekki gefið neitt út. „Slík starfsemi hefur alltaf heillað mig síðan ég var í blaða- mennskunni. Mig langar mikið til þess að gefa eitt- hvað út og við kunningj- amir hittumst reglulega í hádeginu til þess að leggja á ráðin um útgáfú af ýmsu tagi og ræða möguleg stórverk- efni á sviði útgáfumála.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.