Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 24
FORSIÐUEFNI
kaupa á eiginíjárhlutfall bankans og hvernig þau samræmdust
ströngum BlS-reglum. Hafið í huga að það voru einmitt Árni
ogTryggvi sem sömdu álitsgerðina fyrir Einkavæðingarnefnd
ríkisins árið 1993 um það hverjir ættu Brunabótafélagið.
Skemmtileg tilviljun.
Þegar flestir Landsbankamenn slökuðu á eftir ársfundinn
og glöddust yfir góðum degi hófst hins vegar annasöm helgi
hjá þeim Tryggva, Jakobi og Arna. Þeir þremenningar munu
hafa fundað saman eftír ársfund bankans og undirbúið fund
sinn með Hilmari daginn eftír, laugardaginn 8. mars - á sama
stað, við Borgartún 24, á skrifstofu Tryggva.
Hilmar Pálsson mun hafa komið einn síns liðs tíl viðræðn-
anna við þá Jakob, Tryggva og Árna þennan laugardags-
morgun. I samningaviðræðum sem þessum er sá háttur yfir-
leitt hafður á að teknar eru lotur en þess á milli bera menn
bækur sínar saman innbyrðis. Sem fyrr mun Hilmar einungis
hafa verið í símasambandi við Valdimar Bragason, formann
stjórnar Eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins. Aðrir komu
ekki að málinu á þessu stígi hjá Brunabót.
Á fundinum þennan laugardag var ekki nægilegt að ræða
um verð pakkans því ekki var síður mikilvægt að ræða
aðferðafræðina - finna út hvernig að kaupunum skyldi staðið
vegna strangra BLS-reglna bankans um eigintjárhlutfall. Og í
þeim efnum lék Árni Tómasson aðalhlutverkið. Það var hans
að segja af eða á í þeim efnum. Fundað mun hafa verið fram á
kvöld þennan laugardag og sömuleiðis daginn eftír, sunnu-
daginn 9. mars. Viðræðunum var síðan haldið áfram á
mánudeginum 10. mars.
var samningsuppkast seinni part dagsins um að hluturinn í
VIS og LIFIS yrði keyptur í nokkrum áföngum á um tveimur
árum til að bankinn stæðist á hverjum tíma svonefnda BIS-
reglu um eiginfjárhlutfall. Eftír þriggja daga stífar, formlegar
viðræður, fundi í fimm daga þar á undan - og þreifingar sím-
leiðis frá því um miðjan janúar - var loks komið endanlegt
samningsuppkast!!
Mál gengu hratt fyrir sig eftír þetta. Báðir aðilar boðuðu
þegar til skyndifúnda með sínum mönnum. Bankastjórar
Landsbankans munu einnig hafa komið saman með hraði í
bankanum þennan eftírmiðdag. Ekki fór á milli mála að eitt-
hvað mikið lá í loftinu. Angan stórtíðinda fór ekki fram hjá
neinum. Hilmar Pálsson mun hafa haldið fund með Valdimar
Bragasyni, stjórnarformanni Eignarhaldsfélags Bruna-
bótafélagsins. Valdimar býr á Dalvík en var kominn suður til
Reykjavíkur til að ræða þessi mál. Aðrir í stjórn
Eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins munu ekki hafa fengið
vitneskju um gang mála þennan dag og í raun lítið vitað um
það fyrr en á stjórnarfundi 13. mars. Engu að síður hafði það
legið fyrir innan stjórnar og fulltrúaráðs Eignarhaldsfélags
Brunabótafélagsins - allt frá síðasta sumri þegar félagið átti í
viðræðum við lífeyrissjóði um sölu á hlutnum í VIS - að helm-
ingshluturinn í VIS væri til sölu ef fram kæmi nægilega gott
boð í hann!! Það er á margan hátt athyglisvert í ljósi þess hve
salan reyndist mikil bomba í fjármála- og tryggingaheiminum
þegar hún var upplýst.
LEGIÐ UNDIR FELDI í TVO DAGA
SAMNINGSUPPKAST FÆDDIST10. MARS
Þegar fjórmenningarnir mættu um morguninn á
mánudeginum á skrifstofu Tryggva í Borgartúninu mun ekki
hafa farið á milli mála
að úrslitastundin væri
runnin upp. Búið var
að ræða málið frá öllum
hliðum. Nú var komið
að því að leggja
lokahönd á verkið. Það
væri annaðhvort að
hrökkva eða stökkva -
stíga skrefið eða hætta
við allt og slíta
viðræðunum. Niður-
staða þessa mánudags-
fundar var sú að skrefið
skyldi stigið til fulls - í
átt til samnings. Komið
H PROmetall
Hillukenli
-fynír vörulagerinn,
bílaverkstæðið, geymsluna
-sniðið að þínum þörfum
Næstu tvo daga, þriðjudaginn 11. mars og miðvikudaginn
12. mars, var legið undir feldi í Landsbankanum og hjá
Brunabót og á báðum stöðum var samingsuppkastið grand-
skoðað ofan í kjölinn. Akveðið var að stjórn Eignarhaldsfélags
Brunabótafélagsins og bankaráð Landsbankans funduðu hvor
í sínu lagi á nákvæmlega sama tíma eftír hádegi fimmtudaginn
13. mars. Urslit lágu fyrir. Báðir fundir komust að sömu
niðurstöðu; þeir samþykktu drögin að samningnum!!
VIÐSKIPTALÍFIÐ NÖTRAÐI 0G SKALF
Eins og nærri má geta fylgdi mikil pappírsvinna við að klára
málið. Það var í mörg horn að líta. Á föstudagsmorgni, 14.
mars, mun málið hafa verið kynnt í bankaeftirlitinu, í
Samkeppnisstofnun og hjá Vátryggingaeftirlitinu. Engar
athugasemdir voru gerðar. Allt gekk eftír áætlun. Eftir
hádegið var efnt til blaðamannafundar í húsakynnum
Landsbankans og skrifað var undir samninginn klukkan 16:00.
Þetta var föstudagur til ijár - sala aldarinnar var staðreynd. Það
þarf ekki að fara mörgum orðum um að fréttín var bomba.
Viðskiptalífið skalf og nötraði í nokkra daga og hvar sem tveir
Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820
BOSCH verslunin aökeyrsla frá Háaleitisbraut
TRYGGVIBAUÐ UPPIDANSINN
Það mun hafa komið í hlut Tryggva Gunnarssonar að taka
skrefið og bjóða upp í dansinn. Fullyrt er að hann hafi
fyrst haft samband við Hilmar Páisson, forstjóra
Eignarhaldsfélags Brunabótaféiagsins, og leitað hófanna
hjá honum um leynilegar viðræður um það hvort jarðvegur
væri fyrir sölu á hlut félagsins í VIS.
24