Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 8
Glæsileg skrifstofa nteð húsgögnum frá IKEA. Við enda borðsins er dæmi um fundarstól sem er úr sama viði og borðþlatan. Skrifstofudeild IKEA: Góðar lausnir á hagstæðu verðl lil'lMÍMIllllllfl Vinnuumhverfið á skrifstofunni þarf að vera bæði þægílegt og fallegt til þess að tryggt sé að starfsfólkinu líði vel, vinn- an verði leikur einn og afköstin eins og best verður á kos- ið. í skrifstofudeild IKEA geta viðskiptavinir fengið EFFEKTIV skrifstofuhúsgögn sem eru í senn nýtískuleg í útliti og uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til skrifstofuhúsgagna og hag- stæðs verðs. Liður í þjónustu skrifstofudeildar IKEA er að aðstoða viðskiptavini við að skipuleggja skrifstofuna með tilliti til fyrirkomulags og lýsingar. Menn geta komið með teikningar eða mál af skrifstofunni eða fengið starfsmenn IKEA á staðinn til að taka mál og koma með ábendingar. Nýjasta tækni hefur verið tekin í þjónustu starfsmanna IKEA sem skila teikningum af skrifstofunni f þrívídd og í litum, sé þess óskað. EFFEKTIV skrifstofuhúsgagnalínan hjá IKEA er samsett úr fjölda- mörgum einingum sem hægt er að setja saman á ótal vegu. Þar af leiðandi má byrja smátt en um leið og fyrirtækið stækkar og umsvifin aukast má bæta við nýjum einingum í samræmi við þarfirnar sem skapast. Borð, skápar og skúffur Húsgögnin í EFFEKTIV línunni fást úr beyki, gullinbrúnni eik og úr hvítu melamíni. Fætur geta verið svartir eða silfurlitir og sömuleiðis rammar undir borð og annað. Til eru tvær gerðir af borðfótum; hefð- bundnir, beinir fætur og T-fætur, sem eru dýrari, stöðugri og þyngri. í sumum tilvikum hentar að hafa borð á hjólum og þá fást þau bæði svört og silfurlit. Algengt er að fólk velji silfurlita fætur undir borð úr beyki og hvítu melamíni en svarta fætur undir eikarborðin. Borðeiningarnar í EFFEKTIV eru ellefu talsins. Þeim má raða saman á fjöldamarga vegu og meira að segja er hægt að taka tillit til þess hvort sá sem við borðið á að vinna er rétthentur eða örvhentur. En það þarf fleira en borð á flestar skrifstofur. Nauðsyn- legt er að hafa nóg af geymslum undir skjöl, pappír og smáhluti og sumir vilja jafnvel geyma eitthvað af tækja- búnaði skrifstofunn- ar inni í lokuðum skápum. Undir allar teg- undirborða má renna skúffueiningum með hjólum. Einingarnar eru með tveimur, þremur og fjórum skúffum. Tveggja og býður viðskiptavinum að tölvuteikna brvcrt íl() Slá á ikrifstofuna 'og er þá hœgt að sjá þrívíddarmyndum hvermg husgognunum komið fyrir. y I - — __ rmm, Sama skrifstofan séð ofan frá. Hér sést vel hvernig gólfrýmið nýtist. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.