Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 24
Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka, ergestapenni Frjálsar verslunar að þessu sinni. Hann skrifar hér um sameiningar banka og tilkomu
Netsins í bankarekstri. „Sameining viðskiptabanka er að mínu mati bæði nauðsynleg og skynsamleg leið til að skapa þeim eðlilega samkepþn-
isstöðu í alþjóðlegu umhverfi. “
FV-mynd: Geir Olajsson.
Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka, ergestapenni Frjálsrar verslunar
aö pessu sinni. Hann fjallar um bankarekstur á Netinu sem og naubsyn
þess að sameina vióskiptabanka.
fjármálamarkaði heimsins er
nánast regla fremur en undan-
tekning að bankar séu fáir og
stórir. I samanburði við aðrar stofnanir
þjóðfélagsins eru bankar yfirleitt stór fyr-
irtæki. Þetta sést meðal annars þegar
heildareignir stærstu banka hvers lands
eru skoðaðar í hlutfalli af þjóðarfram-
leiðslu (VÞF). Heildareignir Barclays eru
um 26% af VÞF í Bretlandi. Sambærilegt
hlutfall fyrir Deutsche Bank er rúm 33%.
Hjá Svenska Handelsbanken er hlutfallið
rúmlega 50%, hjá Den Danske Bank er
það ríflega 53%. Hjá Merita er hlutfall
heildareigna af VÞF Finnlands ríflega
45%, en nær 89% ef hinn sameinaði banki
MeritaNordbanken er settur sem hlutfall
af GNP í Finnlandi. Á íslandi eru heildar-
eignir stærsta bankans, Landsbankans,
um 27% af VÞF.
Samþjöppun meiri erlendis Aimennt
séð sýna tölur af þessu tagi að samþjöpp-
un er meiri eftir því sem þjóðfélögin eru
minni. Það kemur ekki á óvart því ein-
ungis á þann hátt er unnt að ná hag-
kvæmni stærðarinnar. En þessar tölur
sýna einnig að samþjöppunin er ekki
komin eins langt á Islandi og annars stað-
Gestapenni að þessu sinni:
Valur Valsson,
bankastjóri íslandsbanka
ar á Norðurlöndunum, að Noregi undan-
skildum enn sem komið er, og komi til
samruna banka hér á landi yrði samþjöpp-
unin eftir það ekki meiri en talið er eðli-
legt annars staðar.
Samþjöppun í atvinnurekstri á sér hins
vegar ekki aðeins stað í íjármálageiran-
um. Undanfarin ár hefur verið stöðug þró-
un í þessa átt í mörgum öðrum greinum.
Hér á landi er þessi þróun áberandi í sjáv-
arútvegi, bæði í framleiðslu og sölu, og
það sama á við um matvöruverslanir, iðn-
að, samgöngur, þjónustu og hugbúnað.
Fyrirtækin eru að verða stærri og um leið
samkeppnishæfari.
Bankar þurfa, eins og önnur þjónustu-
fýrirtæki, að vera ávallt í stakk búnir til að
24