Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Síða 23

Frjáls verslun - 01.09.1999, Síða 23
FORSÍÐUGREIN Belgía: www.islande.be. Stokkhólmur: www.islandemb.se Washington: www.iceland.org Heimasíður nokkurra sendiráða Þjónustlifólk Hvorki þjónustufólk né matreiðslumenn eru á launum hjá íslenska ríkinu ytra vegna starfa við sendiráð eða fyr- ir starfsmenn sendiráða. Kjör sendiherra miðast við að þeir geti borgað fyrir heimilisaðstoð af reglubundnum launum sínum og staðarupppbótum til þess að halda sendiherrabústöðum í því horfi að bjóða megi fyrirvaralítið heim gestum, háum og lágum. Enda ekki vanþörf á, þar sem halda þarf andliti landsins út á við í lagi og hætt við að sendiherra sem býr við lélegar aðstæður gefi ekki góða mynd af landi sínu. Fyrr hefur verið vikið að því að áætlað er að hátt í fjórðungur af staðaruppbótum sendiherra fari í að greiða laun þjónustufólks og matreiðslumanna vegna veislna á heimilum sendiherranna. Hjá öðrum þjóðum er almenna regl- an hins vegar sú að sendiráðin greiða laun þjónustufólks og mat- reiðslumanna en ekki sendiherrar. Sendiráð í 11 löndum íslendingar halda úti ell- efu sendiráðum erlendis og eru þau í eftirtöldum löndum: Bandaríkjunum, Frakklandi, Danmörku, Bretlandi, Finnlandi, Kina, Rússlandi, Noregi, Sví- þjóð, Þýskalandi og Belgíu. Sendiherrastarf Svav- ars Gestssonar í Kanada er frábrugðið að því leyti að starfsemin þar er útiþú frá sendiráði Islands í Bandaríkjunum. Þetta eru þau lönd sem Islending- ar skipta mest við. A undanförnum árum hefur ver- ið þrýst á að Islendingar opni sendiráð í Japan vegna mikilla viðskiptahagsmuna þar. Viðskipti Is- lendinga og Japana eru t.d. mun meiri en viðskipti Islendinga og Kínverja. Þess utan eru fastanefndir hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, hjá Atlants- hafsbandalaginu í Brussel, Vestur-Evrópusam- bandinu, hjá alþjóðastofnunum í Genf, hjá OECD í París, menningamálastofnun Sameinuðu þjóðanna og hjá Evrópuráðinu ásamt fleirum. Sendiráð íslands i Washington Umdæmi sendi- ráða Islands erlendis geta verið óhemju stór og starfið viðamikið. Tökum sendiráðið í Washington í Bandaríkjunum sem dæmi. Utan Bandaríkjanna nær það til Kanada, Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Chile, Perú, Kólumbíu, Urúgvæ, Venesúela og Kosta Ríka. Helstu verkefni: Diplómatísk samskipti við umdæmisríkin, varnar- og öryggismál, ræðisstörf, menning- armál, landkynningar- og upplýsingastarf, viðskiptamál, sam- skipti við ræðismenn, samskipti við íslendinga í Bandaríkjunum og Kanada. Svo hljóðar textinn á heimasíðu utanríkisráðuneytis- ins varðandi sendiráð okkar í Washington. Þar starfa að jafnaði 8 manns sem eftir fremsta megni aðstoða þá sem til sendiráðsins leita. Svipaðan texta er að finna fyrir önnur sendiráð okkar. Margir vilja til útlanda Mikil eftirsókn er eftir störfum erlend- is í utanríkisþjónustunni. Færri komast að en vilja. Hvort það eru launin eða eitthvað annað sem veldur því að stöður í utanríkis- þjónustunni eru svo vinsælar skal ósagt látið. En víst er að marga dreymir um starfa erlendis og vera nær nafla alheimsins - þótt hann hljóti auðvitað alltaf að vera á íslandi, ekki satt? 33 S Kortið sem einfaldar allan rekstur á bílnum þínum 23

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.