Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 23
FORSÍÐUGREIN Belgía: www.islande.be. Stokkhólmur: www.islandemb.se Washington: www.iceland.org Heimasíður nokkurra sendiráða Þjónustlifólk Hvorki þjónustufólk né matreiðslumenn eru á launum hjá íslenska ríkinu ytra vegna starfa við sendiráð eða fyr- ir starfsmenn sendiráða. Kjör sendiherra miðast við að þeir geti borgað fyrir heimilisaðstoð af reglubundnum launum sínum og staðarupppbótum til þess að halda sendiherrabústöðum í því horfi að bjóða megi fyrirvaralítið heim gestum, háum og lágum. Enda ekki vanþörf á, þar sem halda þarf andliti landsins út á við í lagi og hætt við að sendiherra sem býr við lélegar aðstæður gefi ekki góða mynd af landi sínu. Fyrr hefur verið vikið að því að áætlað er að hátt í fjórðungur af staðaruppbótum sendiherra fari í að greiða laun þjónustufólks og matreiðslumanna vegna veislna á heimilum sendiherranna. Hjá öðrum þjóðum er almenna regl- an hins vegar sú að sendiráðin greiða laun þjónustufólks og mat- reiðslumanna en ekki sendiherrar. Sendiráð í 11 löndum íslendingar halda úti ell- efu sendiráðum erlendis og eru þau í eftirtöldum löndum: Bandaríkjunum, Frakklandi, Danmörku, Bretlandi, Finnlandi, Kina, Rússlandi, Noregi, Sví- þjóð, Þýskalandi og Belgíu. Sendiherrastarf Svav- ars Gestssonar í Kanada er frábrugðið að því leyti að starfsemin þar er útiþú frá sendiráði Islands í Bandaríkjunum. Þetta eru þau lönd sem Islending- ar skipta mest við. A undanförnum árum hefur ver- ið þrýst á að Islendingar opni sendiráð í Japan vegna mikilla viðskiptahagsmuna þar. Viðskipti Is- lendinga og Japana eru t.d. mun meiri en viðskipti Islendinga og Kínverja. Þess utan eru fastanefndir hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, hjá Atlants- hafsbandalaginu í Brussel, Vestur-Evrópusam- bandinu, hjá alþjóðastofnunum í Genf, hjá OECD í París, menningamálastofnun Sameinuðu þjóðanna og hjá Evrópuráðinu ásamt fleirum. Sendiráð íslands i Washington Umdæmi sendi- ráða Islands erlendis geta verið óhemju stór og starfið viðamikið. Tökum sendiráðið í Washington í Bandaríkjunum sem dæmi. Utan Bandaríkjanna nær það til Kanada, Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Chile, Perú, Kólumbíu, Urúgvæ, Venesúela og Kosta Ríka. Helstu verkefni: Diplómatísk samskipti við umdæmisríkin, varnar- og öryggismál, ræðisstörf, menning- armál, landkynningar- og upplýsingastarf, viðskiptamál, sam- skipti við ræðismenn, samskipti við íslendinga í Bandaríkjunum og Kanada. Svo hljóðar textinn á heimasíðu utanríkisráðuneytis- ins varðandi sendiráð okkar í Washington. Þar starfa að jafnaði 8 manns sem eftir fremsta megni aðstoða þá sem til sendiráðsins leita. Svipaðan texta er að finna fyrir önnur sendiráð okkar. Margir vilja til útlanda Mikil eftirsókn er eftir störfum erlend- is í utanríkisþjónustunni. Færri komast að en vilja. Hvort það eru launin eða eitthvað annað sem veldur því að stöður í utanríkis- þjónustunni eru svo vinsælar skal ósagt látið. En víst er að marga dreymir um starfa erlendis og vera nær nafla alheimsins - þótt hann hljóti auðvitað alltaf að vera á íslandi, ekki satt? 33 S Kortið sem einfaldar allan rekstur á bílnum þínum 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.