Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 42
Svala Björgvinsdóttir söngkona. Svala er á samningi hjá Skíjunni sem gerði samninginn fyr- ir hennar hönd og sinnar. „Erlendu aðilarnir greiða okkur leyfisgjald þannig að gjaldið fyrir réttindin skilar sér heim. “ FV-mynd: Ari Magnússon tónlist undanskilinni þá segir hann nærtæk- ast að nefna þá aðila sem hann hefur sjálfur verið að vinna með í þessum efnum. „Platan með Svölu verður fullunnin á þessu ári og ekki leikur vafi á að hún fær öfluga mark- aðssetningu, fyrst í Bandarikjunum og síð- an annars staðar í heiminum. Selma Björns- dóttir hefúr gert frábæra plötu. Universal lofar okkur kröftugri markaðssetningu í Evrópu, einnig er þegar vaknaður veruleg- ur áhugi í Japan og Asíu. Vinna við útgáfu í Ameríku er að fara í gang. Móa, Móheiður Júnísdóttir, hefur verið í samstarfi við Tommy Boy í eitt og hálft ár. Margt gott hef- ur komið út úr því en hringlandaháttur hef- ur verið í ákvörðunartökum þeirra og þeir verið í vafa um hvort þeir eigi að leggja áherslu á Bandaríkin eða Evrópu. Nýja efn- ið hennar er góður grunnur frekari fram- sóknar. Ragnhildur Gísladóttir hefur gert plötu með Human Body Orchestra. Þetta er á allan hátt mögnuð og óvenjuleg plata. Samningaviðræður eru í gangi við erlenda aðila og líta vel út.“ Af þeim ungu hljómsveitum sem hafa verið að festa sig í sessi að undanförnu nefn- ir Steinar fyrst Bang Gang, eins manns hljómsveit, sem verður gefin út af Warner í Frakklandi í byrjun næsta árs. Aðrar rokksveitir eiga einnig möguleika hver á sínu sviði. Hann nefiiir Ensími, sem nýlega lauk stúdíóvinnu með Steve Albini, einhveij- um kunnasta upptökustjóra í heimi, Maus, 200.000 Naglbíta, Land og syni, Mínus og Toy Machine. „Vinna með þær er á frum- stigi og vafalaust nokkur vegur framundan. Dæmin sýna einnig að erfiðara og dýrara er að koma rokksveit á framfæri en einstak- Kngi. Það er erfitt fyrir mig að leggja mat á möguleika til dæmis Bellatrix, Botnleðju, Sigur Rósar, Páls Oskars, Quarashi og ann- arra þar sem ég þekki einfaldlega ekki nægi- lega vel til. Svo eru einnig möguleikar á sviði sígildrar tónlistar og fleiri tónlistar- greina en að mínu viti vantar nýja hugsun og betri tengingu íslenskra útgefenda og lista- manna þar. Þessi upptalning sýnir þó að hér fer friður hópur sókndjarfs hæfileikafólks sem allt er alþjóðlega hugsandi." Tweir brestir - Það er greinilegt að mögu- leikarnir fyrir hendi en hvað þarf til að væntingarnar geti orðið að veruleika? „Grunnurinn er til staðar í ágætri þekk- ingu og tengslum við alþjóðlegan markað. Að mínu viti eru þó tveir brestir til staðar. Annars vegar snúa þeir að tónlistariðnaðin- um sjálfum, það eru útgefendur, flytjendur og höfundar. Fagleg samstaða þeirra mætti vera miklu meiri en hún er. Sam- skipti þeirra bera allt of mikinn keim af samskiptum atvinnurekenda og launþega. Það er miður. Eg tel nauðsynlegt að þessir þrir aðilar séu samstilltir og samskipti þeirra séu á góðum nótum. Mér finnst, þar sem ég sit í mínu útgáfusæti, að það sé af- skaplega mikilvægt að flytjendur og höf- undar líti meira til þess að byggja upp þann faglega þátt á íslandi sem útgáfa er og haldi ekki að sóknarfærin sé að finna hjá erlendum útgefendum. Ég held að það skili sér aldrei á sama hátt og í faglegri uppbyggingu hér á landi með samstöðu Þú getur séð hvar sendingin þín er stödd hverju sinni á www.postur.is/tnt - hún verður örugglega komin á áfangastað innan sólarhrings. limmœsmmmmmmmmmmmsmmmmmMmmmm' 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.