Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 42

Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 42
Svala Björgvinsdóttir söngkona. Svala er á samningi hjá Skíjunni sem gerði samninginn fyr- ir hennar hönd og sinnar. „Erlendu aðilarnir greiða okkur leyfisgjald þannig að gjaldið fyrir réttindin skilar sér heim. “ FV-mynd: Ari Magnússon tónlist undanskilinni þá segir hann nærtæk- ast að nefna þá aðila sem hann hefur sjálfur verið að vinna með í þessum efnum. „Platan með Svölu verður fullunnin á þessu ári og ekki leikur vafi á að hún fær öfluga mark- aðssetningu, fyrst í Bandarikjunum og síð- an annars staðar í heiminum. Selma Björns- dóttir hefúr gert frábæra plötu. Universal lofar okkur kröftugri markaðssetningu í Evrópu, einnig er þegar vaknaður veruleg- ur áhugi í Japan og Asíu. Vinna við útgáfu í Ameríku er að fara í gang. Móa, Móheiður Júnísdóttir, hefur verið í samstarfi við Tommy Boy í eitt og hálft ár. Margt gott hef- ur komið út úr því en hringlandaháttur hef- ur verið í ákvörðunartökum þeirra og þeir verið í vafa um hvort þeir eigi að leggja áherslu á Bandaríkin eða Evrópu. Nýja efn- ið hennar er góður grunnur frekari fram- sóknar. Ragnhildur Gísladóttir hefur gert plötu með Human Body Orchestra. Þetta er á allan hátt mögnuð og óvenjuleg plata. Samningaviðræður eru í gangi við erlenda aðila og líta vel út.“ Af þeim ungu hljómsveitum sem hafa verið að festa sig í sessi að undanförnu nefn- ir Steinar fyrst Bang Gang, eins manns hljómsveit, sem verður gefin út af Warner í Frakklandi í byrjun næsta árs. Aðrar rokksveitir eiga einnig möguleika hver á sínu sviði. Hann nefiiir Ensími, sem nýlega lauk stúdíóvinnu með Steve Albini, einhveij- um kunnasta upptökustjóra í heimi, Maus, 200.000 Naglbíta, Land og syni, Mínus og Toy Machine. „Vinna með þær er á frum- stigi og vafalaust nokkur vegur framundan. Dæmin sýna einnig að erfiðara og dýrara er að koma rokksveit á framfæri en einstak- Kngi. Það er erfitt fyrir mig að leggja mat á möguleika til dæmis Bellatrix, Botnleðju, Sigur Rósar, Páls Oskars, Quarashi og ann- arra þar sem ég þekki einfaldlega ekki nægi- lega vel til. Svo eru einnig möguleikar á sviði sígildrar tónlistar og fleiri tónlistar- greina en að mínu viti vantar nýja hugsun og betri tengingu íslenskra útgefenda og lista- manna þar. Þessi upptalning sýnir þó að hér fer friður hópur sókndjarfs hæfileikafólks sem allt er alþjóðlega hugsandi." Tweir brestir - Það er greinilegt að mögu- leikarnir fyrir hendi en hvað þarf til að væntingarnar geti orðið að veruleika? „Grunnurinn er til staðar í ágætri þekk- ingu og tengslum við alþjóðlegan markað. Að mínu viti eru þó tveir brestir til staðar. Annars vegar snúa þeir að tónlistariðnaðin- um sjálfum, það eru útgefendur, flytjendur og höfundar. Fagleg samstaða þeirra mætti vera miklu meiri en hún er. Sam- skipti þeirra bera allt of mikinn keim af samskiptum atvinnurekenda og launþega. Það er miður. Eg tel nauðsynlegt að þessir þrir aðilar séu samstilltir og samskipti þeirra séu á góðum nótum. Mér finnst, þar sem ég sit í mínu útgáfusæti, að það sé af- skaplega mikilvægt að flytjendur og höf- undar líti meira til þess að byggja upp þann faglega þátt á íslandi sem útgáfa er og haldi ekki að sóknarfærin sé að finna hjá erlendum útgefendum. Ég held að það skili sér aldrei á sama hátt og í faglegri uppbyggingu hér á landi með samstöðu Þú getur séð hvar sendingin þín er stödd hverju sinni á www.postur.is/tnt - hún verður örugglega komin á áfangastað innan sólarhrings. limmœsmmmmmmmmmmmsmmmmmMmmmm' 42

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.