Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 34

Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 34
I fi II P jTaSi 1 ^ l v^jy |\ Sölumenn lagerinnréttinga Ofnasmiðjunnar. Frá vinstri: Þorsteinn Þorsteinsson, Sigmundur Hermundsson, Hákon Arnason, Þröstur Gestsson og Jón Rafn Valdimarsson deildarstjóri. stærsta fyrirtæki á sínu sviði í heim- inum og náði þeirri stöðu þegar það sameinaðist hilludeild Electrolux árið 1996 og Dexion á þessu ári." Brettakerfi á brautum eykur geymslurýmið Sala á svokölluðu „Mobile rack" eða brettakerfi á brautum hefur færst í vöxt að undanförnu og nú síð- ast var slíkt kerfi sett upp hjá Mjólk- ursamsölunni í Búðardal. Brettarekk- ar á brautum gera það að verkum að í mörgum tilfellum þurfa fyrirtæki ekki að fara út í dýrar byggingafram- kvæmdir, eingöngu vegna þess að lagerrými fyrirtækisins er orðið yfir- fullt. Þetta er algengt vandamál sem mörg fyrirtæki sjá fram á að þurfa að Góðar geymslulausnir spara tíma, rými og peninga Með því að nýta betur geymslurými fyrirtækja er oft hægt komast hjá því að fara út í kostnaðarsamar byggingar- framkvæmdir um leið og nýjar lausnir á meðferð og með- höndlun vöru geta sparað bæði tíma og fyrirhöfn starfsmannanna. Ofnasmiðjan einbeitir sér að því að bjóða viðskiptavinum sínum heildarlausnir varðandi allt sem tengist meðferð og meðhöndlun á vörum, stórum og smáum. Lausnirnar eru fjölbreyttar, allt frá plast- skúffum upp í stærstu tegundir brettarekka," segir Jón Rafn Valdimarsson, deildarstjóri innréttingadeildar Ofnasmiðjunnar. Fyrirtækið hefur starfað í yfir 60 ár og náð að afla sér víðtækrar þekkingar á lausnum er varða geymslu á vörum. Þar sem kröfur við- skiptavinarins eru misjafnar og þarfirnar sömuleiðis hefur Ofnasmiðjan oft tekið þátt í að greina hvaða meðferð hentar þeim ólíku vörutegundum sem mörg fyrirtæki bjóða upp á. Helsti samstarfsaðili Ofnasmiðjunnar er Constructor Group í Noregi en hjá fyrirtækinu starfa sérfræðingar sem búa yfir mikilli þekk- ingu. Þegar á hefur þurft að halda hafa ráð- gjafar Constructor Group boðið fram þjónustu sína fyrirvaralaust hafi þurft að finna snjallar geymslulausnir fyrir íslenska viðskiptavini Ofnasmiðjunnar. Constructor Group er fimmta leysa þrátt fyrir að húsnæði fyrirtækisins sé nægilega stórt fyrir alla aðra starfsemi. Með brettarekkum á brautum er hægt að tvöfalda nýt- ingu lagerplássins sem fyrir hendi er og að sjálfsögðu með miklu minni tilkostnaði en þeim sem fylgir nýbyggingum. Auðvelt er að keyra hvers kyns lyftara um rekkana svo aðgangur að brettum og/eða vörum er þægilegur og umfram allt mjög auðveldur. „Hjá Mjólkursamsölunni í Búðardal var sett upp kerfi sem tekur 576 EUR bretti. Hámarksnýting rýmisins hjá MSB náðist með þessu Fyrirtækið Dælur hejur tekið í notkun Paternoster-kerfið. Hér sjást skúffurnar sem stöðvast fyrirframan þann sem œtlar að sœkja í þær varahluti eða annað. 34

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.