Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 48
VIRKJANIR Óspillt náttúra verður melra virðl Marð- ir virkjanasinnar taka fram að þeir vilji ekki virkja á Þingvöllum. Ætli þeir átti sig á að í því felst breyting frá því viðhorfi sem ríkti fyrir nokkrum áratugum? Björn Th. Björnsson segir um Sogsvirkjun í Þing- vallabók sinni: „Hinsvegar urðu Þingvellir að gjalda æði dýrt fyrir rafmagnið sem öðr- um var ætlað, því með byggingu orkuvers- ins við Efrafall var yfirborð vatnsins hækk- að svo, eða um 80 sm., að veruleg röskun hefur orðið á lífríki þess, en hólmar, leirur og tangar í þjóðgarðinum sjálfum farið undir vatn. Glöggt má merkja þetta af rennsli Öxarár. Aður rann hún allstríð fram Þingvöllinn og milli harðbakka, en nú breiðir hún úr sér móti fyrirstöðu vatnsins og myndar svakka á bæði borð, inn undir búðastæðin að vestan og inn undir kirkju- garð og túnið að austan.“'' Ekki er þetta einsdæmi, þvi að elsti þingstaður landsins, þar sem Reykvíkingar og nágrannar þeirra gerðu út um mál sín á fyrstu öldum byggð- ar, fór að hluta á kaf þegar reist var stífla við útfall Elliðavatns fyrir 1930. Ef marka má viðbrögð við ráðgerðri virkjun á Eyja- bökkum má telja ólíklegt að slíkt rask yrði látíð óátalið nú. Forgangsröðin breytist þegar efni vaxa, menn kunna ekki aðeins að meta fæði, ljós og hita, heldur líka „munað“ á borð við óspillta náttúru. Ef að líkum lætur heldur vegur hennar áfram að vaxa á komandi áratugum og öldum. Arðsemi Fljótsdalsvirkjunar er torfundin Hér eru tekin nokkur dæmi um það hvern- ig arðsemismat fyrir Fljótsdalsvirkjun gætí litið út. Aðalálitaefnið er hvaða ávöxtunar- kröfu eigi að nota. Opinberar framkvæmd- ir í Bretlandi hafa verið núvirtar með 6% ávöxtunarkröfu, en Alþjóðabankinn gerði lengi kröfu um 7% arð til framkvæmda sem hann lánaði tíl. Einnig sést stundum 5% ávöxtunarkrafa. Krafan er vegið meðaltal af vöxtum af lánum sem í boði eru og ósk- um um ávöxtun eigin fjár. Óvissa um raf- magnssölu á seinni endingarárum Fljóts- dalsvirkjunar, sem lesa má úr yfirlýsingum iðnaðarráðherra, ýtir ávöxtunarkröfunni upp á við. Engin ástæða er til að gera lítið úr þessari óvissu. Minna má á að árið 1991 var Blönduvirkjun fullbúin en enginn vissi hvað áttí að gera við hana. Þá má nefna að Landsvirkjun tekur á sig töluverða áhættu með því að láta orkuverð sveiflast með verði á áli. Ef ríki og sveitarfélög taka ábyrgð á lánum fýrirtækisins verður að bæta við kostnaði þeirra af því. Hér er gert ráð fyrir að stofnkostnaður Fljótsdalsvirkjunar, spennistöðva, lína og annars sem henni fýlgir sé 25 milljarðar króna. í tölunni eru vextír á virkjunartíma. Hins vegar eru ekki taldir með 3 milljarð- ar sem þegar hafa farið í rannsóknir og annan undirbúning. Þar sem búið er að eyða þessum peningum hafa þeir ekki áhrif á það hvort virkjað verður.4 Lands- virkjun telur rekstrarkostnað 0,7% af stofn- kostnaði vatnasaflsvirkjana á ári, en hærra hlutfall af línum og öðrum búnaði. I dæm- unum hér á eftir er rekstrarkostnaður 0,8% af heildarljárfestíngunni. Landsvirkjun af- skrifar stíflur, veitur og önnur mannvirki á 60 árum en vélbúnað og spennistöðvar á 30 árum. I dæmunum er miðað við 45 ára meðalafskriftatíma. Orkugeta Fljótsdals- virkjunar er 1.250 GWst á ári. I fyrsta dæminu er miðað við 6% ávöxtunarkröfu og meðalverð á rafmagni til stóriðju árið 1998, en það var 88 aurar á kwst. Utkoman er að 10 milljarða tap verði af fjárfesting- unni, um 240 þúsund krónur á hverja fjög- urra manna fjölskyldu í Reykjavik (að Við vitum þetta! Hið viðtekna virðhorf er að ekki þurfi að skoða arðsemishliðina: „Við vitum þetta“. Frumvarpi um arðsemismat var stungið undir stól án umræðna. Flutningsmaður hlaut sömu örlög nokkrum mánuð- um síðar. Verð til almenningsveitna Samkvæmt lögum má orkusala tii stóriðju ekki leiða til hærra raf- magnsverðs til almenningsveitna en ella myndi verða. Finnur og Tryggvi „Enn ber þó nokkuð á óvandaðri umfjöllun um orkufrekan iðnað. Ein slík grein birtist í Morgunblað- inu í gær þegar Tryggvi Felixson, embættismaður í þjónustu ríkis- stjórnarinnar, reynir að gera tölur mínar um þjóðhagsleg áhrif frek- ari stóriðjuframkvæmda tortryggi- legar...“ Þetta var í fyrsta skipti af þremur í greininni sem Finnur minnti Tryggva á hjá hverjum hann starfaði. Tryggvi vann um þessar mundir í fjármálaráðuneytinu. ótöldum 3 milljörðum sem þegar hefur verið varið í undirbúningskostnað). Raf- magnsverð til stóriðju þarf að hækka um tæp 60% frá meðalverði ársinsl998 ef virkj- unin á að bera sig. Orkuverðið yrði þá 140 aurar á kwst. Ef undirbúningskostnaður er talinn með fer tapið í 13 milljarða. Orkuverð þarf að fara yfir 150 aura á kwst til þess að fá inn iýrir honum líka. Til samanburðar er dæmið reiknað miðað við aðrar forsendur: *Þegar miðað er við 5% ávöxtunarkröfu þarf rafmagnsverð að hækka um meira en 40% frá meðalverði 1998 - fara í 125 aura kwst - tíl þess að koma fjárfestingunni upp í núll (og fara í tæplega 140 aura til að fá fýrir undirbúningskostnaði). *I þriðja dæminu er reiknað með aðeins 4% vöxtum, sem telja verður mjög lágt. Enn þarf verðið að hækka um tæpan fjórðung tíl þess að fjárfestíngin komi út á sléttu. Verðið yrði þá 109 aurar á kwst (og það þarf að fara yfir 120 aura til þess að fá fýrir undirbúningskostnaði). Ekkert mat hefur hér verið lagt á þann missi sem yrði að Eyjabökkum, fágætum gróðurreit í 650 metra hæð. Hann er bón- us ofan á peningaleg útgjöld af virkjuninni. Einnig verður að bæta við kostnaði af gróðurhúsaáhrifum af álverinu, sem lands- menn munu bera. Miðað við að hvert tonn koltvísýrings sé metið á um þúsund krón- ur5 er kostnaður af menguninni 4 milljarð- ar við fjögur prósent vexti og 3 milljarðar við sex prósent vextí (hugsanlegt er auðvit- að að álverið sjálft greiði mengunargjald). Hér er alls ekki reynt að mála Fljótsdals- virkjun dekkri litum en ástæða er til, heldur er gefin eins góð mynd og hægt er út frá þeim tölum sem fýrir liggja frá Landsvirkjun. Ef Fljótsdalsvirkjun er góður fjárfestíngar- kostur verður að gera ráð fyrir mun hærra raforkuverði frá stóriðju en fékkst á liðnu ári. Landsvirkjun hefúr bent á það í auglýs- ingum, að gróðurhúsaáhrif séu 9 sinnum minni þegar ál er búið tíl með rafmagni úr vatnsaflsvirkjun en þegar kol eru notuð. Af þessum sökum er það hagsmunamál Is- lendinga - og ekki síst Landsvirkjunar - að Kyotosamkomulagið nái fram að ganga. Ef það gerist mun mengunargjald bætast ofan á verð á rafmagni úr kyndistöðvum. Búast má við að einhvers konar auðlindagjald leggist á íslenskt rafmagnsverð á næstu árum, en líkast til verður það miklu lægra en mengunargjaldið sem erlendir raf- magnsframleiðendur munu borga. Þetta styrkir samkeppnisstöðu islenskrar raf- 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.