Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 27
NÆRMYND
Fyrirliði með stáltaugar!
Gunnar Örn hefur hæglátan stíl. Hann er þéttur á velli, óstressaður og býr yfir miklum krafti. Sá sem hefur samskipti við
hann rekur sig fljótt á að hann er ekki aðeins mjög skipulagður heldur einnig rólegur og afslappaður í starfi. Gunnar Örn er
sagður afar fastur fyrir og sækja markmið sín í starfi af mikilli festu. Að sögn samstarfsmanna hefur hann stáltaugar og ekk-
ert virðist geta komið honum úr jafnvægi.
Starfsferillínn: Eftir að náminu lauk í
Verslunarskólanum hóf Gunnar störf á
Endurskoðunarskrifstofu Þorgeirs Sig-
urðssonar og vann þar einnig með nám-
inu í Háskólanum allt til febrúar 1984 þeg-
ar hann fékk sjálfur löggildingu. Þá beið
hann ekki boðanna heldur hóf sjálfstæðan
atvinnurekstur og rak endurskoðunar-
skrifstofuna Hagskil frá 1984 til ársloka
1993 en í janúar 1994 tók hann við starfi
forstjóra SIF. Rekstur Hagskila var reynd-
ar ekki fyrsta reynsla Gunnars Arnar af at-
vinnurekstri því hann var einn af stofn-
endum tölvufyrirtæksins TOK og starfaði
þar meðfram námi við að hanna bókhalds-
búnað fýrir endurskoðunarskrifstofur og
smærri og stærri fyrirtæki. TOK varð
býsna lífseigt því þegar það var sameinað
Tæknival árið 1998 var það elsta starfandi
tölvuíýrirtæki landsins. Félagi Gunnars
Arnar og meðeigandi í Hagskilum var
Ragnar Gíslason sem í dag starfar sem
rekstrarþróunarstjóri SIF.
Umskiptin: Fyrstu kynni Gunnars af
SIF var þegar hann gerðist endurskoð-
andi fyrirtæksins og síðan varð samstarf-
ið nánara þegar miklar breytingar voru
gerðar á SIF í árslok 1993 en þá var fýrir-
tækið svipt einkaleyfi til útflutnings á salt-
fiski og því um líkt leyti breytt úr gamal-
dags sölusamlagi í hefðbundið hlutafélag
á nútíma mælikvarða. Þáverandi forstjóri,
Magnús Gunnarsson, lét af störfum og
það voru þeir Karl Njálsson og Sighvatur
Bjarnason, stjórnarmenn i SIF, sem beittu
sér mest fýrir því að Gunnar var beðinn að
taka starfið að sér. Starf forstjóra SIF var
fyrsta stjórnunarstarfið sem Gunnar tók
að sér ef frá er talinn rekstur eigin fyrir-
tækis.
iþróttirnar: Gunnar Örn stundaði fót-
bolta af fítonskrafti með Víkingi á sínum
yngri árum. Hann spilaði með meistara-
flokki Víkings í 1. deild allt fram til 1981;
mjög sigursælu liði sem vann flesta þá
titla sem hægt var að vinna í íslenskri
knattspyrnu. Hann var ungur valinn í
Faxaflóaúrvalið svokallaða en það var lið
sem var nokkurs konar undirbúnings-
deild fýrir unglingalandsliðið. Gunnar lék
með unglingalandsliðinu í nokkur ár og
var fýrirliði þess. Liðið sem hann lék með
komst í undanúrslit í Evrópukeppni sem
segir sína sögu um styrk liðsins.
Fjölskyldan: Gunnar Örn er kvæntur
Birnu Rafnsdóttur Hafnfjörð prentsmið en
foreldrar hennar eru Rafn Hafnfjörð, prent-
smiðjustjóri og ljósmyndari, og Kristín
Björg Jóhannsdóttir skrifstofumaður. Þau
Gunnar og Birna eiga fjögur börn, Kristján
Rafn, f. 1976, Auðunn Örn, f. 1977, Andra
Björn, f. 1982, ogTinnu Björk, f. 1994. Þau
búa við Ystasel en tveir eldri synirnir eru
fluttir að heiman og búa sinn í hvorri íbúð-
inni í sama fjölbýlishúsinu í Kópavogi. Þau
Gunnar og Birna eiga eitt barnabarn,
Daínel Örn - og er hann sonur Auðuns.
Stíllinn: Gunnar Örn hefur hæglát-
an stíl. Hann er þéttur á velli, virkar
óstressaður og býr yfir miklum krafti.
Námið í endurskoðuninni og starfið við
það nákvæmnisfag krefst mikillar ná-
kvæmni og skipulags í starfi og sá sem
hefur samskipti við Gunnar Örn rekur
sig fljótt á að hann er ekki aðeins mjög
skipulagður heldur einnig rólegur og af-
slappaður í starfinu. Hann fýlgist vel
með rekstri þessa risafyrirtækis með
nánum samskiptum við allar deildir og
dótturfyrirtæki en dreifir valdi og
ábyrgð talsvert. Aðstoðarforstjóri SIF
er Finnbogi Jónsson, fýrrverandi for-
stjóri ÍS. Á meðal nánustu samstarfs-
manna Gunnars innan SIF á undanförn-
um árum hafa meðal annars verið þeir
Róbert B. Agnarsson, sem var aðstoðar-
forstjóri SIF fýrir sameininguna, og
Ragnar Gíslason rekstrarþróunarstjóri -
en þessir tveir eiga það sameiginlegt að
hafa þekkt Gunnar Örn mjög lengi,
bundið við hann vinskap og spilað með
honum knattspyrnu í Víkingi árum sam-
an. Gunnar er fastur fyrir og sækir
markmið sín í starfinu af mikilli festu.
Hann hefur, að sögn samstarfsmanna
hans, stáltaugar og ekkert getur komið
honum úr jafnvægi. Gunnar ferðast gríð-
arlega mikið í tengslum við starfið, eða
um það bil 100-120 daga á ári, enda nær
starfsemi SIF núna til fimmtán landa eft-
ir sameininguna þar sem ótal dótturfé-
lög koma við sögu.
Vínirnír: Gunnar heldur talsverðan vin-
skap við lítinn hóp manna sem hann
kynntist flestum í gegnum íþróttaiðkun á
árum áður. Auk þeirra Róberts og Ragn-
ars, sem áður eru nefndir, má sjá Diðrik
Ólafsson matsvein, Sigurð Óla Sigurðs-
son, útibússtjóra Landsbankans á Lauga-
vegi 77, Ólaf Friðriksson byggingameist-
ara og Þór Símon Ragnarsson, útibús-
stjóra Landsbankans í Árbæ. Einnig
mætti nefna Kristján Gunnarsson verk-
fræðing, svila Gunnars og fyrrum starfs-
félaga og meðeiganda í TOK.
Túmstundirnar: Gunnar er löngu hætt-
ur að spila fótbolta en er í ágætri þjálfun
þótt hann sé dálítið þéttari á velli en þegar
hann var í framlínu Víkings í gamla daga.
Hann stundar skíði í Bláfjöllum og í Frakk-
landi á veturna en golf og gönguferðir á
sumrin. Hann er félagi í Golfklúbbi Önd-
verðarness sem starfar á golfvelli í Gríms-
nesinu en þar eiga Gunnar Örn og Ijöl-
skylda sumarbústað sem þau nota tals-
vert, bæði á sumrin og veturna. Gunnar
er félagi í 16 manna veiðiklúbbi sem hefur
árlega farið til veiða í Miðfjarðará í mörg
ár, eða síðan 1981. Gunnar er lítt fikinn í
samkvæmislíf og vill frekar fara í nudd en
kokkteilboð nema hann sé starfsins vegna
neyddur til þess að mæta.
Stefnan: Þegar SÍF var gert að hluta-
félagi árið 1993 og útflutningur á saltfiski
gefinn í rauninni frjáls voru margir sem
spáðu því að fýrirtækið myndi fljótlega
missa tiltrú kaupenda, verða undir í sam-
keppninni og liðast i sundur. Hlutabréf í
félaginu voru skráð á 0,6 í ársbyrjun 1994
en eru í dag á róli í kringum 6,4. Undir
stjórn Gunnars hefur félagið haslað sér
völl vítt um álfur og nú síðast gengið af
blokkamyndun í íslensku atvinnulífi næst-
um dauðri með því að sameinast IS. Það
er ýmislegt sem bendir til þess að Gunnar
Örn hafi ekki alveg sagt sitt síðasta orð á
þessum vettvangi og hlýtur að teljast frek-
ar líklegt að SIF eigi enn eftir að stækka
I undir hans stjórn. S!]
27