Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 40

Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 40
Frá alþjóðlegum tónleikum Flugleiða, Flugfélags íslands og EMI í flugskýli Flugfélagsins á Reykjavíkurflugvelli 16. október sl. Um 550 útlend- ingar komu til landsins gagngert á tónleikana. FV-mynd: Geir Ólafsson Vill úlflutningsráð í tónlistariðnaðinn Steinar Berg Isleifsson vill ab stjórnvöld líti tónlist sömu augum og gerb kvikmynda og útgáfu bóka; þab fæli í sér landvinninga íslenskr- ar tónlistar erlendis. Hann telur brýnt ab tekjur af tónlistinni skili sér heim! nslendingar kaupa þijá geisladiska á mann á ári sem er áþekkt og í öðrum löndum Norður-Evrópu. Neyslumarkaðurinn innanlands erfarinn að staðna eftir góðan vöxt undanfarinna ára og stækkunarmöguleikar takmarkaðir þannig að tækifærin eru erlendis," segir Steinar Berg Isleifsson hjá Skííunni um sitt hjartans mál; útflutning á íslenskri tónlist. Steinar Berg hefur varið ómældum tima og orku í að byggja upp tengsl við erlend útgáfufyrir- tæki með landvinninga íslenskrar tónlistar í huga. Steinar Berg ræðir hér um stöðuna í íslenskum tónlistariðnaði og horfurnar í út- flutningsmálum. Hann vili búa til tekjur af íslenskri tónlist - tekjur sem skila sér heim. I skýrslu sem tekin var saman fyrir iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytið í ársbyrjun 1997 og miðast við árið 1995 kom fram að 500 þúsund eintök af hljómplötum eru seld hérlendis á ári. Steinar Berg segir að það þyrfti ekki mikla landvinninga erlendis til að tvöfalda þennan markað og heldur MYNDIR: Geir Ólafsson og Ari Magnússon áfram: „Til þess þarf ekki neinn stórkostleg- an árangur. Arangur Bjarkar einn og sér með sölunni á plötunni Debut, sem var ágætis árangur á alþjóðlegan mælikvarða, er talinn vera um þrjár milljónir eintaka eða sexfaldur innanlandsmarkaðurinn. Tæki- færin eru raunhæf. Dæmið sýnir að einn tónlistarmaður getur leitt til margfeldis ís- lensks markaðar með því að ná ágætum ár- angri á alþjóðlegum mörkuðum." Vaxið hratt íslenskur tónlistariðnaður er öflug atvinnugrein, sem skapar atvinnu fyr- ir um 1.000-1.500 manns frá því að lag er HBHHHHBBRERH&HHH&HBHBSHHBRBBHHBBBI 40

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.