Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 65
Guðný Benediktsdóttir, markaðsstjóri hjá EJS, hefur mikinn áhuga á jöklaferðum um hálendi Islands. FV-mynd: Geir Olajsson □ uðný Benediktsdóttir tók við starfi markaðsstjóra EJS í byrj- un og sem stendur er hún eini liðsmaður markaðsdeildar fyrirtækis- ins. „Starf markaðsstjóra hjá EJS er í mótun því verið er að aðskilja markaðs- deildina frá sölusviðinu. Mitt hlutverk er að móta þetta starf og enn sem kom- ið er er ég eini starfsmaður markaðs- deildarinnar,“ segir Guðný. „Markaðsdeildin verður byggð upp samkvæmt gæðastaðli og stefnt er markvisst að gæðavottun samkvæmt ISO-900. Búast má við því að starfs- mönnum fjölgi í markaðsdeild fyrirtæk- isins á næstu mánuðum en umsvif fyrir- tækisins munu ráða mestu um stærð hennar. Eg sem markaðsstjóri sit í framkvæmdaráði EJS og er það mikils virði fyrir markaðsmálin að ég fái að vera þátttakandi í ákvarðanatöku fyrir- tækisins. Aðaláhersla markaðsdeildar- innar verður lögð á viðskiptavininn, rauði þráðurinn í starfi deildarinnar er að uppfylla þarfir hans.“ Guðný er fædd í Reykjavík árið 1964 og hefur alla tíð búið innan borgar- markanna ef frá er talinn sá tími er hún var við nám i Bandaríkjunum. Fyrstu 12 ár ævinnar bjó Guðný í Vesturbænum en fluttist þá í Breiðholtið og bjó þar til tvítugs, en um það leyti útskrifaðist hún sem stúdent frá Menntaskólanum við Sund. Guðný tók próf í vélaverkfræði frá Háskóla Islands og síðan MBA- gráðu frá Colorado State University árið 1991. „Þegar ég kom heim frá námi hóf ég störf sem sérfræðingur á mark- aðssviði Landsbanka Islands. I ársbyrj- un 1995 hóf ég störf sem markaðs- og sölustjóri Áburðarverksmiðjunnar og starfaði þar þangað til ég kom til EJS.“ Guðný er gift Guðna Ingimarssyni, vélaverkfræðingi hjá Össuri, en þau gengu í hjónaband árið 1989. Áhugamál Guðnýjar eru margvísleg og einkennast af útiveru með ijölskyldunni. Guðný og Guðný Benediktsdóttir, EJS og fjögurra ára sonur þeirra hjóna, Ingi- mar, eru mikið áhugafólk um hesta- mennsku. „Við eigum að sjálfsögðu hesta, en ég var reyndar að selja minn og ætla að fjárfesta í öðrum á næstunni. Við höfum einnig verulega gaman af fjallaferðum um Island og eigum reynd- ar ágætis jeppabifreið til að sinna því áhugamáli okkar. Eiginmaður minn hef- ur verið sérlega duglegur við að aðlaga jeppann til að komast í jöklaferðir árið um kring,“ segir Guðný. ffl TEXTI: ÍSflK ÖRN SIGURÐSSON 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.