Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Page 65

Frjáls verslun - 01.09.1999, Page 65
Guðný Benediktsdóttir, markaðsstjóri hjá EJS, hefur mikinn áhuga á jöklaferðum um hálendi Islands. FV-mynd: Geir Olajsson □ uðný Benediktsdóttir tók við starfi markaðsstjóra EJS í byrj- un og sem stendur er hún eini liðsmaður markaðsdeildar fyrirtækis- ins. „Starf markaðsstjóra hjá EJS er í mótun því verið er að aðskilja markaðs- deildina frá sölusviðinu. Mitt hlutverk er að móta þetta starf og enn sem kom- ið er er ég eini starfsmaður markaðs- deildarinnar,“ segir Guðný. „Markaðsdeildin verður byggð upp samkvæmt gæðastaðli og stefnt er markvisst að gæðavottun samkvæmt ISO-900. Búast má við því að starfs- mönnum fjölgi í markaðsdeild fyrirtæk- isins á næstu mánuðum en umsvif fyrir- tækisins munu ráða mestu um stærð hennar. Eg sem markaðsstjóri sit í framkvæmdaráði EJS og er það mikils virði fyrir markaðsmálin að ég fái að vera þátttakandi í ákvarðanatöku fyrir- tækisins. Aðaláhersla markaðsdeildar- innar verður lögð á viðskiptavininn, rauði þráðurinn í starfi deildarinnar er að uppfylla þarfir hans.“ Guðný er fædd í Reykjavík árið 1964 og hefur alla tíð búið innan borgar- markanna ef frá er talinn sá tími er hún var við nám i Bandaríkjunum. Fyrstu 12 ár ævinnar bjó Guðný í Vesturbænum en fluttist þá í Breiðholtið og bjó þar til tvítugs, en um það leyti útskrifaðist hún sem stúdent frá Menntaskólanum við Sund. Guðný tók próf í vélaverkfræði frá Háskóla Islands og síðan MBA- gráðu frá Colorado State University árið 1991. „Þegar ég kom heim frá námi hóf ég störf sem sérfræðingur á mark- aðssviði Landsbanka Islands. I ársbyrj- un 1995 hóf ég störf sem markaðs- og sölustjóri Áburðarverksmiðjunnar og starfaði þar þangað til ég kom til EJS.“ Guðný er gift Guðna Ingimarssyni, vélaverkfræðingi hjá Össuri, en þau gengu í hjónaband árið 1989. Áhugamál Guðnýjar eru margvísleg og einkennast af útiveru með ijölskyldunni. Guðný og Guðný Benediktsdóttir, EJS og fjögurra ára sonur þeirra hjóna, Ingi- mar, eru mikið áhugafólk um hesta- mennsku. „Við eigum að sjálfsögðu hesta, en ég var reyndar að selja minn og ætla að fjárfesta í öðrum á næstunni. Við höfum einnig verulega gaman af fjallaferðum um Island og eigum reynd- ar ágætis jeppabifreið til að sinna því áhugamáli okkar. Eiginmaður minn hef- ur verið sérlega duglegur við að aðlaga jeppann til að komast í jöklaferðir árið um kring,“ segir Guðný. ffl TEXTI: ÍSflK ÖRN SIGURÐSSON 65

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.