Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 22
Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, og Ingibjörg Rafhar, eiginkona Þorsteins Pálssonar. Mikið mæðir á mökum sendiherra Islands erlendis þótt engin fái þeir launinfyrir. Staðaruþpbœt- ur eru að hluta til hugsaðar sem fjölskyldutekjur enda lœkka þœr efmaki fær vinnu erlendis. bundnum hætti. Það er því vegna hagsmuna ríkisins sem starfs- menn utanríkisþjónustunnar eru háðir flutningsskyldu alla sína starfsævi og staðaruppbætur eru greiddar til að bæta þeim ýmsa þætti eins og óbeinan kostnað, álag og óhagræði sem af þessari flutningsskyldu leiðir fyrir þá sjálfa og fjölskyldur þeirra. Staðaruppbætur Víkjum aftur að staðaruppbótunum. Hvergi, svo kunnugt sé, hefur tekist að ná samkomulagi um hvernig sundurliða skuli staðaruppbætur, enda vega mismunandi þættir mismikið hjá hveijum einstaklingi. Eina leiðin til að leysa það mál hefur verið að ákvarða starfsmönnum viðbótargreiðslu við þau grunnlaun sem þeir hafa heima. Staðaruppbætur eru greiddar í utanríkisþjónustum allra ríkja og eru hvergi skattlagð- ar svo vitað sé. Staðaruppbætur utanríkisþjónustunnar eru mis- munandi eftir löndum og gengisþróun einstakra mynta og eru því breytilegar í íslenskum krónum. Hins vegar eru þær ákvarð- aðar til eins árs í senn og breytast ekki á því ári þrátt fyrir geng- isbreytingar. Börn starfsmanna þurfa að skipta um skóla, menn- ingarumhverfi og tungumál með óreglulegu millibili og fylgir því mikið álag fyrir börn og foreldra. Aðlögun að öðrum venjum og aðstæðum á hverjum stað veldur oft verulegum kostnaði og samskipti við ættingja og vini eru dýr vegna fjarlægða. Fjarlægð- ir í stórborgum valda verulegum aukakostnaði og oft þarf að skipta heimili milli Islands og starfsstaðar erlendis þegar börnin komast á legg og má svo áfram telja. Heimili eða veislusalur? Bústaðir útsendra embættismanna, ekki síst sendiherrabústaðirnir, eru hvort tveggja í senn heimili og opinberir móttökustaðir íslenska ríkisins. Nauðsynlegt er að geta breytt heimili í móttökustað með litlum fyrirvara og fylgja því bæði óþægindi og útgjöld sem greidd eru af staðaruppbót- um. Sama gildir um notkun einkabifreiða starfsmanna í opinbera þágu sendiráðsins. Þegar starfsmaður starfar heima í ráðuneyti falla staðarupp- bætur niður. Hann fær því engar bætur fyrir flutn- ingsskylduna þrátt fyrir að hún sé í fullu gildi og óvissa ríki um það hversu lengi hann muni dveljast á Islandi með allri þeirri röskun sem því getur fylgt. Slíkar bætur eru hins vegar greiddar í ýmsum öðrum ríkjum svo sem Danmörku og Finnlandi. Þegar yfir lengri tíma er litið getur upphæð staðaruppbóta þess vegna gefið mjög skekkta mynd af kjörum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Gera má ráð fyrir að starfsmaður sé erlendis u.þ.b. helming starfstíma síns og fái þá greiddar staðaruppbætur eins og að fram- an er rakið. Hinn helming tímans er hann við störf í utanríkisráðuneytinu. Þar greið- ast engar staðaruppbætur þótt veigamikil rök megi færa fyrir því sökum áframhald- andi flutningsskyldu. Nægir þar að benda á stöðu maka, kjör og lífeyrismál, eins og að framan er rakið, svo og kostnað og fyrir- höfri við að útvega eða ráðstafa húsnæði, oft með mjög stuttum fyrirvara, o.fl. Einingar hér heima Auk mánaðarlauna getur kjaranefnd ákveð- ið sendiherrum og sendifulltrúum, sem starfa á aðalskrifstofu ráðuneytisins, þ.e. eru ekki starfandi í sendiráðum, fasta mánaðar- lega greiðslu í formi eininga fyrir alla yfirvinnu og álag er starfinu fylgir. Fjöldi eininga getur verið allt að 47 á mánuði, en þær eru al- mennt á bilinu 15-40. Eining er 1% af 127. launaflokki Kjaranefnd- ar og er núna um 3.100 krónur á hveija einingu. Fjöldi eininga er ákveðinn sérstaklega fyrir hvern sendiherra og sendifulltrúa og má endurskoða hann árlega. Önnur hlunnindi Ýmis önnur hlunnindi fylgja því að vinna í sendiráði. Hvorki sendiherrar né aðrir sendiráðsstarfsmenn greiða húsaleigu en ráðuneytíð hefur eftirlit með því að slík út- gjöld séu innan hæfilegra marka miðað við starfsstað og stöðu viðkomandi. I flestum löndum á starfsfólk sendiráða þess kost að panta ýmsan varning frá tollvöruverslunum „bonded stores" og almennt gildir að diplómatískir starfsmenn geta flutt inn vör- ur til þess lands sem þeir starfa í, nema Islands, án þess að greiða af þeim gjöld. Tollvöruvöruverslanir eru á almennu und- anhaldi í Evrópu vegna Evrópska efnahagssvæðisins og títt mun vera að sendiherrar panti mat og vín hjá heildsölum fremur en tollvöruverslunum. Almenna reglan í utanríkisþjónustu landa er sú að skattskylda sendiráðsstarfsmanna er yfirleitt minni en annarra í því ríki sem þeir starfa, en er þó mismunandi eftír löndum. Það gilda engar sérreglur um innflutning bíla eða búslóða íslensks sendiráðsfólks til landsins þegar þeir flytja heim. Risna Ætla verður að á mörkunum sé að risna sendiherra upp á um 50 til 150 þúsund á mánuði að jafnaði dugi fyrir veislum og ýmsu öðru vegna móttaka. Kvöldverður á góðu veitingahúsi úti kostar vart undir 5 þúsund krónum á manninn. Tvær tólf- manna veislur á mánuði á veitingahúsi kosta um 120 þúsund krónur. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.