Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 47
VIRKJANIR Greinarhöfundur, Sigurður Jóhannesson hagfrœðingur. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að 13 milljarða króna tap verði af Fljótsdalsvirkjun, eða um 310 þúsund á liverja fjögurra manna fjölskyldu í Reykjavík. „Rafmagns- verð til stóriðju þarf að hækka um 60% frá meðalverði ársins 1998 efvirkjunin á að bera sig.“ FV-mynd: Geir stól án umræðna. Flutningsmað- ur hlaut sömu örlög nokkrum mánuðum síðar. Virkjanir og pýramídar í fyrra fékk Landsvirkjun dr. Pál Harðar- son hagfræðing til þess að meta þjóðhagslegt hagræði af stóriðju frá upphafi. í skýrslu hans má sjá ýmislegt sem greinir þjóðhags- mat frá venjulegu arðsemismati. Samkvæmt henni eru auknar tekj- ur í efnahagslægðum megin- ávinningur landsmanna af stór- iðju. Talsvert atvinnuleysi var í landinu þegar Búrfellsvirkjun var reist og óvíst að önnur vinna feng- ist. Skattar af stóriðju eru taldir henni til tekna vegna þess að í hana var lagt erlent ijármagn, sem ella hefði ekki komið til landsins. Laun eru hærri í stóriðju en gengur og ger- ist. Skýrsluhöfundur núvirðir ávinning og útgjöld miðað við 3,5% og 4% vexti. Ávöxt- unarkrafan ræðst af meðalvöxtum á lánum Landsvirkjunar á árunum 1966-1997, en þeir voru 3,9%. Út kemur að stóriðja hafi fært Landsvirkjun 6 milljarða hagnað - mið- að við 4% vexti - en alls hafi Islendingar grætt 92 milljarða á henni. Stóriðjufyrirtæk- in borguðu aðeins 68 milljarða fyrir raf- magnið á þessum tíma. Samkvæmt skýrsl- unni hefðu Islendingar því haft hag af stór- iðju þó að þeir hefðu borgað með orkunni til hennar. Rök eru fyrir öllu sem tínt er til í skýrslu Landsvirkjunar, en á hinn bóginn má segja að æði margar fjárfestingar, sem ekki væru taldar góðar að öðrum kostí, myndu borga sig ef reiknað væri svona. Eft- ir að Keynes kom fram með hugmyndir sínar um eftirspurnarstjórn fann einn spek- ingurinn út að smíði pýramídanna í Egypta- landi hefði verið þjóðhagslega hagkvæm á krepputímum þar í landi. Þetta kann að þykja öfgakennt dæmi, en það sýnir að stutt er í ógöngur þegar ein tegund fjárfestinga er tekin öðrum tökum en almennt tíðkast. Hvers vegna ætti að gera fjárfestingum rík- isins hærra undir höfði en framkvæmdum við Kringluna? Ríkið getur ýtt undir íjárfest- ingar með almennum aðgerðum - tíl dæm- is með því að lækka skatta - og látíð ráðast hver nýtír þau færi sem þannig bjóðast. Eft- TEXTI: Sigurður Jóhannesson MYNDIR: Geir Ólafsson og Ómar Ragnarsson ir nokkur ár þarf Landsvirkjun að keppa við önnur fyrirtæki í rafmagnssölu. Af þeirri ástæðu verður að telja sérlega hæpið að hún slái af þeim arðsemiskröfum sem gerð- ar eru á frjálsum markaði. Hjá venjulegum fyrirtækjum lítur dæm- ið allt öðru vísi út en í þjóðhagsmatínu hér að framan. Þau borga laun fyrir verk sem unnin eru og greiða skatta án þess að sér- stök umbun komi á mótí. Þau njóta ekki heldur ábyrgðar ríkis eða sveitarfélaga á lánum (eigendaábyrgð á lánum Lands- virkjunar er í raun sfyrkur við fyrirtækið þó að lánin falli ekki á eigendurnajú Þá er á frjálsum markaði krafist meiri vaxta fyrir áhættufé en lánsfé. I grein sem birtist í Vísbendingu 7. ágúst 1998 komst ég að þvi, að miðað við 6% vextí næmi tap á orkusölu Landsvirkj- unar til stóriðju 15-20 milljörðum króna (og er þá reynt að halda öðrum forsendum í Landsvirkjunarskýrslunni). I Morgun- blaðsgrein 4. september 1999 fær Þor- steinn Siglaugsson út tæplega 26 milljarða tap miðað við 7,2% vextí. Til þess að sjá heildartap hins opinbera af stór- iðju verður að bæta við þessar tölur að minnsta kostí 10 millj- arða ríkisframlagi tíl Járnblendi- verksmiðjunnar á Grundar- tanga. I þessum tölum er ekki reikn- að með afgjaldi af landi. Söluverð á hálendisjörðum í nágrenni Reykjavíkur undanfarin ár bend- ir tíl þess að land undir virkjanir fyrir stóriðju hefði kostað á ann- an milljarð króna ef þurft hefði að kaupa það.^ En verðmæti óspilltrar náttúru er meira. Ásýnd landsins breytíst þegar virkjað er, og fyrir slíkt er yfir- leitt ekki greitt á fasteignamark- aði. Oft er erfitt er að taka það aftur sem gert er. Það mættí tíl dæmis hugsa sér að hver lands- maður fyrir sig segði hvers virði Eyja- bakkasvæðið væri honum og tölurnar væru síðan lagðar saman. Gallinn við þá aðferð er að ekki er víst að allir vilji í alvöru reiða fram þá fjárhæð sem þeir nefna. En landið er að minnsta kostí ekki verðlaust. Jarðrask þarf að meta til ijár og bæta því við orkureikning stóriðju og annarra raf- magnsnotenda. I tölunum hér að framan er ekki held- ur tekið inn tjón af flúor, koltvíildi eða annarri mengun af stóriðju. Kyoto-sam- komulagið, sem gerir ráð fyrir að hvert land beri ábyrgð á þeim gróðurhúsaáhrif- um sem þaðan stafa, hafði ekki litið dags- ins ljós þegar íslendingar byrjuðu að reisa virkjanir fyrir álver. Ef Islendingar tækju á sig tjón af koltvísýringsmengun fyrri ára væru þeir að gera það af frjálsum vilja. Hins vegar eru allar líkur á að landsmenn beri á næstu árum kostnað af gróðurhúsa- áhrifum héðan. Þau stafa auðvitað ekki aðeins af stóriðju heldur einnig öðrum verksmiðjurekstri, bílum, olíukyndingu og fleira. Heldur ekki vöku fyrir íslendingum Virkjanir eru dýrar og mikilvægt að vel sé að þeim staðið. En einhverra hluta vegna virðast vangaveltur um arðsemi þeirra ekki halda vöku fyrir íslendingum. Skýrsla iðnaðarráðuneytis Skammt er síðan iðnaðarráðuneytið kynnti tölur um gróða af fyrirhuguðu álveri á Reyðarfirði. Ekki var vikið orði að því hvort hagnaður yrði af virkjun fyrir það. Mætti þó halda að þær upplýsingar ættu meira erindi við almenning, sem mun eiga virkjunina, en ekki álverið. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.