Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 57
n Við einsetjum okkur að selja shiitake sveþþmn a heims- "markaðsverði og erum því ekki hrœdd við mðurfellmgu verndartolla á innfluttum sveþþum.“ hentugt húsnæði, vélaskemmu sem upp- haflega var byggð fyrir verktakafyrirtæki. Það er um 300 fermetra hús sem staðsett er í Fremri Breiðadal í Önundarfirði, rétt við munna Vestfjarðarganganna. Við lét- um jafnframt óháðan aðila gera fyrir okk- ur markaðsrannsókn á síðasta ári og kanna hve mikið við gætum selt af sveppnum án nokkurrar kynningar á markaðnum. Niðurstaða þeirrar könnun- ar efldi með okkur bjartsýnina og við ákváðum í framhaldinu að stofna hlutafé- lag um reksturinn. Inn í það hlutafé- lag komu valdir fjárfestar, flestir af Vestfjörðum en meirihlutaeignin er þó í höndum okkar Steinþórs. Hluta- fjársöfnunin var ekkert vandamál og fengu færri hlutabréf en vildu.“ Þriggja mánaða ræktunar- ferli „Ræktun shiitake sveppsins er vandasöm og útheimtir al- gerlega sótthreinsað umhverfi. Öll rækt- unin felst í því að búa til réttar aðstæður fyrir sveppinn. Shiitake er ræktaður í harðviðarsagi sem í er blandað næringar- efnum í ákveðnum hlutföllum. Nauðsyn- legt er að hafa sótthreinsað umhverfi, því shiitake má ekki komast í samband við aðra sveppi eða bakteríur. Harðviðarsag er sett í þriggja kílóa poka í upphafi ræktunarferilsins og þeir síðan settir í þrýstisuðut- anka þar sem hægt er að ná suðu upp í 120 C°. Að því loknu er pokinn smitaður með shiitake sveppagróum og hon- um lokað vandlega. Ræktunar- ferlið tekur 3 mánuði áður en sveppurinn er fullvaxinn. Þegar við fórum af stað, stefndum við að tveggja tonna framleiðslugetu á mánuði. Ræktunin er ekki árstíða- bundin og það er ekki vanda- mál að halda uppi framleiðslu allt árið um kring. Mjög auð- velt er að stýra framleiðslu- ferlinu og framleiða meira á ákveðnum álagstímum ef svo ber undir, t.d. fyrir jólahátíðina. Þessi aðstaða býður einnig upp á þá möguleika að rækta fleiri tegundir sælkerasveppa. Fyrsta uppskeran kom hinn 20. sept- ember síðastliðinn og við settum hana á markað í verslunum Samkaupa á Isafirði og Félagskaupa á Flateyri. Við einsetjum okkur að selja shiitake sveppinn á heims- markaðsverði og erum því ekki hrædd við niðurfellingu verndartolla á innfluttum sveppum. Kynningaraðili hefur þegar sett sig í samband við nokkra veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og shiitake sveppinn verður áður en langt um líður hægt að fá á betri veitinga- stöðum borgarinn- ar. Næsta skrefið hjá okkur er að kynna stórmörk- uðum í Reykjavík og nágrenni þessa vöru okkar og er nú þegar hægt að kaupa shiitake sveppi í verslunum Ný- kaups og Gallerís Kjöts. Hildur er ánægð með viðtökur þeirra sem prófað hafa sveppinn. „Þeir sem bragðað hafa sveppinn eru mjög hrifnir af honum og segja hann miklu bragðmeiri og drýgri en venjulegan ætisvepp. Eg hef sjálf prófað hann í ýmsum réttum og með- al annars notað hann sem mikilvæga uppi- stöðu í kalkúnafyllingu. Núna get ég ekki F K A FÉLAG KVENNA f ATVINNUREKSTRI THE ICELANDIC ASS0CIATI0N 0F WOMEN ENTREPRENEURS Netfang: fka @fka. is „Harðviðarsag er sett í þriggja kílóa þoka í uþþhafi rœktunarferilsins og þeir síðan settir í þrýstisuðutanka þar sem hœgt er að ná suðu uþþ í 120 C°. Að því loknu er þokinn smitaður með shiitake sveþþagróum og hon- um lokað vandlega. Ræktunarferlið tekur þrjá mánuði áður en sveþþurinn er fullvax- inn. “ hugsað mér kalkúnafyllingu án shiitake sveppsins," segir Hildur. Bæjarfulltrúi Hildur er þróttmikil kona. Hún var kosin bæjarfulltrúi í ísafjarðarbæ í fyrra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Það er annasaml starf en jafnframt mjög áhugavert.“ Helsta áhugamál hennar og Steinþórs er klassískur söngur, en þau hjónin hafa um nokkurra ára skeið verið meðlimir í söng- kvartettinum Vestan Ijögur. Hjónin Krist- inn Níelsson, tónlistarskólastjóri á Flat- eyri, og Harpa Jónsdóttir skipa hinn hluta kvartettsins. Vestan ijögur hafa skemmt víða á Vestfjörðum. Þau Hildur og Steinþór eiga þrjár dætur, 13 ára, 5 ára og eins árs. „Eg er ekki enn búin að taka ákvörðun um hvort við Steinþór reynum að bæta karl- kyns einstaklingi í hópinn," segir Hildur að lokum. 10 Ekkert tiltökumál Már þótti það ekkert tiltökumál að flytjast úr fjölmenninu í fámennið á Flateyri. Ég hef alltaf verið meiri dreifbýlismanneskja í mér og kann þar betur við mig en í þéttbýlinu. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.