Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 12
Teflt með lifandi mönnnm í Tívolíinu. Hér stumra sjúkraflutninga-
menn yfir fóllnu peði.
útnefninguna Skákmaður
Norðurlanda 1999 eftir að
hann hafði lagt Jonny Hector
frá Svíþjóð í hraðskákeinvígi.
Einar S. Einarsson, forsetí
Skáksambands Norðurlanda,
afhentí peningaverðlaun, sem
hann hafði flutt með sér í
reiðufé frá Islandi. Hefur fram-
kvæmdastjóri VISA Islands
líklegast aldrei þurft að hafa
jafnmikið af seðlum á sér og í
þetta sinn! Niels Helveg Peter-
sen, utanríkisráðherra Dana,
afhentí einnig verðlaun og við-
urkenningar, en hann er mikill
áhugamaður um skák. Sigur-
vegari á Norðurlandamótínu
1999, Tiger Hillarp Persson,
fékk verðlaun. Hápunktur há-
tíðarinnar var hraðskákeinvígi
Friðriks Olafssonar og Bents
Larsen. I því kom glöggt í ljós
að heppnin fýlgir Larsen eins
og í einvígi þeirra um Norður-
landameistaratignina árið
1956. Larsen vann þrátt fyrir
að allar skákirnar yrðu jafn-
tefli, en skv. reglunum þurfti
Friðrik að vinna í síðustu
skákinni með hvítu. Það var
mál manna að Larsen hefði átt
í vök að veijast og Friðrik
greinilega í góðu formi. 33
Emar S. Einarsson, fram-
kvœmdastjóri VISA íslands
og formaður Skáksam-
bands Norðurlandanna,
var í essinu sínu. Hér af-
hendir hann Tiger Hillarþ
Persson, sigurvegara á
Norðurlandamótinu 1999
‘ skák’ bikar og seðlabunt.
Hefur framkvœmdastjóri
VISA íslands líklegast
aldrei þurft að hafa jafn-
niikið af seðlum á sér og í
þetta sinn!
Tvöhundruð manns mættu til að tefla útitafl við norrœna
skákmenn í Tívolí.
FV-myndir: Benedikt Jóhannesson
Hápunktur hátíðarinnar var hraðskákeinvígi Friðriks Olafssonar,
stórmeistara og skrifstofustjóra Alþingis, og danska stórmeistarans,
Bents I-arsen. Hér eru þeirglaðbeittir í upphafi leiks.
Teflt í Tívolí
□ að var í nógu að snú-
ast hjá Einari S. Ein-
arssyni, framkvæmda-
stjóra VISA Islands og forseta
Skáksambands Norðurlanda, í
Kaupmannahöfn hinn 20.
ágúst sl. Þetta var enda merk-
isdagur. Skáksamband Norð-
urlanda hélt upp á 100 ára af-
mæli sitt með óvenjulegri
hátíð í Tívolíinu i Kaupmanna-
höfn - eða á sama stað og sam-
bandið var stofnað 100 árum
áður. Islendingar komu mjög
við sögu í athöfninni, en ís-
lenskir skákmeistarar tóku
þátt í miklu útiijöltefli og
Hannes Hlífar Stefánsson fékk
VERÐBREFASTOFAN
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 570 1200
12