Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 64
FJÁRMÁL nefndarinnar og starfshætti hennar í þessu nýja, mikilvæga hlut- verki en þau vandamál verða vafalaust leyst. Það sem einkum hefur valdið erfiðleikum í samræmingarvinn- unni er að þjóðlönd virðast lengi vilja, í þessum málum sem öðr- um, halda í sínar sérreglur og þá skiptir einnig máli í þessu sam- bandi að einhverjir munu missa spón úr aski sínum ef alþjóðlega nefndin á að verða allsráðandi. Fróðlegt er t.d. að fýlgjast með sprangi Evrópusambandsins í þessum elrium, sem virðist ekki vilja fella niður tilskipanir sínar um gerð reikningsskila. Þær eru þó að mörgu leyti úreltar, enda að stofhi til frá árinu 1978 og varða einkum form reikningsskila en efnisreglur þeirra eru að mörgu leyti gallaðar. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvort Evrópu- sambandið gefur eftir í þessum efnum. Hversu miklar upplýsingar á að veita? Eitt af því sem komið hefur í ljós við samanburðarathuganir á reikningsskilum í heimin- um er hversu mikill munur er á upplýsingagildi þeirra. Það er sem sé ekki aðeins munur á efnisreglum og framsetningarhætti, heldur einnig á því hversu mikið er veitt af upplýsingum. Hjá sum- um þjóðum hvílir mikil leynd yfir rekstri fyrirtækja, t.d. þýsku- mælandi þjóðum, jafnvel þótt þau séu í eigu almennings, en mark- miðið hjá öðrum er að reikningsskil séu gegnsæ (e. transparent), eins og nú um stundir er vinsælt að segja. Þeir sem lengst eru komnir í þeim efnum eru Bretar og Bandaríkjamenn en næstir þeim koma Norðurlandaþjóðir, a.m.k. ef marka má rannsókn bresks fræðimanns, S. Gray, sem gert hefur rannsókn á upplýs- ingagildi reikningsskila í heiminum. Erlend áhril hérlendis En víkjum þá stuttlega að því hvernig erlend áhrif hafa komið fram í íslenskum reikningsskilum. Þau áhrif má greina með því að virða fyrir sér þá þróun sem átt hefur sér stað í íslenskum reikningsskilum á þessari öld. Fara má hratt yfir sögu fyrstu áratuga íslenskra reikningsskila. Þau voru fyrst og fremst samin á grundvelli ákvæða skattalaga, enda voru ákvæði annarra laga um reikningsskil afar fátækleg. Til að mynda stóð það eitt í hlutafélagalögunum, sem giltu allar götur frá 1921 til 1978, að árlega skyldu fýrirtæki semja lista yfir tekjur sínar og gjöld ásamt efnahagsreikningi. Engin önnur fyrir- mæli var að hafa í lögunum, hvorki var fjallað um eihisreglur né framsetningarmál. Ohætt er að fullyrða að fram undir lok áttunda áratugarins voru reikningsskil samin fyrir skatfyfirvöld sem aðal- notanda þeirra. Auðvitað komu þessi reikningsskil að einhveijum notum fyrir aðra, svo sem hluthafa og lánardrottna, en víst er að þörfum þeirra var ekki sérstaklega verið að fullnægja þegar reikn- ingsskil voru samin. A árinu 1968 voru sett ný bókhaldslög. Þau voru einkum byggð á dönskum lögum og frumvarpi um sama efni sem lá fyrir norska þinginu. í þessum lögum var að finna, auk reglna um skráningu bókhalds, nokkrar efnisreglur og var það nýmæli. Einnig var kveðið á um það í þessum lögum að reikningsskil skyldu samin þannig að þau gæfu skýra mynd af rekstri og efna- hag og vera í samræmi við góða reikningsskilavenju. Athyglisvert er að sambærilegt ákvæði var þó ekki að finna í norrænni löggjöf á sama tíma. Þessi áherslubreyting var þó fyrsti vísirinn að því sem koma skyldi, þ.e. að draga úr áhrifum skattareglna við frá- gang reikningsskila. Ný lög um hlutafélög voru sett á árinu 1978. Þessi lög voru af- rakstur norrænnar samvinnu enda hafði Norðurlandaþing sam- þykkt að koma á sameiginlegri löggjöf um rekstur hlutafélaga. Sá kafli þessara laga sem fjallar um reikningsskil er nánast orðrétt þýddur upp úr dönsku lögunum. I þessum lögum var að finna nokkuð ítarleg ákvæði um efnisreglur og framsetningarmál, a.m.k. miðað við framkvæmd á þeim tíma. Ohætt er að fullyrða að þessi löggjöf, ásamt raunar lögum um tekju- og eignarskatt sem sett voru á sama ári, hafi haft stórkostleg áhrif til að bæta efiii reikningsskila íslenskra fyrirtækja. Hjá öllum Norðurlöndunum hafa nú þessi lög verið numin úr gildi og önnur stefna tekin í gerð reikningsskila og í því sambandi skipta áhrif Evrópusambandsins mestu, þótt önnur atriði komi þar einnig við sögu. Ný lög um ársreíkninga Á árinu 1994 voru sett ný lög um árs- reikninga. Þau eru að stofni til efni 4. og 7. tilskipunar Evrópu- sambandsins. Ymislegt má segja um hvernig tiltókst í því efni að fella efni tilskipananna inn í íslensk lög en það látið duga að segja að ekki hafi verið nægilega litið til framfara í gerð reikningsskila, t.d. með því að fara að reglum alþjóðlegu nefndarinnar. I þessu sambandi er fróðlegt að Norðmenn, sem voru í sömu stöðu og við, þ.e. aðilar að samningi um Evrópska efnahagssvæðið, kusu við samningu nýrra laga um ársreikninga að líta einkum til alþjóðlegu nefndarinnar og hafna fyrirmælum Evrópusambandsins. Fyrir vikið er nú þörf á því hér á landi að breyta lögum um ársreikninga svo að þau geti verið nær fyrirmælum í hinum sífellt samræmdari heimi reikningsskila þar sem þjóðarsálin verður að víkja fyrir heimssálinni. m Norðmenn framsýnni en við Hér á landi hefur ekki verið nægilega litið til framfara í gerð reikningsskila, t.d. með því að fara að reglum alþjóðlegu nefndarinnar. í þessu sambandi er fróðlegt að Norðmenn, sem voru í sömu stöðu og við, þ.e. aðilar að samningi um Evrópska efnahagssvæðið, kusu við samningu nýrra laga um ársreikninga að líta einkum til alþjóðlegu nefndarinnar og hafna fyrirmælum Evrópusambandsins. Þjóðarsál eða heimssál? Fyrir vikið er nú þörf á því hér á landi að breyta lögum um ársreikninga svo að þau geti verið nær fyrirmælum í hinum sífellt samræmdari heimi reikningsskila þar sem þjóðarsálin verður að víkja fyrir heimssálinni. Tvo lönd - tvenns konar reikningsskil Fyrirtæki leita nú í ríkari mæli en áður eftir fá á erlendum fjármagnsmörkuðum, en þessir erlendu markaðir gera venjulega þá kröfu að erlend fyrirtæki birti reikningsskil sín að hætti innfæddra. Þetta þýðir að fyrirtæki, sem hafa sótt fé á þessa markaði, þurfa að gera tvenn eða jafnvel fleiri reikningsskil, ein fyrir heimamarkaðinn en önnur fyrir er- lenda markaði. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.