Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 62
Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi, skrifarað þessu sinni um
alþjóðavœðingu í þróun reikningsskila. Hann segir að reglur alþjóð-
legrar nefndar (IASC) um samrœmingu reikningsskila í heiminum
verði allsráðandi innan fárra. Nefndin fékk það erindi frá samtökum
verðbréfaþinga að gefa út reglur sem gætu gilt á öllum verðbréfaþing-
um í heiminum. FV-myndir: Geir Olafsson
þó að þarna er talsverður munur á og þegar grannt er skoðað ætti
það ekki að koma mjög á óvart.
Margir þættir stuðla að því að efni og innihald reikningsskila
eru með ólíkum hætti. Hér skulu nokkur atriði nefnd: 1) laga-
kerfi sem þjóðir búa við eru ólík, 2) eignarhald fyrirtækja getur
verið mismunandi, 3) tegundir fyrirtækja geta verið margar, 4)
skattareglur geta verið ólíkar, 5) Jjármagnsmarkaðir geta verið
mislangt á veg komnir, 6) reglusmíði er misjöfn, 7) stjórnmála-
kerfi hafa óbein áhrif, 8) áhrif endurskoðenda geta verið mismik-
il, 9) menntunarmál og rannsóknir á reikningsskilum eru mis-
langt á veg komnar, 10) verðlagsbreytingar geta haft mikil áhrif og
11) þá sýnir sig að þjóðarsálin hefur áhrif á efni reikningsskila.
Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi, fjallar hér um alþjóöavœóingu í
þróun reikningsskila. Hví skyldi vera munur á afkomu- og efnahagsmælingum
fyrirtœkja i Argentinu, Austurríki og á Akureyri?
Sitt er hvað hagnaður í
Þýskalandi og Ameríku
síðustu árum hafa sífellt orðið háværari kröfur um að
þörf sé fyrir samræmdar reglur um gerð reikningsskila í
heiminum. Tvennt veldur hér mestu um. Annað er það
að fyrirtæki leita nú í rikari mæli en áður eftir fé á erlendum fjár-
magnsmörkuðum, en þessir erlendu markaðir gera venjulega þá
kröfu að erlend fyrirtæki birti reikningsskil sín að hætti inn-
fæddra. Þetta þýðir að fyrirtæki sem hefur sótt fé á þessa markaði
þarf að gera tvenn eða jafnvel fleiri reikningsskil, ein fyrir heima-
markaðinn en önnur fyrir erlenda markaði. Hitt er að viðskipti fyr-
irtækja við erlenda aðila hafa aukist í stórum stíl og undanfari
slíkra viðskipta er iðulega að reikningsskil séu lögð fram og met-
in. Vandinn er hins vegar sá að reikningsskil eru samin með ólík-
um hætti í heiminum, bæði getur ffamsetning erlendra reiknings-
skila verið með ókunnuglegu sniði fyrir innfædda og eins geta efn-
isreglur verið aðrar en menn eiga að venjast. Hér á eftir verður
gerð nánari grein fyrir því hvers vegna munur hefur verið á af-
komu- og efnahagsmælingum milli þjóða en einnig vikið að er-
lendum áhrifum í íslenskum reikningsskilum.
Argentína, Austurríki, Akureyri? Búast má við að einhveijum
lesendum þessa pistils komi ofangreindar upplýsingar spánskt
fyrir sjónir. Hví skyldi vera munur á afkomu- og efnahagsmæling-
um fyrirtækja í Argentínu, Austurríki og á Akureyri? Staðreynd er
Japanir vartærnari en Bretar Lítum á nokkur dæmi þessu til
stuðnings. í samanburðarathugun á afkomumælingum í nokkrum
löndum kom eftirfarandi í ljós en athugunin fólst í því að líta til
hvernig áhrif aí sambærilegum viðskiptum eru mæld:
Bretland..................... 125
Bandaríkin................... 100
Frakkland .................... 97
Holland ...................... 91
Belgía........................ 88
Þýskaland .................... 87
Spánn......................... 85
Japan ........................ 66
Þessar vísitölur sýna, en rétt að að taka skýrt fram að um grófa
tilraun til samanburðar er að ræða, að aíkomumælingar í Japan
eru að jafnaði talsvert varfærnari en hjá Bandaríkjamönnum en þó
einkum Bretum. A meginlandi Evrópu er munurinn minni en
samt marktækur, sem kemur að einhveiju leyti á óvart þegar haft
í huga hversu mikið Evrópusambandið hefur lagt á sig til þess að
samræma reikningsskilagerð Evrópuþjóða. Raunar hefur önnur
sjálfstæð athugun verið gerð á efni reikningsskila hjá Evrópusam-
bandsþjóðunum og hún sýnir að nokkur munur er á sýndri arð-
62